„Nú er tíminn fyrir stríð“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. október 2023 06:33 Vígreifur Netanyahu hafnaði alfarið áköllum um vopnahlé. AP/Abir Sultan Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað áköllum eftir vopnahléi á Gasa og segir frelsun eins af gíslunum sem Hamas tóku 7. október síðastliðinn sem sönnun þess að hægt sé að uppræta Hamas og endurheimta þá sem voru teknir. Forsætisráðherrann óskaði hernum og öryggisstofnuninni Shin Bet til hamingju í gær með að hafa tekist að frelsa hermanninn Ori Megidish. Tíðindunum var fagnað í Ísrael en á sama tíma birtu Hamas-liðar myndskeið sem sýndi þrjá gísla sem enn eru í haldi. Netanyahu sagði sókn Ísraelsher inn á Gasa opna á þann möguleika að frelsa gísla, sem eru taldir vera um 220 talsins. Hamas muni aðeins láta þá lausa undir þrýstingi en samtökin hafa sagst myndu frelsa gíslana gegn því að um 5.000 palestínskum föngum í fangelsum í Ísrael yrði sleppt. Hvað varðaði vopnahlé, sem fjöldi ríkja hefur nú kallað eftir, sagði Netanyahu að það þýddi aðeins uppgjöf gagnvart hryðjuverkum og villimennsku. „Það er ekki að fara að gerast. Biblían segir að það sé tími fyrir frið og tími fyrir stríð. Nú er tíminn fyrir stríð,“ sagði forsætisráðherrann. Hann kallaði Hamas-liða „skrímsli“ og sagði Ísraelsher myndu halda áfram að elta þá uppi. Á myndskeiðinu sem Hamas birti af gíslunum þremur ávarpa þeir meðal annars Netanyahu og segja að verið sé að refsa þeim fyrir hans pólitísku mistök. „Enginn kom, enginn heyrði í okkur,“ segir einn þeirra um daginn sem Hamas-liðar gerðu árásir á byggðir í Ísrael. Þá kölluðu gíslarnir eftir friði en gera má ráð fyrir að orð þeirra hafi sætt ritskoðun fangara þeirra. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Forsætisráðherrann óskaði hernum og öryggisstofnuninni Shin Bet til hamingju í gær með að hafa tekist að frelsa hermanninn Ori Megidish. Tíðindunum var fagnað í Ísrael en á sama tíma birtu Hamas-liðar myndskeið sem sýndi þrjá gísla sem enn eru í haldi. Netanyahu sagði sókn Ísraelsher inn á Gasa opna á þann möguleika að frelsa gísla, sem eru taldir vera um 220 talsins. Hamas muni aðeins láta þá lausa undir þrýstingi en samtökin hafa sagst myndu frelsa gíslana gegn því að um 5.000 palestínskum föngum í fangelsum í Ísrael yrði sleppt. Hvað varðaði vopnahlé, sem fjöldi ríkja hefur nú kallað eftir, sagði Netanyahu að það þýddi aðeins uppgjöf gagnvart hryðjuverkum og villimennsku. „Það er ekki að fara að gerast. Biblían segir að það sé tími fyrir frið og tími fyrir stríð. Nú er tíminn fyrir stríð,“ sagði forsætisráðherrann. Hann kallaði Hamas-liða „skrímsli“ og sagði Ísraelsher myndu halda áfram að elta þá uppi. Á myndskeiðinu sem Hamas birti af gíslunum þremur ávarpa þeir meðal annars Netanyahu og segja að verið sé að refsa þeim fyrir hans pólitísku mistök. „Enginn kom, enginn heyrði í okkur,“ segir einn þeirra um daginn sem Hamas-liðar gerðu árásir á byggðir í Ísrael. Þá kölluðu gíslarnir eftir friði en gera má ráð fyrir að orð þeirra hafi sætt ritskoðun fangara þeirra.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira