Landamærin opnuð og erlendum ríkisborgurum hleypt út Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2023 10:07 Fólk er farið að streyma yfir landamærin en aðeins erlendir ríkisborgarar eða einstaklingar með tvöfalt ríkisfang. AP/Hatem Ali Landamærin í Rafha, sem skilja að Egyptaland og Gasa, hafa verið opnuð tímabundið í fyrsta sinn í þrjár vikur. Egyptar hafa samþykkt að hleypa erlendum ríkisborgurum yfir landamærin og hafa sagst munu taka við um 80 afar særðum Palestínumönnum. Myndskeið sem borist hafa frá vettvangi sýna fjölda bifreiða og fólks fara yfir landamærin. Það voru stjórnvöld í Katar sem áttu milligöngu um samkomulagið en að því komu Ísraelsmenn, Hamas-samtökin og Bandaríkin. Engar fregnir hafa borist af því hversu lengi landamærin verða opin. Fjöldi fólks hefur safnast saman við landamærin frá því að átökin brutust út milli Ísrael og Hamas og Ísraelsher hóf loftárásir sínar á Gasa. Hingað til hefur hins vegar engum verið hleypt út af svæðinu en yfir 200 flutningabifreiðum með neyðargögn verið hleypt inn. Samkvæmt erlendum yfirvöldum eru ríkisborgarar 44 ríkja fastir inni á Gasa, flestir með tvöfalt ríkisfang. Þá eru þar starfsmenn um 28 stofnana. Embættismaður í borginni El Arish í Egyptalandi sagði í samtali við AFP að 1.300 fermetra „sjúkrahús“ yrði reist í borginni Sheikh Zuweid til að taka á móti særðum. Borgin er í um fimmtán kílómetra fjarlægð frá Rafah. Matthew Miller, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, segir verulega hafa þokast í viðræðum til að tryggja brottflutning hundruða Bandaríkjamanna og annarra erlendra ríkisborgara frá Gasa. Bandaríkjamönnum á svæðinu yrði stefnt að Rafah þegar samkomulag væri í höfn. Breska utanríkisráðuneytið er sagt hafa komið þeim skilaboðum áleiðis til breskra ríkisborgara á Gasa að landamærin kynnu að verða opnuð á næstunni, með takmörkunum. Tzachi Hanegbi, yfirmaður þjóðaröryggisráðs Ísraels, sagði við blaðamenn að Ísraelar ættu í samtali við Egypta um brottflutning særðra frá Gasa en deilur væru enn uppi um flutning neyðarbirgða yfir landamærin, þar sem Ísraelar hefðu aðeins getu til að sinna eftirliti með ákveðnum fjölda flutningabifreiða á dag. Bandaríkjamenn hafa sagst vonast til þess að um hundrað bifreiðar geti farið yfir á dag. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Katar Hernaður Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Sjá meira
Myndskeið sem borist hafa frá vettvangi sýna fjölda bifreiða og fólks fara yfir landamærin. Það voru stjórnvöld í Katar sem áttu milligöngu um samkomulagið en að því komu Ísraelsmenn, Hamas-samtökin og Bandaríkin. Engar fregnir hafa borist af því hversu lengi landamærin verða opin. Fjöldi fólks hefur safnast saman við landamærin frá því að átökin brutust út milli Ísrael og Hamas og Ísraelsher hóf loftárásir sínar á Gasa. Hingað til hefur hins vegar engum verið hleypt út af svæðinu en yfir 200 flutningabifreiðum með neyðargögn verið hleypt inn. Samkvæmt erlendum yfirvöldum eru ríkisborgarar 44 ríkja fastir inni á Gasa, flestir með tvöfalt ríkisfang. Þá eru þar starfsmenn um 28 stofnana. Embættismaður í borginni El Arish í Egyptalandi sagði í samtali við AFP að 1.300 fermetra „sjúkrahús“ yrði reist í borginni Sheikh Zuweid til að taka á móti særðum. Borgin er í um fimmtán kílómetra fjarlægð frá Rafah. Matthew Miller, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, segir verulega hafa þokast í viðræðum til að tryggja brottflutning hundruða Bandaríkjamanna og annarra erlendra ríkisborgara frá Gasa. Bandaríkjamönnum á svæðinu yrði stefnt að Rafah þegar samkomulag væri í höfn. Breska utanríkisráðuneytið er sagt hafa komið þeim skilaboðum áleiðis til breskra ríkisborgara á Gasa að landamærin kynnu að verða opnuð á næstunni, með takmörkunum. Tzachi Hanegbi, yfirmaður þjóðaröryggisráðs Ísraels, sagði við blaðamenn að Ísraelar ættu í samtali við Egypta um brottflutning særðra frá Gasa en deilur væru enn uppi um flutning neyðarbirgða yfir landamærin, þar sem Ísraelar hefðu aðeins getu til að sinna eftirliti með ákveðnum fjölda flutningabifreiða á dag. Bandaríkjamenn hafa sagst vonast til þess að um hundrað bifreiðar geti farið yfir á dag.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Katar Hernaður Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Sjá meira