Hagur brotaþola ekki á blaði Drífa Snædal skrifar 31. október 2023 10:01 Það ætti að vera eðlilegt að taka mið af reynslu brotaþola í kynferðisbrotamálum (sem öðrum) og gæta þess að gera ekki illt verra. Að verða fyrir kynferðisofbeldi getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fólk og jafnvel alla ævi. Algengast er að brotaþolar upplifi skömm og sektarkennd, ofbeldið hafi áhrif í nánum samskiptum og sjálfskaðandi hegðun í kjölfar ofbeldis er raunveruleiki margra. Í okkar samfélagi er mjög erfitt að fá viðurkenningu á að brot hafi átt sér stað og enn erfiðara að fá einhvers konar réttlæti. Reyndar eigum við sem samfélag mjög langt í land að viðurkenna og virða brotaþola, hvað þá að taka tillit til þeirra, hér eru örfá dæmi úr samfélagsumræðu síðustu vikna sem endurspegla þann veruleika: 1. Styttan af séra Friðrik Sögusagnir og frásagnir af barnaníði séra Friðriks eru nú á allra vörum og vitnisburðir um slíkt berast víða að. Það er stungið á kýli og úr kemur gusa – eins og oft er í svona málum. Umræðan um styttuna og önnur minnismerki fylgja í kjölfarið og það er merkilegt að verða vitni að því að önnur sjónarmið en líðan brotaþola eru í forgrunni í þeirri umræðu. Sú vanlíðan sem það hlýtur að hafa valdið og veldur brotaþolum að hafa þessa styttu fyrir augum á að vera aðal málið í umræðunni. Það hlýtur að auka vanlíðan og viðhalda afleiðingum fyrir brotaþola, sérstaklega ef hugsanlegir (líklegir) brotaþolar hafa ekki sótt sér aðstoð við að vinna úr ofbeldinu. Er mikilvægara að hampa minningu hans en að taka tillit til líðan brotþola? 2. Rannsóknir á brotaþolum Siðanefnd Sjúkrahússins á Akureyri virðist hafa gefið leyfi til starfsmanns sjúkrahússins, sem einnig er meistaranemi til að hafa samband við brotaþola sem sótti aðstoð á neyðarmóttökuna. Brotaþoli hefur lýst því í fjölmiðlum hvað þetta kom illa við hana, ýkti afleiðingarnar af nauðguninni og kom í veg fyrir framfarir í líðan. Þarna virðast hagsmunir meistaranema hafa verið teknir framar hagsmunum einstaka brotaþola og grundvallarkröfur vísindarannsókna sniðgengnar en í lögum segir að þær skuli byggjast á virðingu fyrir mannhelgi þátttakenda. Líðan brotaþola hefur augljóslega ekki verið þarna í forgrunni. Eru rannsóknarhagsmunir stærri en líðan brotaþola og afleiðingar fyrir hann? 3. Leikverk um Heiðar snyrti Borgarleikhúsið áætlar að frumsýna leikverkið „Kvöldstund með Heiðari snyrti“ í janúar á næsta ári og nú þegar er hafist handa við að auglýsa verkið. Á facebooksíðu leikskáldsins lýsir hver um annan þveran áhuga á að sjá verkið, þar með er Heiðar sjálfur og fjölskylda hans, en leikskáldið var í samráði við Heiðar við vinnslu verksins. Heiðar hefur hlotið dóm fyrir að brjóta á ungum mönnum og í dómskjölum eru fleiri ungir menn sem lýsa hvernig hann braut á þeim. Þetta er ekki orðrómur, þetta er staðfest með dómi. Brotaþolar eru mjög ósáttir við leikverkið og hafa komið því á framfæri við Borgarleikhúsið. Það skiptir engu máli, líðan brotaþola er ekki viðurkennd og áfram heldur vinnan. Brotaþolar hins vegar upplifa vanvirðingu gagnvart sér, alvarleika brotanna og afleiðingum. Er mikilvægara að þjóna listinni en að virða líðan brotaþola? Þetta eru bara þrjú dæmi úr umræðu síðstu daga um hvernig líðan brotaþola er að engu gerð, smættuð, ekki tekið mark á eða ekki sett í forgrunn í umræðu eða við ákvarðanatöku. Það ætti hins vegar að vera það fyrsta sem umræðan snýst um – alltaf. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mál séra Friðriks Friðrikssonar Kynferðisofbeldi Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Sjá meira
Það ætti að vera eðlilegt að taka mið af reynslu brotaþola í kynferðisbrotamálum (sem öðrum) og gæta þess að gera ekki illt verra. Að verða fyrir kynferðisofbeldi getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fólk og jafnvel alla ævi. Algengast er að brotaþolar upplifi skömm og sektarkennd, ofbeldið hafi áhrif í nánum samskiptum og sjálfskaðandi hegðun í kjölfar ofbeldis er raunveruleiki margra. Í okkar samfélagi er mjög erfitt að fá viðurkenningu á að brot hafi átt sér stað og enn erfiðara að fá einhvers konar réttlæti. Reyndar eigum við sem samfélag mjög langt í land að viðurkenna og virða brotaþola, hvað þá að taka tillit til þeirra, hér eru örfá dæmi úr samfélagsumræðu síðustu vikna sem endurspegla þann veruleika: 1. Styttan af séra Friðrik Sögusagnir og frásagnir af barnaníði séra Friðriks eru nú á allra vörum og vitnisburðir um slíkt berast víða að. Það er stungið á kýli og úr kemur gusa – eins og oft er í svona málum. Umræðan um styttuna og önnur minnismerki fylgja í kjölfarið og það er merkilegt að verða vitni að því að önnur sjónarmið en líðan brotaþola eru í forgrunni í þeirri umræðu. Sú vanlíðan sem það hlýtur að hafa valdið og veldur brotaþolum að hafa þessa styttu fyrir augum á að vera aðal málið í umræðunni. Það hlýtur að auka vanlíðan og viðhalda afleiðingum fyrir brotaþola, sérstaklega ef hugsanlegir (líklegir) brotaþolar hafa ekki sótt sér aðstoð við að vinna úr ofbeldinu. Er mikilvægara að hampa minningu hans en að taka tillit til líðan brotþola? 2. Rannsóknir á brotaþolum Siðanefnd Sjúkrahússins á Akureyri virðist hafa gefið leyfi til starfsmanns sjúkrahússins, sem einnig er meistaranemi til að hafa samband við brotaþola sem sótti aðstoð á neyðarmóttökuna. Brotaþoli hefur lýst því í fjölmiðlum hvað þetta kom illa við hana, ýkti afleiðingarnar af nauðguninni og kom í veg fyrir framfarir í líðan. Þarna virðast hagsmunir meistaranema hafa verið teknir framar hagsmunum einstaka brotaþola og grundvallarkröfur vísindarannsókna sniðgengnar en í lögum segir að þær skuli byggjast á virðingu fyrir mannhelgi þátttakenda. Líðan brotaþola hefur augljóslega ekki verið þarna í forgrunni. Eru rannsóknarhagsmunir stærri en líðan brotaþola og afleiðingar fyrir hann? 3. Leikverk um Heiðar snyrti Borgarleikhúsið áætlar að frumsýna leikverkið „Kvöldstund með Heiðari snyrti“ í janúar á næsta ári og nú þegar er hafist handa við að auglýsa verkið. Á facebooksíðu leikskáldsins lýsir hver um annan þveran áhuga á að sjá verkið, þar með er Heiðar sjálfur og fjölskylda hans, en leikskáldið var í samráði við Heiðar við vinnslu verksins. Heiðar hefur hlotið dóm fyrir að brjóta á ungum mönnum og í dómskjölum eru fleiri ungir menn sem lýsa hvernig hann braut á þeim. Þetta er ekki orðrómur, þetta er staðfest með dómi. Brotaþolar eru mjög ósáttir við leikverkið og hafa komið því á framfæri við Borgarleikhúsið. Það skiptir engu máli, líðan brotaþola er ekki viðurkennd og áfram heldur vinnan. Brotaþolar hins vegar upplifa vanvirðingu gagnvart sér, alvarleika brotanna og afleiðingum. Er mikilvægara að þjóna listinni en að virða líðan brotaþola? Þetta eru bara þrjú dæmi úr umræðu síðstu daga um hvernig líðan brotaþola er að engu gerð, smættuð, ekki tekið mark á eða ekki sett í forgrunn í umræðu eða við ákvarðanatöku. Það ætti hins vegar að vera það fyrsta sem umræðan snýst um – alltaf. Höfundur er talskona Stígamóta.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar