Ingunn tekur við Olís af Frosta Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2023 16:41 Ingunn Svala Leifsdóttir og Frosti Ólafsson. Aðsend/Vísir/Arnar Ingunn Svala Leifsdóttir hefur verið ræaðin í starf framkvæmdastjóra Olís og tekur hún við stöðunni um næstu áramót. Hún tekur við af Frosta Ólafssyni sem hefur óskað eftir því að láta af störfum Í tilkynningu segir að Frosti komi til með að hefja störf hjá alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey & Company á þeim tíma. Fram kemur að Ingunn Svala hafi fjölþætta stjórnunarreynslu úr íslensku viðskiptalífi, en hún hafi síðast starfað sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Dohop og þar á undan hafi hún verið framkvæmdastjóri rekstrar hjá Háskólanum í Reykjavík. Ingunn situr í stjórnum Kviku banka og Ósa hf. Finnur Oddsson er forstjóri Haga.Vísir/Vilhelm Haft er Finni Oddsyni, forstjóra Haga, að Frosti hafi á síðustu árum leitt Olís í gegnum umfangsmikið ferli breytinga og hagræðingar með það að leiðarljósi að efla þjónustu við viðskiptavini og búa félagið um leið undir möguleg áhrif orkuskipta á starfsemina. „Áhrif þessarar vinnu eru nú að stórum hluta komin fram í rekstri Olís, sem hefur gengið vel á síðustu misserum og styrkt stöðu sína á eldsneytis- og þægindavörumarkaði. Það hefur verið ánægjulegt að starfa með Frosta að umbreytingu Olís sem hefur sjaldan staðið betur. Fyrir hönd Olís og Haga þakka ég Frosta frábært starf í þágu félaganna síðustu ár og óska honum góðs gengis í nýjum og spennandi verkefnum. Það er ánægjuefni að geta tilkynnt um ráðningu Ingunnar Svölu Leifsdóttur í starf framkvæmdastjóra Olís frá næstu áramótum. Ingunn býr að víðtækri reynslu sem stjórnandi og stjórnarmaður í íslensku atvinnulífi sem ég er sannfærður um að muni nýtast vel til að fylgja eftir árangursríku umbótastarfi síðustu missera, í samstarfi við öflugan hóp starfsfólks Olís. Það eru spennandi tímar framundan hjá Olís þar sem saman fer áframhaldandi aðlögun rekstrar að breyttum neysluvenjum á eldsneytismarkaði og uppbygging þjónustuframboðs á smásölu- og fyrirtækjamarkaði,“ segir Finnur. Frosti Ólafsson hefur stýrt Olís frá árinu 2021. Hann tók á sínum tíma við stöðunni af Jóni Ólafi Halldórssyni.Vísir/Arnar Þá er haft eftir Frosta Ólafssyni að það hafi verið mikil forréttindi að starfa fyrir Olís undanfarin ár. „Við höfum farið í gegnum verulegar skipulagsbreytingar og endurmörkun á félaginu. Vegferðin hefur gengið virkilega vel og þar ber fyrst og fremst að þakka því öfluga starfsfólki sem stendur að baki Olís. Mig langar til að þakka þessum frábæra hópi fyrir skemmtilegan tíma og hef um leið mikla trú á því að framhaldið sé í traustum höndum hjá Ingunni Svölu.“ Ingunn Svala Leifsdóttir.Aðsend Þá segir Ingunn Svala að hún sé mjög spennt fyrir tækifærinu, að taka við keflinu sem framkvæmdastjóri Olís. „Ég veit að ég tek við góðu búi frá Frosta og frábæru teymi starfsfólks Olís, sem ég hlakka til að kynnast á næstunni. Það eru forréttindi að starfa hjá einni af sterkustu samstæðum landsins sem Hagar sannarlega eru og öllu því öfluga fólki sem þar starfar og ég fer með þakklæti og tilhlökkun inn í spennandi tíma sem framundan eru hjá félaginu.“ Vistaskipti Bensín og olía Hagar Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Í tilkynningu segir að Frosti komi til með að hefja störf hjá alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey & Company á þeim tíma. Fram kemur að Ingunn Svala hafi fjölþætta stjórnunarreynslu úr íslensku viðskiptalífi, en hún hafi síðast starfað sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Dohop og þar á undan hafi hún verið framkvæmdastjóri rekstrar hjá Háskólanum í Reykjavík. Ingunn situr í stjórnum Kviku banka og Ósa hf. Finnur Oddsson er forstjóri Haga.Vísir/Vilhelm Haft er Finni Oddsyni, forstjóra Haga, að Frosti hafi á síðustu árum leitt Olís í gegnum umfangsmikið ferli breytinga og hagræðingar með það að leiðarljósi að efla þjónustu við viðskiptavini og búa félagið um leið undir möguleg áhrif orkuskipta á starfsemina. „Áhrif þessarar vinnu eru nú að stórum hluta komin fram í rekstri Olís, sem hefur gengið vel á síðustu misserum og styrkt stöðu sína á eldsneytis- og þægindavörumarkaði. Það hefur verið ánægjulegt að starfa með Frosta að umbreytingu Olís sem hefur sjaldan staðið betur. Fyrir hönd Olís og Haga þakka ég Frosta frábært starf í þágu félaganna síðustu ár og óska honum góðs gengis í nýjum og spennandi verkefnum. Það er ánægjuefni að geta tilkynnt um ráðningu Ingunnar Svölu Leifsdóttur í starf framkvæmdastjóra Olís frá næstu áramótum. Ingunn býr að víðtækri reynslu sem stjórnandi og stjórnarmaður í íslensku atvinnulífi sem ég er sannfærður um að muni nýtast vel til að fylgja eftir árangursríku umbótastarfi síðustu missera, í samstarfi við öflugan hóp starfsfólks Olís. Það eru spennandi tímar framundan hjá Olís þar sem saman fer áframhaldandi aðlögun rekstrar að breyttum neysluvenjum á eldsneytismarkaði og uppbygging þjónustuframboðs á smásölu- og fyrirtækjamarkaði,“ segir Finnur. Frosti Ólafsson hefur stýrt Olís frá árinu 2021. Hann tók á sínum tíma við stöðunni af Jóni Ólafi Halldórssyni.Vísir/Arnar Þá er haft eftir Frosta Ólafssyni að það hafi verið mikil forréttindi að starfa fyrir Olís undanfarin ár. „Við höfum farið í gegnum verulegar skipulagsbreytingar og endurmörkun á félaginu. Vegferðin hefur gengið virkilega vel og þar ber fyrst og fremst að þakka því öfluga starfsfólki sem stendur að baki Olís. Mig langar til að þakka þessum frábæra hópi fyrir skemmtilegan tíma og hef um leið mikla trú á því að framhaldið sé í traustum höndum hjá Ingunni Svölu.“ Ingunn Svala Leifsdóttir.Aðsend Þá segir Ingunn Svala að hún sé mjög spennt fyrir tækifærinu, að taka við keflinu sem framkvæmdastjóri Olís. „Ég veit að ég tek við góðu búi frá Frosta og frábæru teymi starfsfólks Olís, sem ég hlakka til að kynnast á næstunni. Það eru forréttindi að starfa hjá einni af sterkustu samstæðum landsins sem Hagar sannarlega eru og öllu því öfluga fólki sem þar starfar og ég fer með þakklæti og tilhlökkun inn í spennandi tíma sem framundan eru hjá félaginu.“
Vistaskipti Bensín og olía Hagar Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira