„Ótrúlega aumingjalegt“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. október 2023 12:41 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. Jórdanía lagði í gær fram ályktun um mannúðarhlé á Gasa og 45 lönd studdu hana óbreytta. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu, en þar var lögð áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Upphaflega tillagan var því samþykkt að lokum og greiddu 120 lönd atkvæði með tillögunni. Samkvæmt utanríkisráðuneytinu hefði Ísland hefði stutt tillöguna ef breytingin hefði náð fram að ganga. „Aum afsökun“ Þingmaður Pírata segir um afstöðleysi að ræða. „Gagnvart þeirri risavöxnu mannúðarkrísu sem er að eiga sér stað núna á Gasa. Það að sitja hjá þýðir að þú tekur ekki afstöðu gagnvart því sem er öllum augljóst: Það verður að koma á vopnahléi strax, það verður að koma vistum og nauðsynlegri hjálp til íbúa á Gasa strax. Það er ótrúlega sorglegt og skammarlegt að ríkisstjórn Íslands hafi ekki fengist til að kalla eftir tafarlausu vopnahléi, til þess að hægt sé að bjarga lífum og koma á lágmarksmannúð á Gasa,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum. Í tillögunni hafi þegar verið að finna skýra fordæmingu á árásir á almenna borgara, sama hvaðan þær koma. „Það er ótrúlega aum afsökun að fyrst að ítrustu kröfum Íslands um fordæmingu á árásum Hamas var ekki mætt, þá geti þau ekki kallað eftir vopnahléi til að bjarga lífum. Það er ótrúlega aumingjalegt.“ Afstaða Íslands birtist í atkvæðum þess Í færslu sem Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra birti á Facebook í dag sagði að krafa Íslands um tafarlaust mannúðarhlé væri skýr, þrátt fyrir að ekki hafi náðst samstaða á þinginu um fordæmingu hryðjuverka. Þórhildur Sunna segir afstöðu Íslands fyrst og síðast birtast í því hvernig við greiðum atkvæði. „Og þegar við sitjum hjá í jafn mikilvægu máli og þessu þá höfum við tekið afstöðu gegn mannúð, og það er ótrúlega sorglegt að verað vitni að því,“ segir Þórhildur Sunna. Hún vilji gefa stjórnarliðum tækifæri til að standa með því sem hún voni að sé sannfæring þeirra, með því að gerast meðflutningsmenn að þingsályktun sem felur utanríkisráðherra að fordæma árásir Ísraelshers á Gasa, og kalla eftir tafarlausu vopnahléi. Þórhildur Sunna segist telja að afstaða Íslands í atkvæðagreiðslunni í gær skýrist fyrst og fremst af meðvirkni við Bandaríkin. „Og Bjarni Benediktsson þorir ekki að gera neitt sem er í andstöðu við vilja Bandaríkjanna, það er það eina sem mér dettur í hug,“ segir Þórhildur Sunna. Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Píratar Tengdar fréttir Ísland greiddi ekki atkvæði með tillögu um vopnahlé á Gasa Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi tekist að ná samstöðu um texta ályktunarinnar. 27. október 2023 22:03 Stöðugar árásir og óreiða á Gasaströndinni Ísraelar gerðu í gærkvöldi umfangsmestu loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina frá því stríðið milli þeirra og Hamas-samtakanna hófst. Samhliða því var rafmagn, net- og símasamband tekið af svæðinu og hermenn sendir inn. 28. október 2023 10:01 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Sjá meira
Jórdanía lagði í gær fram ályktun um mannúðarhlé á Gasa og 45 lönd studdu hana óbreytta. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu, en þar var lögð áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Upphaflega tillagan var því samþykkt að lokum og greiddu 120 lönd atkvæði með tillögunni. Samkvæmt utanríkisráðuneytinu hefði Ísland hefði stutt tillöguna ef breytingin hefði náð fram að ganga. „Aum afsökun“ Þingmaður Pírata segir um afstöðleysi að ræða. „Gagnvart þeirri risavöxnu mannúðarkrísu sem er að eiga sér stað núna á Gasa. Það að sitja hjá þýðir að þú tekur ekki afstöðu gagnvart því sem er öllum augljóst: Það verður að koma á vopnahléi strax, það verður að koma vistum og nauðsynlegri hjálp til íbúa á Gasa strax. Það er ótrúlega sorglegt og skammarlegt að ríkisstjórn Íslands hafi ekki fengist til að kalla eftir tafarlausu vopnahléi, til þess að hægt sé að bjarga lífum og koma á lágmarksmannúð á Gasa,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum. Í tillögunni hafi þegar verið að finna skýra fordæmingu á árásir á almenna borgara, sama hvaðan þær koma. „Það er ótrúlega aum afsökun að fyrst að ítrustu kröfum Íslands um fordæmingu á árásum Hamas var ekki mætt, þá geti þau ekki kallað eftir vopnahléi til að bjarga lífum. Það er ótrúlega aumingjalegt.“ Afstaða Íslands birtist í atkvæðum þess Í færslu sem Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra birti á Facebook í dag sagði að krafa Íslands um tafarlaust mannúðarhlé væri skýr, þrátt fyrir að ekki hafi náðst samstaða á þinginu um fordæmingu hryðjuverka. Þórhildur Sunna segir afstöðu Íslands fyrst og síðast birtast í því hvernig við greiðum atkvæði. „Og þegar við sitjum hjá í jafn mikilvægu máli og þessu þá höfum við tekið afstöðu gegn mannúð, og það er ótrúlega sorglegt að verað vitni að því,“ segir Þórhildur Sunna. Hún vilji gefa stjórnarliðum tækifæri til að standa með því sem hún voni að sé sannfæring þeirra, með því að gerast meðflutningsmenn að þingsályktun sem felur utanríkisráðherra að fordæma árásir Ísraelshers á Gasa, og kalla eftir tafarlausu vopnahléi. Þórhildur Sunna segist telja að afstaða Íslands í atkvæðagreiðslunni í gær skýrist fyrst og fremst af meðvirkni við Bandaríkin. „Og Bjarni Benediktsson þorir ekki að gera neitt sem er í andstöðu við vilja Bandaríkjanna, það er það eina sem mér dettur í hug,“ segir Þórhildur Sunna.
Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Píratar Tengdar fréttir Ísland greiddi ekki atkvæði með tillögu um vopnahlé á Gasa Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi tekist að ná samstöðu um texta ályktunarinnar. 27. október 2023 22:03 Stöðugar árásir og óreiða á Gasaströndinni Ísraelar gerðu í gærkvöldi umfangsmestu loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina frá því stríðið milli þeirra og Hamas-samtakanna hófst. Samhliða því var rafmagn, net- og símasamband tekið af svæðinu og hermenn sendir inn. 28. október 2023 10:01 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Sjá meira
Ísland greiddi ekki atkvæði með tillögu um vopnahlé á Gasa Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi tekist að ná samstöðu um texta ályktunarinnar. 27. október 2023 22:03
Stöðugar árásir og óreiða á Gasaströndinni Ísraelar gerðu í gærkvöldi umfangsmestu loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina frá því stríðið milli þeirra og Hamas-samtakanna hófst. Samhliða því var rafmagn, net- og símasamband tekið af svæðinu og hermenn sendir inn. 28. október 2023 10:01