Þrjú rauð, þrenna og mark fyrir aftan miðju er Bayern valtaði yfir Darmstadt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. október 2023 15:32 Harry Kane hlóð í þrennu fyrir Bayern í dag. Markus Gilliar - GES Sportfoto/Getty Images Það er óhætt að segja að leikur Bayern München og Darmstadt í þýsku úrvalsdeildinni hafi boðið upp á mikla skemmtun í dag. Þýsku meistararnir skoruðu átta mörk í seinni hálfleik og unnu 8-0, en í fyrri hálfleik fóru þrjú rauð spjöld á loft. Útlitið var hins vegar ekki mjög gott fyrir heimamenn í Bayern í upphafi leiks því strax á fjórðu mínútu nældi Joshua Kimmich sér í beint rautt spjald. Bæjarar þurftu þó ekki að spila lengi manni færri því aðeins rúmum stundarfjórðungi síðar fékk Klaus Gjasula að líta beint rautt spjald í liði gestanna. Matej Maglica fékk svo að líta þriðja beina rauða spjald leiksins þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en staðan var enn markalaus er liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo loksins á 51. mínútu að heimamenn í Bayern náðu loksins að brjóta ísinn er Harry Kane kom bolatnum í netið eftir stoðsendingu frá Noussair Mazraoui. Við það opnuðust allar flóðgáttir og Leroy Sane tvöfaldaði forystu liðsins fimm mínútum síðar. Á 60. mínútu var staðan orðin 3-0 þegar Jamal Musiala skoraði eftir stoðsendingu frá Harry Kane og Leroy Sane bætti öðru marki sínu við á 64. mínútu. Fimm mínútum síðar skoraði áðurnefndur Harry Kane sitt annað mark í leiknum og fimmta mark Bayern, en í þetta sinn var markið af dýrari gerðinni. Enski framherjinn lét þá vaða fyrir aftan miðju og setti boltann í netið yfir Marcel Schuhen sem stóð of framarlega í marki Darmstad. ⚽️🇩🇪 GOAL | Bayern Munich 5-0 Darmstadt | Harry KaneHARRY KANE JUST SCORED THE GOAL OF THE YEAR!!!!pic.twitter.com/fj4pwDBSMk— Tekkers Foot (@tekkersfoot) October 28, 2023 Thomas Müller skoraði svo sjötta mark Bayern á 71. mínútu áður en Jamal Musiala bætti öðru marki sínu við fimm mínútum síðar. Heimamenn voru þó ekki hættir því títtnefndur Kane fullkomnaði þrennu sína með marki á 88. mínútu og niðurstaðan því 8-0 sigur Bayern München. Með sigrinum lyftir Bayern München sér í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 23 stig eftir níu leiki, einu stigi meira en Bayer Leverkusen sem á leik til góða. Darmstadt situr hins vegar í 14. sæti með sjö stig. Þýski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Sjá meira
Útlitið var hins vegar ekki mjög gott fyrir heimamenn í Bayern í upphafi leiks því strax á fjórðu mínútu nældi Joshua Kimmich sér í beint rautt spjald. Bæjarar þurftu þó ekki að spila lengi manni færri því aðeins rúmum stundarfjórðungi síðar fékk Klaus Gjasula að líta beint rautt spjald í liði gestanna. Matej Maglica fékk svo að líta þriðja beina rauða spjald leiksins þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en staðan var enn markalaus er liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo loksins á 51. mínútu að heimamenn í Bayern náðu loksins að brjóta ísinn er Harry Kane kom bolatnum í netið eftir stoðsendingu frá Noussair Mazraoui. Við það opnuðust allar flóðgáttir og Leroy Sane tvöfaldaði forystu liðsins fimm mínútum síðar. Á 60. mínútu var staðan orðin 3-0 þegar Jamal Musiala skoraði eftir stoðsendingu frá Harry Kane og Leroy Sane bætti öðru marki sínu við á 64. mínútu. Fimm mínútum síðar skoraði áðurnefndur Harry Kane sitt annað mark í leiknum og fimmta mark Bayern, en í þetta sinn var markið af dýrari gerðinni. Enski framherjinn lét þá vaða fyrir aftan miðju og setti boltann í netið yfir Marcel Schuhen sem stóð of framarlega í marki Darmstad. ⚽️🇩🇪 GOAL | Bayern Munich 5-0 Darmstadt | Harry KaneHARRY KANE JUST SCORED THE GOAL OF THE YEAR!!!!pic.twitter.com/fj4pwDBSMk— Tekkers Foot (@tekkersfoot) October 28, 2023 Thomas Müller skoraði svo sjötta mark Bayern á 71. mínútu áður en Jamal Musiala bætti öðru marki sínu við fimm mínútum síðar. Heimamenn voru þó ekki hættir því títtnefndur Kane fullkomnaði þrennu sína með marki á 88. mínútu og niðurstaðan því 8-0 sigur Bayern München. Með sigrinum lyftir Bayern München sér í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 23 stig eftir níu leiki, einu stigi meira en Bayer Leverkusen sem á leik til góða. Darmstadt situr hins vegar í 14. sæti með sjö stig.
Þýski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Sjá meira