Eru Bellingham og Kane bestu leikmenn heims um þessar mundir? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2023 22:31 Þessa tvo fær ekkert stöðvað um þessar mundir. Vísir/Getty Images Það var vissulega búist við miklu þegar Englendingarnir Harry Kane og Jude Bellingham færðu sig um set í sumar en það bjóst ef til vill enginn við því að leikmennirnir myndu finna taktinn jafn fljótt og raun ber vitni. Síðan Bellingam færði sig frá Borussia Dortmund í Þýskalandi til spænska stórveldisins Real Madríd var planið eflaust að hann myndi taka vð keflinu hjá félagi sem hefur verið með eina bestu miðju Evrópu undanfarin ár. Að Bellingham myndi taka við keflinu strax í fyrsta leik var eitthvað sem færri reiknuðu með. Þrátt fyrir að spila 42 leiki á síðustu leiktíð fyrir Dortmund var gefið til kynna að hann ætti við eymsli í hné að stríða og það gæti áfram hrjáð hann. Ef svo er þá hefur það ekki sést til þessa þar sem Bellingham virðist fæddur til að spila í hvítri treyju Real Madríd. Segja má að vera hans á Spáni sé draumi líkust til þessa en hann hefur skorað hvert sigurmarkið á fætur öðru fyrir félagið. Í fyrstu fjórum deildarleikjum sínum þá skoraði hann fimm mörk: Skoraði annað markið í 2-0 sigri á Athletic Bilbao. Skoraði tvö og gaf eina stoðsendingu í 3-1 sigri á Almería. Skoraði sigurmark gegn Celta de Vigo á 81. mínútu. Skoraði einnig sigurmark gegn Getafe á 90. mínútu. Í Meistaradeildinni var það sama upp á teningnum: Skoraði eina markið í 1-0 sigri á Union Berlín. Markið skoraði hann á 94. mínútu. Skoraði eitt og lagði upp annað í 3-2 sigri á Napolí. Skoraði seinna markið í 2-1 sigri á Braga. JUDE BELLINGHAM AGAIN pic.twitter.com/yy59D29kyr— B/R Football (@brfootball) October 28, 2023 Í dag fóru Bellingham og félagar á Nývang í Katalóníu þar sem þeir mættu erkifjendum sínum í Barcelona. Eftir að İlkay Gündoğan kom Börsungum yfir snemma leiks var komið að Jude og hans hæfileikum. Á 68. mínútu jafnaði hann metin með ótrúlegu skoti lengst fyrir utan teig. Það var svo þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem hann fékk sendingu í gegnum vörn Barcelona frá Luka Modrić og tryggði Real í kjölfarið ótrúlegan 2-1 sigur. Til þessa hefur Jude Bellingham skorað 13 mörk og gefið 3 stoðsendingar í treyju Real Madríd. Harry Kane, samherji Bellingham í enska landsliðinu, færði sig einnig um set í sumar. Kane fór frá Tottenham Hotspur til Þýskalandsmeistara Bayern München. Hafandi spilað allan sinn feril á Englandi og orðinn þetta gamall - þrítugur - þá voru ekki öll seld á að Kane myndi raða inn mörkunum í Þýskalandi. Hann hefur hins vegar verið einn mesti markaskorari Evrópu undanfarin ár og það kom því ekki á óvart þegar hann fór að raða inn fyrir Bayern. Hversu mörg mörkin eru, hversu glæsileg þau eru og hversu margar stoðsendingar hann hefur gefið hefur hins vegar komið á óvart. GOAL | Bayern Munich 5-0 Darmstadt | Harry KaneHARRY KANE JUST SCORED THE GOAL OF THE YEAR!!!!pic.twitter.com/fj4pwDBSMk— Tekkers Foot (@tekkersfoot) October 28, 2023 Kane reimaði á sig markaskóna strax í fyrsta leik og hefur ekki farið úr þeim síðan. Sem stendur hefur hann spilað 13 leiki fyrir Bayern, skorað 14 mörk og gefið 7 stoðsendingar. Þegar þetta er skrifað eru Bellingham og Kane helstu ástæður þess að Real og Bayern eru í toppsætunum heima fyrir. Bayer Leverkusen getur þó skemmt það með sigri á morgun, sunnudag, en líkt og Bayern á liðið enn eftir að tapa leik í þýsku úrvalsdeildinni. Fótbolti Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Síðan Bellingam færði sig frá Borussia Dortmund í Þýskalandi til spænska stórveldisins Real Madríd var planið eflaust að hann myndi taka vð keflinu hjá félagi sem hefur verið með eina bestu miðju Evrópu undanfarin ár. Að Bellingham myndi taka við keflinu strax í fyrsta leik var eitthvað sem færri reiknuðu með. Þrátt fyrir að spila 42 leiki á síðustu leiktíð fyrir Dortmund var gefið til kynna að hann ætti við eymsli í hné að stríða og það gæti áfram hrjáð hann. Ef svo er þá hefur það ekki sést til þessa þar sem Bellingham virðist fæddur til að spila í hvítri treyju Real Madríd. Segja má að vera hans á Spáni sé draumi líkust til þessa en hann hefur skorað hvert sigurmarkið á fætur öðru fyrir félagið. Í fyrstu fjórum deildarleikjum sínum þá skoraði hann fimm mörk: Skoraði annað markið í 2-0 sigri á Athletic Bilbao. Skoraði tvö og gaf eina stoðsendingu í 3-1 sigri á Almería. Skoraði sigurmark gegn Celta de Vigo á 81. mínútu. Skoraði einnig sigurmark gegn Getafe á 90. mínútu. Í Meistaradeildinni var það sama upp á teningnum: Skoraði eina markið í 1-0 sigri á Union Berlín. Markið skoraði hann á 94. mínútu. Skoraði eitt og lagði upp annað í 3-2 sigri á Napolí. Skoraði seinna markið í 2-1 sigri á Braga. JUDE BELLINGHAM AGAIN pic.twitter.com/yy59D29kyr— B/R Football (@brfootball) October 28, 2023 Í dag fóru Bellingham og félagar á Nývang í Katalóníu þar sem þeir mættu erkifjendum sínum í Barcelona. Eftir að İlkay Gündoğan kom Börsungum yfir snemma leiks var komið að Jude og hans hæfileikum. Á 68. mínútu jafnaði hann metin með ótrúlegu skoti lengst fyrir utan teig. Það var svo þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem hann fékk sendingu í gegnum vörn Barcelona frá Luka Modrić og tryggði Real í kjölfarið ótrúlegan 2-1 sigur. Til þessa hefur Jude Bellingham skorað 13 mörk og gefið 3 stoðsendingar í treyju Real Madríd. Harry Kane, samherji Bellingham í enska landsliðinu, færði sig einnig um set í sumar. Kane fór frá Tottenham Hotspur til Þýskalandsmeistara Bayern München. Hafandi spilað allan sinn feril á Englandi og orðinn þetta gamall - þrítugur - þá voru ekki öll seld á að Kane myndi raða inn mörkunum í Þýskalandi. Hann hefur hins vegar verið einn mesti markaskorari Evrópu undanfarin ár og það kom því ekki á óvart þegar hann fór að raða inn fyrir Bayern. Hversu mörg mörkin eru, hversu glæsileg þau eru og hversu margar stoðsendingar hann hefur gefið hefur hins vegar komið á óvart. GOAL | Bayern Munich 5-0 Darmstadt | Harry KaneHARRY KANE JUST SCORED THE GOAL OF THE YEAR!!!!pic.twitter.com/fj4pwDBSMk— Tekkers Foot (@tekkersfoot) October 28, 2023 Kane reimaði á sig markaskóna strax í fyrsta leik og hefur ekki farið úr þeim síðan. Sem stendur hefur hann spilað 13 leiki fyrir Bayern, skorað 14 mörk og gefið 7 stoðsendingar. Þegar þetta er skrifað eru Bellingham og Kane helstu ástæður þess að Real og Bayern eru í toppsætunum heima fyrir. Bayer Leverkusen getur þó skemmt það með sigri á morgun, sunnudag, en líkt og Bayern á liðið enn eftir að tapa leik í þýsku úrvalsdeildinni.
Fótbolti Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira