Ákærður fyrir morð og tilraun til morðs við Neuschwanstein Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2023 08:50 Ferðamaður staddur á Marienbrücke þangað sem margir leita til að ná góðu útsýni af Neuschwanstein-kastalanum fræga. EPA Þrjátíu og eins árs gamall Bandaríkjamaður hefur verið ákærður fyrir morð á konu og tilraun til morðs á annarri konu nærri Neuschwanstein-kastalanum í Bæjaralandi í Þýskalandi fyrir um fjórum mánuðum. Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi hrint konunum ofan í fimmtíu metra djúpt gljúfur þann 14. júní síðastliðinn. Önnur kvennanna lést en hin slasaðist alvarlega. Konurnar tvær voru í gönguferð í Þýskalandi eftir að hafa útskrifast úr háskóla. Í frétt DW er haft eftir saksóknurum að maðurinn sé sakaður um að hafa vísvitandi beint konunum tveimur að útsýnisstað, nokkrum metrum frá gönguleiðinni. Þar hafi hann svo ýtt konunum niður í gljúfrið. Fram kemur að eftir að maðurinn hafði sannfært konurnar um að fylgja sér að útsýnisstaðnum þar sem hann er sagður hafa ýtt við yngri konunni, sem var 21 árs, og reynt að afklæða hana. Þegar sú eldri, sem er 22 ára, reyndi að stöðva manninn er hann sagður hafa ýtt henni niður gljúfrið. Atvikið átti sér stað ekki langt frá Marienbrücke, skammt frá Neuschwanstein-kastalanum syðst í Bæjaralandi.EPA Maðurinn hafi svo þrengt að öndunarvegi yngri konunnar þar til að hún missti meðvitund, nauðgað henni og svo ýtt henni niður líka. Eldri konan komst lífs af en slasaðist alvarlega, en sú yngri var flutt með þyrlu á sjúkrahús þar sem hún var lést af sárum sínum. Maðurinn er einnig ákærður fyrir kynferðisbrot, líkamsmeiðingar og vörslu barnakláms. Ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð hefst í málinu. Neuschwanstein er að finna nærri bænum Hohenschwangau, sunnarlega í Bæjaralandi og þykir einn fallegasti kastali í heimi, enda sækja þangað um ein og hálf milljón manna á ári hverju. Lúðvík II konungur lét reisa kastalann á sínum tíma og flutti loks inn 1886. Hann lést þó skömmu síðar. Skreytingar kastaland voru tileinkaðar verkum tónskáldsins Richard Wagner. Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Kona látin eftir árás við Neuschwanstein-kastala Kona er látin og önnur særð eftir árás manns nærri Neuschwanstein-kastala í suðurhluta Þýskalands, einum vinsælasta ferðamannastað landsins. 15. júní 2023 13:25 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi hrint konunum ofan í fimmtíu metra djúpt gljúfur þann 14. júní síðastliðinn. Önnur kvennanna lést en hin slasaðist alvarlega. Konurnar tvær voru í gönguferð í Þýskalandi eftir að hafa útskrifast úr háskóla. Í frétt DW er haft eftir saksóknurum að maðurinn sé sakaður um að hafa vísvitandi beint konunum tveimur að útsýnisstað, nokkrum metrum frá gönguleiðinni. Þar hafi hann svo ýtt konunum niður í gljúfrið. Fram kemur að eftir að maðurinn hafði sannfært konurnar um að fylgja sér að útsýnisstaðnum þar sem hann er sagður hafa ýtt við yngri konunni, sem var 21 árs, og reynt að afklæða hana. Þegar sú eldri, sem er 22 ára, reyndi að stöðva manninn er hann sagður hafa ýtt henni niður gljúfrið. Atvikið átti sér stað ekki langt frá Marienbrücke, skammt frá Neuschwanstein-kastalanum syðst í Bæjaralandi.EPA Maðurinn hafi svo þrengt að öndunarvegi yngri konunnar þar til að hún missti meðvitund, nauðgað henni og svo ýtt henni niður líka. Eldri konan komst lífs af en slasaðist alvarlega, en sú yngri var flutt með þyrlu á sjúkrahús þar sem hún var lést af sárum sínum. Maðurinn er einnig ákærður fyrir kynferðisbrot, líkamsmeiðingar og vörslu barnakláms. Ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð hefst í málinu. Neuschwanstein er að finna nærri bænum Hohenschwangau, sunnarlega í Bæjaralandi og þykir einn fallegasti kastali í heimi, enda sækja þangað um ein og hálf milljón manna á ári hverju. Lúðvík II konungur lét reisa kastalann á sínum tíma og flutti loks inn 1886. Hann lést þó skömmu síðar. Skreytingar kastaland voru tileinkaðar verkum tónskáldsins Richard Wagner.
Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Kona látin eftir árás við Neuschwanstein-kastala Kona er látin og önnur særð eftir árás manns nærri Neuschwanstein-kastala í suðurhluta Þýskalands, einum vinsælasta ferðamannastað landsins. 15. júní 2023 13:25 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Kona látin eftir árás við Neuschwanstein-kastala Kona er látin og önnur særð eftir árás manns nærri Neuschwanstein-kastala í suðurhluta Þýskalands, einum vinsælasta ferðamannastað landsins. 15. júní 2023 13:25