Rúrik mætti sem vampíra, klæddur svörtum jakkafötum með vígtennur. Förðunarfræðingurinn Mari Shten sá um að farða hann fyrir kvöldið.
„Im coming for you Heidi,“ eða „ég ætla að ná þér,“ skrifaði Rúrik við mynd af sér áður en hann mætti í partíið. Hann gisti á glæsihótelinu, The Dominick Hotel, sem er staðsett í Soho hverfinu.

Heidi Klum brá sér í hlutverk stærðarinnar Páfugls og fékk níu akróbat dansara sér til liðs til að mynda stélið og fætur fuglsins. Eiginmaður Klum, Tom Kaulitz, mætti sem egg.
Fyrirsætan heldur mikið upp á hrekkjavökuna og leggur alltaf mikið í búningana sína.

Heimsfrægar stjörnur mættu á svæðið, þar á meðal rapparinn Ice-T og eiginkona hans Coco Austin, Maye Musk, Twilight stjarnan Taylor Lautner, Rachel Zegler og Alix Earle, svo fátt eitt sé nefnt.








