Þolendum mansals fjölgar stöðugt og þörf á vitundarvakningu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. október 2023 19:00 Jenný Kristín Valberg teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð segir þurfa að samhæfa störf þeirra sem koma að mansalsmálum. Þá séu opinberar tölur aðeins toppurinn á ísjakanum. Vísir/Einar Íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir lélegan árangur í mansalsmálum í nýrri úttekt. Á sama tíma eru tilkynningar um mansal orðnar þriðjungi fleiri á þessu ári en samanlagt síðustu tvö ár. Teymisstjóri fyrir þolendur ofbeldis grunar að málin séu miklu fleiri. Greta, nefnd á vegum Evrópuráðsins sendir stjórnvöldum tóninn í þriðju úttekt sinni um stöðu mansalsmála hér á landi sem birtist í morgun. Nefndin hefur áhyggjur af takmörkuðum árangri stjórnvalda í baráttunni gegn vinnumansali og brýnir þau til dáða. Fram kemur að hér skorti enn formlegar verklagsreglur í málaflokknum. Þá er bent á vankanta í baráttu gegn mansali barna. Í skýrslunni kemur fram að þó lögreglan hafi rannsakað 71 mál síðustu ár hafi aðeins verið ákært í einu og sakborningur verið sýknaður. Þá kemur fram að Bjarkarhlíð sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis hafi fengið 25 tilkynningar um mansal á tveimur árum. Tilfellin séu þó mun fleiri. Jenný Kristín Valberg teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð Bjarkarhlíð segir að heimilið hafi fengið enn fleiri tilkynningar um mögulegt mansal á þessu ári eða 35 talsins . „Þetta er mjög umfangsmikið. Ég tel að við séum aðeins að sjá toppinn á ísjakanum. Þetta eru aðallega karlmenn sem lenda í þessu núna og þá vinnumansali. Við sem samfélag þurfum að vera meira vakandi því það getur verið hagnýting í gangi víða,“ segir hún. Jenný segir að það þurfi að þjálfa fleiri í að finna þolendur mansals og samstilla störf í málaflokknum. „Eins og staða er núna er enginn einn einstaklingur sem er í að vinna að mansalsmálum. Ég held að það sé mjög brýnt að það sé gerð áætlun um samhæfingu um hvernig á að taka þessum málum. Þá þarf hún að vera kynnt fyrir öllum aðilum sem koma að þolendum mansals,“ segir Jenný. Er í bígerð hjá ráðherra Dómsmálaráðherra sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar ætla að hrinda af stað nýrri aðgerðaráætlun í málaflokknum. Þá þyrftu fleiri ráðuneyti að vinna saman að því að sporna gegn vandanum. Mansal í Vík Lögreglan Félagsmál Mansal Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Greta, nefnd á vegum Evrópuráðsins sendir stjórnvöldum tóninn í þriðju úttekt sinni um stöðu mansalsmála hér á landi sem birtist í morgun. Nefndin hefur áhyggjur af takmörkuðum árangri stjórnvalda í baráttunni gegn vinnumansali og brýnir þau til dáða. Fram kemur að hér skorti enn formlegar verklagsreglur í málaflokknum. Þá er bent á vankanta í baráttu gegn mansali barna. Í skýrslunni kemur fram að þó lögreglan hafi rannsakað 71 mál síðustu ár hafi aðeins verið ákært í einu og sakborningur verið sýknaður. Þá kemur fram að Bjarkarhlíð sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis hafi fengið 25 tilkynningar um mansal á tveimur árum. Tilfellin séu þó mun fleiri. Jenný Kristín Valberg teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð Bjarkarhlíð segir að heimilið hafi fengið enn fleiri tilkynningar um mögulegt mansal á þessu ári eða 35 talsins . „Þetta er mjög umfangsmikið. Ég tel að við séum aðeins að sjá toppinn á ísjakanum. Þetta eru aðallega karlmenn sem lenda í þessu núna og þá vinnumansali. Við sem samfélag þurfum að vera meira vakandi því það getur verið hagnýting í gangi víða,“ segir hún. Jenný segir að það þurfi að þjálfa fleiri í að finna þolendur mansals og samstilla störf í málaflokknum. „Eins og staða er núna er enginn einn einstaklingur sem er í að vinna að mansalsmálum. Ég held að það sé mjög brýnt að það sé gerð áætlun um samhæfingu um hvernig á að taka þessum málum. Þá þarf hún að vera kynnt fyrir öllum aðilum sem koma að þolendum mansals,“ segir Jenný. Er í bígerð hjá ráðherra Dómsmálaráðherra sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar ætla að hrinda af stað nýrri aðgerðaráætlun í málaflokknum. Þá þyrftu fleiri ráðuneyti að vinna saman að því að sporna gegn vandanum.
Mansal í Vík Lögreglan Félagsmál Mansal Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira