Íshokkíheimurinn í áfalli eftir banaslys Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 08:00 Leikmenn Anaheim Ducks og Pittsburgh Penguins minnast hér Adam Johnson sem lést eftir slys í leik í Bretlandi. Getty/Harrison Barden Banaslys á íshokkívelli um síðustu helgi gæti breytt ýmsu þegar kemur að öryggismálum í íþróttinni. Þetta segir framkvæmdarstjóri Íshokkísambandsins. Viðar Garðarsson tekur við sem framkvæmdarstjóri sambandsins í dag, 1. nóvember 2023, en hefur verið formaður þess undanfarið. Skarst á hálsi og lést Íshokkíkappinn Adam Johnson lést á skelfilegan hátt á laugardaginn eftir að hann að hann skarst á hálsi í leik með liði sínu Nottingham Panthers á Englandi. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi er með málið til rannsóknar. „Þetta er gríðarlegt áfall og mikil sorg um allan heim. Við hér heima, varaformaður okkar og formaður dómaranefndar [Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir] sem er sami einstaklingurinn, hún sendi út beiðni til félaga og dómara að fylgjast betur með því að leikmenn noti allan öryggisbúnað sem reglur okkar kveða á um,“ sagði Viðar Garðarsson. Hálshlíf á að nota skilyrðislaust „Þar á meðal er hálshlíf. Hálshlíf á að nota skilyrðislaust hjá öllum sem eru tuttugu ára og yngri,“ sagði Viðar. Væri kannski ráð að það notuðu allir hálshlíf þegar þeir væru að spila íshokkí? „Ég veit það að breska sambandið, eftir þetta hræðilega slys, var að gefa út tilkynningu í gær um það að þeir stefni á það að allir noti hálfshlíf. Gera það að skyldu frá og með næstu áramótum,“ sagði Viðar. „Ég á frekar von á því að við fylgjum eftir hinum Norðurlandaþjóðunum. Það er Norðurlandafundur í byrjun næsta árs og ég efast ekki um að þetta verði eitt af þeim málum sem verða tekin til umræðu þar,“ sagði Viðar. Gríðarlega vel varðir Hann segir að almennt séu íshokkí-leikmenn gríðarlega vel varðir. „Þeir eru í brynjum og þeir eru í sérgerðum buxum, þeir eru með þykkar legghlífar og hálshlíf. Það er þannig að meiðslatíðni í íshokkí er mjög lág miðað við aðrar íþróttir,“ sagði Viðar. „Þegar það verða meiðsli eru þau í alvarlegri kantinum. Það er neikvæða hliðin en jákvæða hliðin er að við þekkjum mjög lítið þessi meiðsli sem er að hrjá boltaíþróttirnar eins og slit á krossböndum og fleira í þeim dúr,“ sagði Viðar. Svona slys ætti samt að hafa áhrif á alheimsíshokkíið. „Já, algjörlega. Ég held að þetta verði til umræðu um allan heim næstu vikurnar. Það verður mjög áhugavert að sjá hvort fleiri landssambönd muni fylgja Bretum og gera þetta að skyldu í öllum aldursflokkum,“ sagði Viðar eins og sjá má hér fyrir ofan. Íshokkí Tengdar fréttir Lögreglan rannsakar andlát Adams Johnson Íshokkíkappinn Adam Johnson lést á skelfilegan hátt á laugardag eftir að hann skarst á hálsi í leik með liði sínu Nottingham Panthers á Englandi. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi er með málið til rannskóknar. 30. október 2023 19:45 „Þetta slys er mikið áfall fyrir alla íshokkíhreyfinguna“ Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður dómaranefndar ÍHÍ, hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að leikmaður í ensku Elite deildinni í íshokkí lést um helgina eftir skelfilegt slys innanvallar. 30. október 2023 15:36 Íshokkíleikmaður lést eftir að hafa skorist á hálsi með skauta Adam Johnson, leikmaður breska íshokkíliðsins Nottingham Panthers, er látinn eftir að hafa skorist alvarlega á hálsi í leik liðsins í Challenge Cup í gær, laugardag. 29. október 2023 10:43 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Viðar Garðarsson tekur við sem framkvæmdarstjóri sambandsins í dag, 1. nóvember 2023, en hefur verið formaður þess undanfarið. Skarst á hálsi og lést Íshokkíkappinn Adam Johnson lést á skelfilegan hátt á laugardaginn eftir að hann að hann skarst á hálsi í leik með liði sínu Nottingham Panthers á Englandi. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi er með málið til rannsóknar. „Þetta er gríðarlegt áfall og mikil sorg um allan heim. Við hér heima, varaformaður okkar og formaður dómaranefndar [Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir] sem er sami einstaklingurinn, hún sendi út beiðni til félaga og dómara að fylgjast betur með því að leikmenn noti allan öryggisbúnað sem reglur okkar kveða á um,“ sagði Viðar Garðarsson. Hálshlíf á að nota skilyrðislaust „Þar á meðal er hálshlíf. Hálshlíf á að nota skilyrðislaust hjá öllum sem eru tuttugu ára og yngri,“ sagði Viðar. Væri kannski ráð að það notuðu allir hálshlíf þegar þeir væru að spila íshokkí? „Ég veit það að breska sambandið, eftir þetta hræðilega slys, var að gefa út tilkynningu í gær um það að þeir stefni á það að allir noti hálfshlíf. Gera það að skyldu frá og með næstu áramótum,“ sagði Viðar. „Ég á frekar von á því að við fylgjum eftir hinum Norðurlandaþjóðunum. Það er Norðurlandafundur í byrjun næsta árs og ég efast ekki um að þetta verði eitt af þeim málum sem verða tekin til umræðu þar,“ sagði Viðar. Gríðarlega vel varðir Hann segir að almennt séu íshokkí-leikmenn gríðarlega vel varðir. „Þeir eru í brynjum og þeir eru í sérgerðum buxum, þeir eru með þykkar legghlífar og hálshlíf. Það er þannig að meiðslatíðni í íshokkí er mjög lág miðað við aðrar íþróttir,“ sagði Viðar. „Þegar það verða meiðsli eru þau í alvarlegri kantinum. Það er neikvæða hliðin en jákvæða hliðin er að við þekkjum mjög lítið þessi meiðsli sem er að hrjá boltaíþróttirnar eins og slit á krossböndum og fleira í þeim dúr,“ sagði Viðar. Svona slys ætti samt að hafa áhrif á alheimsíshokkíið. „Já, algjörlega. Ég held að þetta verði til umræðu um allan heim næstu vikurnar. Það verður mjög áhugavert að sjá hvort fleiri landssambönd muni fylgja Bretum og gera þetta að skyldu í öllum aldursflokkum,“ sagði Viðar eins og sjá má hér fyrir ofan.
Íshokkí Tengdar fréttir Lögreglan rannsakar andlát Adams Johnson Íshokkíkappinn Adam Johnson lést á skelfilegan hátt á laugardag eftir að hann skarst á hálsi í leik með liði sínu Nottingham Panthers á Englandi. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi er með málið til rannskóknar. 30. október 2023 19:45 „Þetta slys er mikið áfall fyrir alla íshokkíhreyfinguna“ Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður dómaranefndar ÍHÍ, hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að leikmaður í ensku Elite deildinni í íshokkí lést um helgina eftir skelfilegt slys innanvallar. 30. október 2023 15:36 Íshokkíleikmaður lést eftir að hafa skorist á hálsi með skauta Adam Johnson, leikmaður breska íshokkíliðsins Nottingham Panthers, er látinn eftir að hafa skorist alvarlega á hálsi í leik liðsins í Challenge Cup í gær, laugardag. 29. október 2023 10:43 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Lögreglan rannsakar andlát Adams Johnson Íshokkíkappinn Adam Johnson lést á skelfilegan hátt á laugardag eftir að hann skarst á hálsi í leik með liði sínu Nottingham Panthers á Englandi. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi er með málið til rannskóknar. 30. október 2023 19:45
„Þetta slys er mikið áfall fyrir alla íshokkíhreyfinguna“ Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður dómaranefndar ÍHÍ, hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að leikmaður í ensku Elite deildinni í íshokkí lést um helgina eftir skelfilegt slys innanvallar. 30. október 2023 15:36
Íshokkíleikmaður lést eftir að hafa skorist á hálsi með skauta Adam Johnson, leikmaður breska íshokkíliðsins Nottingham Panthers, er látinn eftir að hafa skorist alvarlega á hálsi í leik liðsins í Challenge Cup í gær, laugardag. 29. október 2023 10:43