Þetta segir í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka. Þar segir að Barbara Inga hafi áður starfað sem „Global Head of Regulatory Change“ hjá Deutsche Bank, þar sem hún hafi borið ábyrgð á meðferð reglubreytinga og áhersla þar meðal annars lögð á að greina tækifæri sem breytingarnar höfðu á starfsemi bankans.
Barbara Inga hafi starfað hjá Wells Fargo og fyrir bæði breska fjármálaeftirlitið (FCA) sem og það íslenska (FME). Barbara hafi komið til liðs við Íslandsbanka á haustdögum þar sem hún hafi unnið að umbótaverkefnum. Hún taki við starfi framkvæmdastjóra regluvörslu 1. nóvember næstkomandi.
Barbara sé með BA og meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og LL.M í „International Financial Law“ frá King's College London.
Barbara taki við af Rakel Ásgeirsdóttur, sem hafi verið ráðin forstöðumaður inn á skrifstofu bankastjóra. Hún tók við starfi regluvarðar í apríl síðastliðnum.