Hafa áhyggjur af Haukaliðinu: „Mér finnst þær ekki glaðar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2023 11:01 Tinna Guðrún Alexandersdóttir er ein af leikmönnum Hauka sem hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit undanfarið. Vísir/Vilhelm Haukakonur eru bara í sjötta sæti Subway deildar kvenna í körfubolta eftir fyrstu sex leikina sem kemur mörgum mikið á óvart. Körfuboltakvöld ræddi gengi liðsins. „Haukaliðið leit ekki vel út í gær. Við höfum séð mismunandi frammistöðu hjá þeim. Þær voru frábærar á móti Val á Hlíðarenda fyrir nokkrum vikum en aðra duttu þær niður á móti Njarðvík. Þurfum við að hafa áhyggjur af þessu Haukaliði,“ spurði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltkvölds kvenna. „Já ég held það alveg smá. Mér finnst þær ekki glaðar og það er ekki gaman hjá þeim. Þær eru ekki duglegar. Það er ein og ein sem er að gefa allt sitt í þetta en heilt yfir þá held ég að við þurfum að afa smá áhyggjur,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Haukarnir hafa aðeins unnið þrjá af fyrstu sex leikjum tímabilsins og töpuðu á móti Grindavík á heimavelli sínum í síðasta leik. „Það sem mér finnst mesta áhyggjuefnið í þessu er að Lovísa (Henningsdóttir), Þóra (Kristín Jónsdóttir) og Tinna (Guðrún Alexandersdóttir) eru með rosalega fá stig í þessum leik. Við þurfum meira frá þeim. Þóra er leikstjórnandi hjá þeim og hún getur líka stjórnað þessu. Ég vil sjá hana stjórna þessu aðeins betur,“ sagði Ingibjörg. „Ég held að það trufli Þóru aðeins að hún er ekki að sjá um sóknarleikinn sjálf. Hún þekkir ekki alveg sitt hlutverk og það lækkar sjálfstraustið hjá henni,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Þær eru síðan á því að Keira Robinson sé of mikið með boltann. „Þessar stelpur, Þóra, Lovísa, Solla (Sólrún Inga Gísladóttir), Rósa (Björk Pétursdóttir). Þær eru búnar að spila saman síðan þær voru í yngri flokkum en það er ekkert ‚chemistry',“ sagði Ólöf Helga. „Það er mjög skrýtið,“ sagði Ingibjörg. „Þetta eru góðir skotmenn sem hafa verið með fimmtíu prósent skotnýtingu á tímabili en geta ekki keypt sér sniðskot núna,“ sagði Ólöf. Það má horfa á umræðuna um Haukaliðið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Umræða um Haukaliðið Subway-deild kvenna Haukar Körfuboltakvöld Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
„Haukaliðið leit ekki vel út í gær. Við höfum séð mismunandi frammistöðu hjá þeim. Þær voru frábærar á móti Val á Hlíðarenda fyrir nokkrum vikum en aðra duttu þær niður á móti Njarðvík. Þurfum við að hafa áhyggjur af þessu Haukaliði,“ spurði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltkvölds kvenna. „Já ég held það alveg smá. Mér finnst þær ekki glaðar og það er ekki gaman hjá þeim. Þær eru ekki duglegar. Það er ein og ein sem er að gefa allt sitt í þetta en heilt yfir þá held ég að við þurfum að afa smá áhyggjur,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Haukarnir hafa aðeins unnið þrjá af fyrstu sex leikjum tímabilsins og töpuðu á móti Grindavík á heimavelli sínum í síðasta leik. „Það sem mér finnst mesta áhyggjuefnið í þessu er að Lovísa (Henningsdóttir), Þóra (Kristín Jónsdóttir) og Tinna (Guðrún Alexandersdóttir) eru með rosalega fá stig í þessum leik. Við þurfum meira frá þeim. Þóra er leikstjórnandi hjá þeim og hún getur líka stjórnað þessu. Ég vil sjá hana stjórna þessu aðeins betur,“ sagði Ingibjörg. „Ég held að það trufli Þóru aðeins að hún er ekki að sjá um sóknarleikinn sjálf. Hún þekkir ekki alveg sitt hlutverk og það lækkar sjálfstraustið hjá henni,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Þær eru síðan á því að Keira Robinson sé of mikið með boltann. „Þessar stelpur, Þóra, Lovísa, Solla (Sólrún Inga Gísladóttir), Rósa (Björk Pétursdóttir). Þær eru búnar að spila saman síðan þær voru í yngri flokkum en það er ekkert ‚chemistry',“ sagði Ólöf Helga. „Það er mjög skrýtið,“ sagði Ingibjörg. „Þetta eru góðir skotmenn sem hafa verið með fimmtíu prósent skotnýtingu á tímabili en geta ekki keypt sér sniðskot núna,“ sagði Ólöf. Það má horfa á umræðuna um Haukaliðið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Umræða um Haukaliðið
Subway-deild kvenna Haukar Körfuboltakvöld Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira