Egill hvetur til lestrar og stillingar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. október 2023 16:57 Egill Helgason hvetur fólk til að kynna sér málavöxtu frekar en að stökkva fram með tal um að "alltaf hafi verið orðrómur.“ Vísir/Vilhelm Egill Helgason hvetur fólk til stillingar þegar kemur að umræðu um mál séra Friðriks Friðrikssonar og ásakanir sem á hann hafa verið bornar. Hann segist steinhissa á hversu margir hafi tjáð sig án þess að hafa lesið nýútkomna bók um Friðrik. Gríðarmikil umræða hefur skapast í samfélaginu um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM eftir viðtal sem Egill tók við Guðmund Magnússon sagnfræðing á dögunum. Guðmundur er höfundur nýrrar bókar um séra Friðrik þar sem greint er frá því að sá síðarnefndi hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsi fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Í viðtalinu við Egil sagðist Guðmundur næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. Steinhissa á hversu margir tjá sig án þess að hafa lesið bókina Í færslu á Facebook fyrir skömmu minnir Egill á að viðtal hans við Guðmund fjalli um bók sem sé fimm hundruð blaðsíður. „Þar er gríðarlega mikið af upplýsingum enda leitaði Guðmundur í bréfa- og skjalasöfn við vinnslu bókarinnar. Upp úr þessu hefur sprottið heilmikil umræða í samfélaginu. En ég er steinhissa á því hversu margir tjá sig án þess að hafa lesið bókina - ég hefði haldið að lestur hennar væri ákveðin forsenda á þessu stigi málsins. Að menn kynni sér málavöxtu í stað þess að stökkva fram með tal um að "alltaf hafi verið orðrómur,““ skrifar Egill. Þá segir Egill heldur ekki liggja á að „rífa niður styttu eða fá viðbrögð eða fordæmingu allra sem tengjast málinu.“ „Séra Friðrik hefur verið í gröfinni í 62 ár en bókin kom út núna í vikunni. Lesið hana - hún er grundvöllur þessarar umræðu ekki félagsmiðlarnir eða tilfinning fyrir því að hlutirnir hafi verið svona eða hinsegin.“ Mál séra Friðriks Friðrikssonar Félagasamtök Börn og uppeldi Trúmál Bókmenntir Tengdar fréttir „Eitt mest krípí shit sem ég hef heyrt lengi“ Tréstytta af nöktum dreng, sem kallast Drumbur, var í miklu uppáhaldi hjá séra Friðrik Friðrikssyni, stofnanda KFUM og K. Í síðasta viðtalinu sem tekið var við Friðrik sagði hann Drumb „mjög óþekkan“ og að hann „fengist ekki til að fara í að fara í nokkra spjör.“ Jón Gnarr gagnrýnir að styttan hafi fengið að standa í svokallaðri Friðriksstofu hjá KFUM. 28. október 2023 09:24 Ótrúlega algengt að styttur séu færðar Ekki er útilokað að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu, en fleiri hafa bæst í hóp þeirra sem vilja styttuna burt eftir að greint var frá því að hann hafi leitað á drengi. Sagnfræðingur segir alþekkt að styttur á Íslandi séu færðar. 27. október 2023 20:56 Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05 Segir séra Friðrik hafa leitað á dreng og káfað á honum Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. 25. október 2023 21:53 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira
Gríðarmikil umræða hefur skapast í samfélaginu um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM eftir viðtal sem Egill tók við Guðmund Magnússon sagnfræðing á dögunum. Guðmundur er höfundur nýrrar bókar um séra Friðrik þar sem greint er frá því að sá síðarnefndi hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsi fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Í viðtalinu við Egil sagðist Guðmundur næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. Steinhissa á hversu margir tjá sig án þess að hafa lesið bókina Í færslu á Facebook fyrir skömmu minnir Egill á að viðtal hans við Guðmund fjalli um bók sem sé fimm hundruð blaðsíður. „Þar er gríðarlega mikið af upplýsingum enda leitaði Guðmundur í bréfa- og skjalasöfn við vinnslu bókarinnar. Upp úr þessu hefur sprottið heilmikil umræða í samfélaginu. En ég er steinhissa á því hversu margir tjá sig án þess að hafa lesið bókina - ég hefði haldið að lestur hennar væri ákveðin forsenda á þessu stigi málsins. Að menn kynni sér málavöxtu í stað þess að stökkva fram með tal um að "alltaf hafi verið orðrómur,““ skrifar Egill. Þá segir Egill heldur ekki liggja á að „rífa niður styttu eða fá viðbrögð eða fordæmingu allra sem tengjast málinu.“ „Séra Friðrik hefur verið í gröfinni í 62 ár en bókin kom út núna í vikunni. Lesið hana - hún er grundvöllur þessarar umræðu ekki félagsmiðlarnir eða tilfinning fyrir því að hlutirnir hafi verið svona eða hinsegin.“
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Félagasamtök Börn og uppeldi Trúmál Bókmenntir Tengdar fréttir „Eitt mest krípí shit sem ég hef heyrt lengi“ Tréstytta af nöktum dreng, sem kallast Drumbur, var í miklu uppáhaldi hjá séra Friðrik Friðrikssyni, stofnanda KFUM og K. Í síðasta viðtalinu sem tekið var við Friðrik sagði hann Drumb „mjög óþekkan“ og að hann „fengist ekki til að fara í að fara í nokkra spjör.“ Jón Gnarr gagnrýnir að styttan hafi fengið að standa í svokallaðri Friðriksstofu hjá KFUM. 28. október 2023 09:24 Ótrúlega algengt að styttur séu færðar Ekki er útilokað að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu, en fleiri hafa bæst í hóp þeirra sem vilja styttuna burt eftir að greint var frá því að hann hafi leitað á drengi. Sagnfræðingur segir alþekkt að styttur á Íslandi séu færðar. 27. október 2023 20:56 Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05 Segir séra Friðrik hafa leitað á dreng og káfað á honum Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. 25. október 2023 21:53 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira
„Eitt mest krípí shit sem ég hef heyrt lengi“ Tréstytta af nöktum dreng, sem kallast Drumbur, var í miklu uppáhaldi hjá séra Friðrik Friðrikssyni, stofnanda KFUM og K. Í síðasta viðtalinu sem tekið var við Friðrik sagði hann Drumb „mjög óþekkan“ og að hann „fengist ekki til að fara í að fara í nokkra spjör.“ Jón Gnarr gagnrýnir að styttan hafi fengið að standa í svokallaðri Friðriksstofu hjá KFUM. 28. október 2023 09:24
Ótrúlega algengt að styttur séu færðar Ekki er útilokað að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu, en fleiri hafa bæst í hóp þeirra sem vilja styttuna burt eftir að greint var frá því að hann hafi leitað á drengi. Sagnfræðingur segir alþekkt að styttur á Íslandi séu færðar. 27. október 2023 20:56
Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05
Segir séra Friðrik hafa leitað á dreng og káfað á honum Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. 25. október 2023 21:53