Íshokkíheimurinn í áfalli eftir banaslys Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 08:00 Leikmenn Anaheim Ducks og Pittsburgh Penguins minnast hér Adam Johnson sem lést eftir slys í leik í Bretlandi. Getty/Harrison Barden Banaslys á íshokkívelli um síðustu helgi gæti breytt ýmsu þegar kemur að öryggismálum í íþróttinni. Þetta segir framkvæmdarstjóri Íshokkísambandsins. Viðar Garðarsson tekur við sem framkvæmdarstjóri sambandsins í dag, 1. nóvember 2023, en hefur verið formaður þess undanfarið. Skarst á hálsi og lést Íshokkíkappinn Adam Johnson lést á skelfilegan hátt á laugardaginn eftir að hann að hann skarst á hálsi í leik með liði sínu Nottingham Panthers á Englandi. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi er með málið til rannsóknar. „Þetta er gríðarlegt áfall og mikil sorg um allan heim. Við hér heima, varaformaður okkar og formaður dómaranefndar [Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir] sem er sami einstaklingurinn, hún sendi út beiðni til félaga og dómara að fylgjast betur með því að leikmenn noti allan öryggisbúnað sem reglur okkar kveða á um,“ sagði Viðar Garðarsson. Hálshlíf á að nota skilyrðislaust „Þar á meðal er hálshlíf. Hálshlíf á að nota skilyrðislaust hjá öllum sem eru tuttugu ára og yngri,“ sagði Viðar. Væri kannski ráð að það notuðu allir hálshlíf þegar þeir væru að spila íshokkí? „Ég veit það að breska sambandið, eftir þetta hræðilega slys, var að gefa út tilkynningu í gær um það að þeir stefni á það að allir noti hálfshlíf. Gera það að skyldu frá og með næstu áramótum,“ sagði Viðar. „Ég á frekar von á því að við fylgjum eftir hinum Norðurlandaþjóðunum. Það er Norðurlandafundur í byrjun næsta árs og ég efast ekki um að þetta verði eitt af þeim málum sem verða tekin til umræðu þar,“ sagði Viðar. Gríðarlega vel varðir Hann segir að almennt séu íshokkí-leikmenn gríðarlega vel varðir. „Þeir eru í brynjum og þeir eru í sérgerðum buxum, þeir eru með þykkar legghlífar og hálshlíf. Það er þannig að meiðslatíðni í íshokkí er mjög lág miðað við aðrar íþróttir,“ sagði Viðar. „Þegar það verða meiðsli eru þau í alvarlegri kantinum. Það er neikvæða hliðin en jákvæða hliðin er að við þekkjum mjög lítið þessi meiðsli sem er að hrjá boltaíþróttirnar eins og slit á krossböndum og fleira í þeim dúr,“ sagði Viðar. Svona slys ætti samt að hafa áhrif á alheimsíshokkíið. „Já, algjörlega. Ég held að þetta verði til umræðu um allan heim næstu vikurnar. Það verður mjög áhugavert að sjá hvort fleiri landssambönd muni fylgja Bretum og gera þetta að skyldu í öllum aldursflokkum,“ sagði Viðar eins og sjá má hér fyrir ofan. Íshokkí Tengdar fréttir Lögreglan rannsakar andlát Adams Johnson Íshokkíkappinn Adam Johnson lést á skelfilegan hátt á laugardag eftir að hann skarst á hálsi í leik með liði sínu Nottingham Panthers á Englandi. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi er með málið til rannskóknar. 30. október 2023 19:45 „Þetta slys er mikið áfall fyrir alla íshokkíhreyfinguna“ Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður dómaranefndar ÍHÍ, hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að leikmaður í ensku Elite deildinni í íshokkí lést um helgina eftir skelfilegt slys innanvallar. 30. október 2023 15:36 Íshokkíleikmaður lést eftir að hafa skorist á hálsi með skauta Adam Johnson, leikmaður breska íshokkíliðsins Nottingham Panthers, er látinn eftir að hafa skorist alvarlega á hálsi í leik liðsins í Challenge Cup í gær, laugardag. 29. október 2023 10:43 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Enski boltinn Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Víkingur - Valur | Verðlaun afhent í Víkinni Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Sjá meira
Viðar Garðarsson tekur við sem framkvæmdarstjóri sambandsins í dag, 1. nóvember 2023, en hefur verið formaður þess undanfarið. Skarst á hálsi og lést Íshokkíkappinn Adam Johnson lést á skelfilegan hátt á laugardaginn eftir að hann að hann skarst á hálsi í leik með liði sínu Nottingham Panthers á Englandi. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi er með málið til rannsóknar. „Þetta er gríðarlegt áfall og mikil sorg um allan heim. Við hér heima, varaformaður okkar og formaður dómaranefndar [Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir] sem er sami einstaklingurinn, hún sendi út beiðni til félaga og dómara að fylgjast betur með því að leikmenn noti allan öryggisbúnað sem reglur okkar kveða á um,“ sagði Viðar Garðarsson. Hálshlíf á að nota skilyrðislaust „Þar á meðal er hálshlíf. Hálshlíf á að nota skilyrðislaust hjá öllum sem eru tuttugu ára og yngri,“ sagði Viðar. Væri kannski ráð að það notuðu allir hálshlíf þegar þeir væru að spila íshokkí? „Ég veit það að breska sambandið, eftir þetta hræðilega slys, var að gefa út tilkynningu í gær um það að þeir stefni á það að allir noti hálfshlíf. Gera það að skyldu frá og með næstu áramótum,“ sagði Viðar. „Ég á frekar von á því að við fylgjum eftir hinum Norðurlandaþjóðunum. Það er Norðurlandafundur í byrjun næsta árs og ég efast ekki um að þetta verði eitt af þeim málum sem verða tekin til umræðu þar,“ sagði Viðar. Gríðarlega vel varðir Hann segir að almennt séu íshokkí-leikmenn gríðarlega vel varðir. „Þeir eru í brynjum og þeir eru í sérgerðum buxum, þeir eru með þykkar legghlífar og hálshlíf. Það er þannig að meiðslatíðni í íshokkí er mjög lág miðað við aðrar íþróttir,“ sagði Viðar. „Þegar það verða meiðsli eru þau í alvarlegri kantinum. Það er neikvæða hliðin en jákvæða hliðin er að við þekkjum mjög lítið þessi meiðsli sem er að hrjá boltaíþróttirnar eins og slit á krossböndum og fleira í þeim dúr,“ sagði Viðar. Svona slys ætti samt að hafa áhrif á alheimsíshokkíið. „Já, algjörlega. Ég held að þetta verði til umræðu um allan heim næstu vikurnar. Það verður mjög áhugavert að sjá hvort fleiri landssambönd muni fylgja Bretum og gera þetta að skyldu í öllum aldursflokkum,“ sagði Viðar eins og sjá má hér fyrir ofan.
Íshokkí Tengdar fréttir Lögreglan rannsakar andlát Adams Johnson Íshokkíkappinn Adam Johnson lést á skelfilegan hátt á laugardag eftir að hann skarst á hálsi í leik með liði sínu Nottingham Panthers á Englandi. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi er með málið til rannskóknar. 30. október 2023 19:45 „Þetta slys er mikið áfall fyrir alla íshokkíhreyfinguna“ Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður dómaranefndar ÍHÍ, hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að leikmaður í ensku Elite deildinni í íshokkí lést um helgina eftir skelfilegt slys innanvallar. 30. október 2023 15:36 Íshokkíleikmaður lést eftir að hafa skorist á hálsi með skauta Adam Johnson, leikmaður breska íshokkíliðsins Nottingham Panthers, er látinn eftir að hafa skorist alvarlega á hálsi í leik liðsins í Challenge Cup í gær, laugardag. 29. október 2023 10:43 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Enski boltinn Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Víkingur - Valur | Verðlaun afhent í Víkinni Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Sjá meira
Lögreglan rannsakar andlát Adams Johnson Íshokkíkappinn Adam Johnson lést á skelfilegan hátt á laugardag eftir að hann skarst á hálsi í leik með liði sínu Nottingham Panthers á Englandi. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi er með málið til rannskóknar. 30. október 2023 19:45
„Þetta slys er mikið áfall fyrir alla íshokkíhreyfinguna“ Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður dómaranefndar ÍHÍ, hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að leikmaður í ensku Elite deildinni í íshokkí lést um helgina eftir skelfilegt slys innanvallar. 30. október 2023 15:36
Íshokkíleikmaður lést eftir að hafa skorist á hálsi með skauta Adam Johnson, leikmaður breska íshokkíliðsins Nottingham Panthers, er látinn eftir að hafa skorist alvarlega á hálsi í leik liðsins í Challenge Cup í gær, laugardag. 29. október 2023 10:43