Hópur íbúa í Grindavík kvíðinn og óttasleginn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. nóvember 2023 13:25 Fannar Jónasson er bæjarstjóri í Grindavík. Vísir/Arnar Gervitunglamyndir og GPS gögn benda til þess að kvikuinnskot sé á um það bil fjögurra kílómetra dýpi norðvestan við fjallið Þorbjörn. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir marga íbúa kvíðna og að sérstaklega þurfi að halda vel utan um íbúa af erlendum uppruna. Laust fyrir klukkan eitt í nótt reið yfir skjálfti sem mældist 3,7 að stærð með upptök 4,6 km norðvestur af Grindavík. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu sem mældust um eða yfir 2 að stærð. Skjálftarnir tengjast kvikuhreyfingum sem eru á um fjögurra kílómetra dýpi á umræddu svæði. Klukkan fimm á morgun verður sérstakur upplýsingafundur haldinn fyrir íbúa þar sem þeim gefst færi á að bera fram spurningar. „Þarna koma til okkar, okkar besta fólk, hvert á sínu sviði. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum verður þarna og síðan verða sérfræðingar bæði frá Veðurstofu Íslands og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sérfræðingar í jarðskjálftavá og eldgosavirkni. Það verður líka farið yfir stöðuna á veitumannvirkjum hjá okkur, bæði HS Veitum og HS Orku og fulltrúar þaðan munu ávarpa fundinn. Við verðum með fulltrúa frá Rauða krossinum vænti ég og svo einhvern á sálfræðisviðinu til að hlúa að andlegu þættinum,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Jarðhræringarnar liggja þungt á íbúum og sumir eru afar kvíðnir. „Það er líka alltaf mannlega eðlið að óttast hið óþekkta; vita ekki alveg hvað er fram undan og þó við séum reynslunni ríkari má segja, þá eru upptök þessara skjálfta núna nær en stundum áður þannig að það vekur upp óþægilegar minningar. Það eru vissulega íbúar, og yfirleitt sama fólkið, sem líður illa og það er skiljanlegt þannig að þetta eru ekki góðir tímar.“ Íbúar af erlendum uppruna séu sérstaklega óttaslegnir. „Þeir hafa kannski ekki neina reynslu af jarðskjálftum og þeirra hugmyndir byggja meira og minna á fréttamyndum af húsum sem hafa hrunið og lemstruðum íbúum sem eru dregnir undan þeim sem á náttúrlega engan veginn við hérna. Við höfum reynt að koma því á framfæri að fólk sé algjörlega óhult í sínum húsum og það er svona hópur sem við erum löngu búin að sjá að við þurfum að gæta sérstaklega að.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Stærsti skjálftinn í nótt 3,7 stig Tæplega hundrað skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesinu frá miðnætti, sá stærsti upp á 3,7 stig. Sá kom rétt fyrir klukkan eitt í nótt og var á fimm kílómetra dýpi, 4,6 kílómetra norðvestur af Grindavík. 1. nóvember 2023 07:29 „Maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni“ Íbúar í Grindavík eru löngu orðnir vanir skjálftum eftir tíðar hrynur síðustu ár. Þrátt fyrir það taka þeir skjálftunum ekki fagnandi. Margir hrökkva ítrekað við á nóttunni vegna skjálftanna. 31. október 2023 23:01 Vel undirbúin fari að gjósa Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Framkvæmdastjóri lónsins segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup. 31. október 2023 20:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Sjá meira
Laust fyrir klukkan eitt í nótt reið yfir skjálfti sem mældist 3,7 að stærð með upptök 4,6 km norðvestur af Grindavík. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu sem mældust um eða yfir 2 að stærð. Skjálftarnir tengjast kvikuhreyfingum sem eru á um fjögurra kílómetra dýpi á umræddu svæði. Klukkan fimm á morgun verður sérstakur upplýsingafundur haldinn fyrir íbúa þar sem þeim gefst færi á að bera fram spurningar. „Þarna koma til okkar, okkar besta fólk, hvert á sínu sviði. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum verður þarna og síðan verða sérfræðingar bæði frá Veðurstofu Íslands og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sérfræðingar í jarðskjálftavá og eldgosavirkni. Það verður líka farið yfir stöðuna á veitumannvirkjum hjá okkur, bæði HS Veitum og HS Orku og fulltrúar þaðan munu ávarpa fundinn. Við verðum með fulltrúa frá Rauða krossinum vænti ég og svo einhvern á sálfræðisviðinu til að hlúa að andlegu þættinum,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Jarðhræringarnar liggja þungt á íbúum og sumir eru afar kvíðnir. „Það er líka alltaf mannlega eðlið að óttast hið óþekkta; vita ekki alveg hvað er fram undan og þó við séum reynslunni ríkari má segja, þá eru upptök þessara skjálfta núna nær en stundum áður þannig að það vekur upp óþægilegar minningar. Það eru vissulega íbúar, og yfirleitt sama fólkið, sem líður illa og það er skiljanlegt þannig að þetta eru ekki góðir tímar.“ Íbúar af erlendum uppruna séu sérstaklega óttaslegnir. „Þeir hafa kannski ekki neina reynslu af jarðskjálftum og þeirra hugmyndir byggja meira og minna á fréttamyndum af húsum sem hafa hrunið og lemstruðum íbúum sem eru dregnir undan þeim sem á náttúrlega engan veginn við hérna. Við höfum reynt að koma því á framfæri að fólk sé algjörlega óhult í sínum húsum og það er svona hópur sem við erum löngu búin að sjá að við þurfum að gæta sérstaklega að.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Stærsti skjálftinn í nótt 3,7 stig Tæplega hundrað skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesinu frá miðnætti, sá stærsti upp á 3,7 stig. Sá kom rétt fyrir klukkan eitt í nótt og var á fimm kílómetra dýpi, 4,6 kílómetra norðvestur af Grindavík. 1. nóvember 2023 07:29 „Maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni“ Íbúar í Grindavík eru löngu orðnir vanir skjálftum eftir tíðar hrynur síðustu ár. Þrátt fyrir það taka þeir skjálftunum ekki fagnandi. Margir hrökkva ítrekað við á nóttunni vegna skjálftanna. 31. október 2023 23:01 Vel undirbúin fari að gjósa Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Framkvæmdastjóri lónsins segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup. 31. október 2023 20:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Sjá meira
Stærsti skjálftinn í nótt 3,7 stig Tæplega hundrað skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesinu frá miðnætti, sá stærsti upp á 3,7 stig. Sá kom rétt fyrir klukkan eitt í nótt og var á fimm kílómetra dýpi, 4,6 kílómetra norðvestur af Grindavík. 1. nóvember 2023 07:29
„Maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni“ Íbúar í Grindavík eru löngu orðnir vanir skjálftum eftir tíðar hrynur síðustu ár. Þrátt fyrir það taka þeir skjálftunum ekki fagnandi. Margir hrökkva ítrekað við á nóttunni vegna skjálftanna. 31. október 2023 23:01
Vel undirbúin fari að gjósa Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Framkvæmdastjóri lónsins segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup. 31. október 2023 20:00