Þrjú rauð, þrenna og mark fyrir aftan miðju er Bayern valtaði yfir Darmstadt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. október 2023 15:32 Harry Kane hlóð í þrennu fyrir Bayern í dag. Markus Gilliar - GES Sportfoto/Getty Images Það er óhætt að segja að leikur Bayern München og Darmstadt í þýsku úrvalsdeildinni hafi boðið upp á mikla skemmtun í dag. Þýsku meistararnir skoruðu átta mörk í seinni hálfleik og unnu 8-0, en í fyrri hálfleik fóru þrjú rauð spjöld á loft. Útlitið var hins vegar ekki mjög gott fyrir heimamenn í Bayern í upphafi leiks því strax á fjórðu mínútu nældi Joshua Kimmich sér í beint rautt spjald. Bæjarar þurftu þó ekki að spila lengi manni færri því aðeins rúmum stundarfjórðungi síðar fékk Klaus Gjasula að líta beint rautt spjald í liði gestanna. Matej Maglica fékk svo að líta þriðja beina rauða spjald leiksins þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en staðan var enn markalaus er liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo loksins á 51. mínútu að heimamenn í Bayern náðu loksins að brjóta ísinn er Harry Kane kom bolatnum í netið eftir stoðsendingu frá Noussair Mazraoui. Við það opnuðust allar flóðgáttir og Leroy Sane tvöfaldaði forystu liðsins fimm mínútum síðar. Á 60. mínútu var staðan orðin 3-0 þegar Jamal Musiala skoraði eftir stoðsendingu frá Harry Kane og Leroy Sane bætti öðru marki sínu við á 64. mínútu. Fimm mínútum síðar skoraði áðurnefndur Harry Kane sitt annað mark í leiknum og fimmta mark Bayern, en í þetta sinn var markið af dýrari gerðinni. Enski framherjinn lét þá vaða fyrir aftan miðju og setti boltann í netið yfir Marcel Schuhen sem stóð of framarlega í marki Darmstad. ⚽️🇩🇪 GOAL | Bayern Munich 5-0 Darmstadt | Harry KaneHARRY KANE JUST SCORED THE GOAL OF THE YEAR!!!!pic.twitter.com/fj4pwDBSMk— Tekkers Foot (@tekkersfoot) October 28, 2023 Thomas Müller skoraði svo sjötta mark Bayern á 71. mínútu áður en Jamal Musiala bætti öðru marki sínu við fimm mínútum síðar. Heimamenn voru þó ekki hættir því títtnefndur Kane fullkomnaði þrennu sína með marki á 88. mínútu og niðurstaðan því 8-0 sigur Bayern München. Með sigrinum lyftir Bayern München sér í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 23 stig eftir níu leiki, einu stigi meira en Bayer Leverkusen sem á leik til góða. Darmstadt situr hins vegar í 14. sæti með sjö stig. Þýski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Sjá meira
Útlitið var hins vegar ekki mjög gott fyrir heimamenn í Bayern í upphafi leiks því strax á fjórðu mínútu nældi Joshua Kimmich sér í beint rautt spjald. Bæjarar þurftu þó ekki að spila lengi manni færri því aðeins rúmum stundarfjórðungi síðar fékk Klaus Gjasula að líta beint rautt spjald í liði gestanna. Matej Maglica fékk svo að líta þriðja beina rauða spjald leiksins þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en staðan var enn markalaus er liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo loksins á 51. mínútu að heimamenn í Bayern náðu loksins að brjóta ísinn er Harry Kane kom bolatnum í netið eftir stoðsendingu frá Noussair Mazraoui. Við það opnuðust allar flóðgáttir og Leroy Sane tvöfaldaði forystu liðsins fimm mínútum síðar. Á 60. mínútu var staðan orðin 3-0 þegar Jamal Musiala skoraði eftir stoðsendingu frá Harry Kane og Leroy Sane bætti öðru marki sínu við á 64. mínútu. Fimm mínútum síðar skoraði áðurnefndur Harry Kane sitt annað mark í leiknum og fimmta mark Bayern, en í þetta sinn var markið af dýrari gerðinni. Enski framherjinn lét þá vaða fyrir aftan miðju og setti boltann í netið yfir Marcel Schuhen sem stóð of framarlega í marki Darmstad. ⚽️🇩🇪 GOAL | Bayern Munich 5-0 Darmstadt | Harry KaneHARRY KANE JUST SCORED THE GOAL OF THE YEAR!!!!pic.twitter.com/fj4pwDBSMk— Tekkers Foot (@tekkersfoot) October 28, 2023 Thomas Müller skoraði svo sjötta mark Bayern á 71. mínútu áður en Jamal Musiala bætti öðru marki sínu við fimm mínútum síðar. Heimamenn voru þó ekki hættir því títtnefndur Kane fullkomnaði þrennu sína með marki á 88. mínútu og niðurstaðan því 8-0 sigur Bayern München. Með sigrinum lyftir Bayern München sér í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 23 stig eftir níu leiki, einu stigi meira en Bayer Leverkusen sem á leik til góða. Darmstadt situr hins vegar í 14. sæti með sjö stig.
Þýski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Sjá meira