Veður

Litlar breytingar á veðrinu fram yfir helgi

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu eitt til níu stig í dag en kólnar heldur um helgina.
Hiti verður á bilinu eitt til níu stig í dag en kólnar heldur um helgina. Vísir/Vilhelm

Vestur af Írlandi er víðáttumikil lægð sem heldur austlægum áttum að landinu. Það er því útlit fyrir litlar breytingar í veðrinu fram yfir helgi.

Frá þessu segir á vef Veðurstofunnar. Þar kemur fram að reikna megi við fremur hægri austanátt en strekkingi eða allhvössum vindi með suðurströndinni.

„Lítilsháttar væta verður viðloðandi austanvert landið en annars víða léttskýjað.

Hiti 1 til 9 stig í dag en kólnar heldur um helgina,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Austan 5-15 m/s, hvassast við suðurströndina. Stöku skúrir eða él, en yfirleitt bjartviðri um landið vestanvert. Hiti 0 til 7 stig, mildast við sjávarsíðuna.

Á sunnudag: Hæg breytileg átt, en austan 8-13 m/s syðst. Smá él á austanverðu landinu, en annars yfirleitt léttskýjað. Hiti víða 0 til 5 stig.

Á mánudag: Suðaustan 5-10 m/s við suðvesturströndina, en annars hæg breytileg átt, bjart með köflum og kólnandi veður.

Á þriðjudag og miðvikudag: Austan og suðaustan strekkingur og stöku skúr eða él við suður- og austurströndina, en annars hægari vindur og bjart. Kalt í veðri.

Á fimmtudag: Útlit fyrir austanátt með él suðaustan- og austanlands, en annars bjart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×