Björgvin Karl: Ekki úrslitin sem ég var að vonast eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2023 08:30 Björgvin Karl Guðmundsson náði bara tólfta sætinu á Rogue Invitational stórmótinu. Instagram/@bk_gudmundsson Íslenski CrossFit kappinn Björgvin Karl Guðmundsson endaði í tólfta sæti á Rogue Invitational stórmótinu sem fór fram í Texas um helgina. Björgvin viðurkennir það að þessi niðurstaða hafi vissulega verið vonbrigði fyrir sig. Hann var lengi inn á topp tíu í keppninni en datt niður í tólfa sætið á lokadeginum. Kanadamaðurinn Patrick Vellner vann mótið með 650 stig en heimsmeistarinn Jeffrey Adler varð annar með 640 stig. Þriðji varð Roman Khrennikov, fyrrum skjólstæðingur Snorra Baróns Jónssonar, en annar skjólstæðingur hans Ricky Gerrard varð fimmti. Björgvin Karl fékk 475 stig, hann var tíu stigum frá ellefta sætinu og 55 stigum frá því að komast inn á topp tíu listann. Björgvin gerði upp mótið sem stuttum pistli á samfélagsmiðlum. „Rogue Invitational mótið að baki. Ekki úrslitin sem ég var að vonast eftir en ég get samt tekið með mér fullt af góðum hlutum en líka hluti sem ég þar að laga eins og réttstöðulyftan,“ skrifaði Björgvin Karl og bætti við grátbrosandi broskarli. „Ef ég segi samt alveg eins og er þá er ég mjög ánægður með hvernig bakið mitt hélt. Þessi helgi var alvöru próf fyrir bakið. Ég ætla ekki að hafa þetta langt en ég get lofað ykkur því að ég verða mættur í líkamsræktarsalinn eftir nokkra daga til leggja meira á mig sem aldrei fyrr,“ skrifaði Björgvin. Hann hefur verið að glíma við bakmeiðsli stærstan hluta ársins og þessi meiðsli háðu honum talsvert í undirbúningnum fyrir heimsleikana sem og á heimsleikunum sjálfum. „Ég vil þakka þjálfara mínum Jami Tikkanen fyrir hans endalausu vinnu, trú hans á mér og okkar frábæru vináttu. Þessi maður er goðsögn,“ skrifaði Björgvin en Jami Tikkanen þjálfar einnig Anníe Mist eins og hann hefur gert í miklu meira en áratug. „Ég vil líka þakka öllum sem komu til horfa og studdu við bakið á okkur þessa helgi. Ég veit að veðrið var ekki sem best en ég vona að þið hafið notið keppninnar,“ skrifaði Björgvin eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) CrossFit Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira
Björgvin viðurkennir það að þessi niðurstaða hafi vissulega verið vonbrigði fyrir sig. Hann var lengi inn á topp tíu í keppninni en datt niður í tólfa sætið á lokadeginum. Kanadamaðurinn Patrick Vellner vann mótið með 650 stig en heimsmeistarinn Jeffrey Adler varð annar með 640 stig. Þriðji varð Roman Khrennikov, fyrrum skjólstæðingur Snorra Baróns Jónssonar, en annar skjólstæðingur hans Ricky Gerrard varð fimmti. Björgvin Karl fékk 475 stig, hann var tíu stigum frá ellefta sætinu og 55 stigum frá því að komast inn á topp tíu listann. Björgvin gerði upp mótið sem stuttum pistli á samfélagsmiðlum. „Rogue Invitational mótið að baki. Ekki úrslitin sem ég var að vonast eftir en ég get samt tekið með mér fullt af góðum hlutum en líka hluti sem ég þar að laga eins og réttstöðulyftan,“ skrifaði Björgvin Karl og bætti við grátbrosandi broskarli. „Ef ég segi samt alveg eins og er þá er ég mjög ánægður með hvernig bakið mitt hélt. Þessi helgi var alvöru próf fyrir bakið. Ég ætla ekki að hafa þetta langt en ég get lofað ykkur því að ég verða mættur í líkamsræktarsalinn eftir nokkra daga til leggja meira á mig sem aldrei fyrr,“ skrifaði Björgvin. Hann hefur verið að glíma við bakmeiðsli stærstan hluta ársins og þessi meiðsli háðu honum talsvert í undirbúningnum fyrir heimsleikana sem og á heimsleikunum sjálfum. „Ég vil þakka þjálfara mínum Jami Tikkanen fyrir hans endalausu vinnu, trú hans á mér og okkar frábæru vináttu. Þessi maður er goðsögn,“ skrifaði Björgvin en Jami Tikkanen þjálfar einnig Anníe Mist eins og hann hefur gert í miklu meira en áratug. „Ég vil líka þakka öllum sem komu til horfa og studdu við bakið á okkur þessa helgi. Ég veit að veðrið var ekki sem best en ég vona að þið hafið notið keppninnar,“ skrifaði Björgvin eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson)
CrossFit Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira