Telja að dómarinn sé vanhæfur Árni Sæberg skrifar 30. október 2023 11:06 Karl Ingi Vilbergsson sækir málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Vísir/Vilhelm Sækjandi í hryðjuverkamálinu svokallaða fór fram á það á föstudag að Daði Kristjánsson, dómari í málinu, viki sæti í því. Verjandi annars sakborninga segir kröfuna fráleita. „Krafan er gerð á þeim grundvelli að dómarinn sé vanhæfur, að hann sé búinn að taka efnislega afstöðu til sakargifta. Það veldur auðvitað ekki vanhæfi að vísa málinu frá,“ segir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, í samtali við Vísi. Ríkisútvarpið greindi frá því í morgun að hann hefði farið fram á að dómari viki sæti vegna þess að í úrskurði hans um frávísun málsins, sem síðar var snúið við í Landsrétti, fælist efnisleg afstaða til sakargifta. Í úrskurði dómara sagði að ef ákæruvaldið gæti ekki orðað háttsemi sem ákært er vegna af með skýrari hætti út frá gögnum málsins hlyti að þurfa að koma til sjálfstæðs endurmats ákæruvaldsins á grundvelli málssóknarinnar. Fráleit krafa „Við teljum hana giska fráleita. Til þess að súmmera þetta upp þá teljum við að í þessum frávísunarúrskurði, þeim seinni, felist engin afstaða til efnis málsins. Það sem dómarinn segir, eftir að hafa tætt í sig formhlið málsins, hvort hún væri rétt upp byggð og svoleiðis, þá segir hann einfaldlega að ef ákæruvaldið treystir sér ekki til að gefa út ákæru sem haldi, þá ætti ákæruvaldið að endurskoða grundvöll málsins,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar, sem sætir ákæru fyrir skipulagningu hryðjuverka. Þá segir hann að krafa saksóknara sé til þess fallin að tefja málið enn frekar. Daði Kristjánsson, dómari málsins, tekur sjálfur ákvörðun um eigið hæfi í málinu og skilar úrskurði þess efnis, eftir að málflutningur fer fram um kröfuna. Sú ákvörðun verður svo kæranleg til Landsréttar. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir Hryðjuverkamálið aftur í hérað: „Eins og handrit að Groundhog Day tvö“ Landsréttur hefur fellt úr gildi ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæru í hryðjuverkamálinu. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson verjandi eins af tveimur sakborningum málsins í samtali við Vísi. 23. október 2023 17:18 Kæra frávísun hryðjuverkaákærunnar Héraðssaksóknari hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Ákæru í málinu hefur í tvígang verið vísað frá vegna annmarka. 5. október 2023 21:17 Hryðjuverkaákærunni aftur vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi ákæru héraðssaksóknara á hendur tveimur karlmönnum fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Úrskurður var kveðinn upp á þriðja tímanum í dag. 2. október 2023 15:06 Segir fráleitt að ríkislögreglustjóri hafi reynt að hafa áhrif á dómara Í morgun steig fram Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgisson annars tveggja sakborninga í hinu svokallaða hryðjuverkamáli, og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sakar Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjón alþjóðasviðs, um að nota hættustig hryðjuverka til að þrýsta á dómara í málinu. Hann sagði brýnasta verkefnið að endurskoða frá grunni starfsemi ríkislögreglustjóra. 25. september 2023 14:40 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Sjá meira
„Krafan er gerð á þeim grundvelli að dómarinn sé vanhæfur, að hann sé búinn að taka efnislega afstöðu til sakargifta. Það veldur auðvitað ekki vanhæfi að vísa málinu frá,“ segir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, í samtali við Vísi. Ríkisútvarpið greindi frá því í morgun að hann hefði farið fram á að dómari viki sæti vegna þess að í úrskurði hans um frávísun málsins, sem síðar var snúið við í Landsrétti, fælist efnisleg afstaða til sakargifta. Í úrskurði dómara sagði að ef ákæruvaldið gæti ekki orðað háttsemi sem ákært er vegna af með skýrari hætti út frá gögnum málsins hlyti að þurfa að koma til sjálfstæðs endurmats ákæruvaldsins á grundvelli málssóknarinnar. Fráleit krafa „Við teljum hana giska fráleita. Til þess að súmmera þetta upp þá teljum við að í þessum frávísunarúrskurði, þeim seinni, felist engin afstaða til efnis málsins. Það sem dómarinn segir, eftir að hafa tætt í sig formhlið málsins, hvort hún væri rétt upp byggð og svoleiðis, þá segir hann einfaldlega að ef ákæruvaldið treystir sér ekki til að gefa út ákæru sem haldi, þá ætti ákæruvaldið að endurskoða grundvöll málsins,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar, sem sætir ákæru fyrir skipulagningu hryðjuverka. Þá segir hann að krafa saksóknara sé til þess fallin að tefja málið enn frekar. Daði Kristjánsson, dómari málsins, tekur sjálfur ákvörðun um eigið hæfi í málinu og skilar úrskurði þess efnis, eftir að málflutningur fer fram um kröfuna. Sú ákvörðun verður svo kæranleg til Landsréttar.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir Hryðjuverkamálið aftur í hérað: „Eins og handrit að Groundhog Day tvö“ Landsréttur hefur fellt úr gildi ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæru í hryðjuverkamálinu. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson verjandi eins af tveimur sakborningum málsins í samtali við Vísi. 23. október 2023 17:18 Kæra frávísun hryðjuverkaákærunnar Héraðssaksóknari hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Ákæru í málinu hefur í tvígang verið vísað frá vegna annmarka. 5. október 2023 21:17 Hryðjuverkaákærunni aftur vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi ákæru héraðssaksóknara á hendur tveimur karlmönnum fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Úrskurður var kveðinn upp á þriðja tímanum í dag. 2. október 2023 15:06 Segir fráleitt að ríkislögreglustjóri hafi reynt að hafa áhrif á dómara Í morgun steig fram Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgisson annars tveggja sakborninga í hinu svokallaða hryðjuverkamáli, og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sakar Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjón alþjóðasviðs, um að nota hættustig hryðjuverka til að þrýsta á dómara í málinu. Hann sagði brýnasta verkefnið að endurskoða frá grunni starfsemi ríkislögreglustjóra. 25. september 2023 14:40 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Sjá meira
Hryðjuverkamálið aftur í hérað: „Eins og handrit að Groundhog Day tvö“ Landsréttur hefur fellt úr gildi ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæru í hryðjuverkamálinu. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson verjandi eins af tveimur sakborningum málsins í samtali við Vísi. 23. október 2023 17:18
Kæra frávísun hryðjuverkaákærunnar Héraðssaksóknari hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Ákæru í málinu hefur í tvígang verið vísað frá vegna annmarka. 5. október 2023 21:17
Hryðjuverkaákærunni aftur vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi ákæru héraðssaksóknara á hendur tveimur karlmönnum fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Úrskurður var kveðinn upp á þriðja tímanum í dag. 2. október 2023 15:06
Segir fráleitt að ríkislögreglustjóri hafi reynt að hafa áhrif á dómara Í morgun steig fram Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgisson annars tveggja sakborninga í hinu svokallaða hryðjuverkamáli, og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sakar Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjón alþjóðasviðs, um að nota hættustig hryðjuverka til að þrýsta á dómara í málinu. Hann sagði brýnasta verkefnið að endurskoða frá grunni starfsemi ríkislögreglustjóra. 25. september 2023 14:40