Skyndiákvörðun Anníe og Katrínar Tönju vakti mikla lukku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2023 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir fengu mikil og góð viðbrögð frá áhorfendum þegar þær ákváðu að vera með. @anniethorisdottir Dave Castro, einn af hæstráðendum í CrossFit samtökunum, gefur okkur oft forvitnilegt innlit á bak við tjöldin á CrossFit mótum og hann sagði skemmtilega sögu af okkar konum á Rogue Invitational mótinu um helgina. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir fengu báðar boð um að vera með á Rogue Invitational í ár. Anníe þáði sitt boð en Katrín ákvað að taka sér frí eftir heimsleikana. Anníe hætti síðan við þátttöku eftir að hún komst að því að hún væri ólétt. Anníe og Katrín mættu samt báðar til Texas og fyrsta grein keppninnar, sem Tia-Clair Toomey vann í endurkomu sinni eftir barnsburð, kveikti heldur betur í okkar konum. Castro grínaðist með það að Frederik Ægidius hafi þurft halda aftur af þeim svo þær myndu ekki rjúka inn á keppnisgólfið. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Castro sagði líka að seinna um kvöldið hafi Anníe komið með hugmyndina að því að hún og Katrín yrðu með í Legends, sýningakeppni goðsagnanna, sem þær höfðu ekki planað áður. „Anníe snéri sér að Katrínu og sagði: Förum saman í Legends keppnina. Megum við það spurði Katrín og fékk strax jákvætt svar frá Caity Henniger,“ lýsti Dave Castro. „Þetta gerðist svo hratt að mínútu fyrir æfinguna þá vissu Anníe og Katrín varla í hvað þær voru að fara út í,“ skrifaði Castro. Þær fengu að vita það og keyrðu svo á þetta. Vinkonurnar ákváðu að taka þessa skyndiákvörðun og hún féll vel í kramið hjá áhorfendum enda margir aðdáendur íslensku heimsmeistaranna í þeim hópi. „Fólk stendur á fætur og reynir að koma auga á sitt uppáhald enda eru þetta fólkið sem hjálpaði að setja CrossFit íþróttina á kortið. Svo þegar þau koma auga á Anníe Þórisdóttur og Katrínu Tönju þá fer kliður um áhorfendaskarann,“ lýsti Castro í færslu sinni. Það má lesa þessa lýsingu og sjá myndir af okkar konum hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro CrossFit Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir fengu báðar boð um að vera með á Rogue Invitational í ár. Anníe þáði sitt boð en Katrín ákvað að taka sér frí eftir heimsleikana. Anníe hætti síðan við þátttöku eftir að hún komst að því að hún væri ólétt. Anníe og Katrín mættu samt báðar til Texas og fyrsta grein keppninnar, sem Tia-Clair Toomey vann í endurkomu sinni eftir barnsburð, kveikti heldur betur í okkar konum. Castro grínaðist með það að Frederik Ægidius hafi þurft halda aftur af þeim svo þær myndu ekki rjúka inn á keppnisgólfið. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Castro sagði líka að seinna um kvöldið hafi Anníe komið með hugmyndina að því að hún og Katrín yrðu með í Legends, sýningakeppni goðsagnanna, sem þær höfðu ekki planað áður. „Anníe snéri sér að Katrínu og sagði: Förum saman í Legends keppnina. Megum við það spurði Katrín og fékk strax jákvætt svar frá Caity Henniger,“ lýsti Dave Castro. „Þetta gerðist svo hratt að mínútu fyrir æfinguna þá vissu Anníe og Katrín varla í hvað þær voru að fara út í,“ skrifaði Castro. Þær fengu að vita það og keyrðu svo á þetta. Vinkonurnar ákváðu að taka þessa skyndiákvörðun og hún féll vel í kramið hjá áhorfendum enda margir aðdáendur íslensku heimsmeistaranna í þeim hópi. „Fólk stendur á fætur og reynir að koma auga á sitt uppáhald enda eru þetta fólkið sem hjálpaði að setja CrossFit íþróttina á kortið. Svo þegar þau koma auga á Anníe Þórisdóttur og Katrínu Tönju þá fer kliður um áhorfendaskarann,“ lýsti Castro í færslu sinni. Það má lesa þessa lýsingu og sjá myndir af okkar konum hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro
CrossFit Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira