Leiður, vonlítill og þreyttur bóndi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. október 2023 17:04 Þórólfur Ómar Óskarsson, kúabóndi í Eyjafjarðasveit segir það ekki vera neitt gamanmál að vera bóndi á Íslandi. Vísir/Samsett Þórólfur Ómar Óskarsson, ungur kúabóndi í Grænuhlíð í Eyjafirði, fór ófögrum orðum um núverandi rekstrarumhverfi bændastéttarinnar í ræðu sem hann flutti á baráttufundi Samtaka ungra bænda í Kópavogi í dag. Hann sagði það ekki vera neitt gamanmál að vera bóndi á Íslandi í dag og að það væri „algjör þvæla“ að reyna það við núverandi aðstæður. „Við vinnum mest allra stétta án þess svo nokkuð sem að taka frítúr við og við. Hjá mörgum okkar stendur valið alltaf á milli þess að vanrækja starfið eða vanrækja fjölskylduna, heimilið, vinina, áhugamálin og hjónabandið. Og hér inni eru eflaust margir flumsa yfir þessu en þetta er veruleiki flestra bænda, gott fólk,“ sagði hann og málar ekki fagra mynd af vinnuaðstæðum bænda. „Við erum menningararfur“ Þórólfur minnti einnig á mikilvægi íslensku bændastéttarinnar og þess hlutverks sem hún sinnir. „En hver erum við sem ég vitna til? Við erum fólkið í sveitunum, fólkið sem gætir okkar fallega lands, erum með það á láni á okkar lífsgöngu og sinnum því eftir fremsta megni. Við erum samfélag og við erum menningararfur. Við erum þín hjálparhönd þegar þörf er á og við sjáum þjóðinni og gestum hennar fyrir hollum matvælum fyrir hollum matvælum á ábyrgan hátt. Líkt og forrennarar okkar hafa gert í starfi svo öldum skiptir.“ „Blúndur á gamlar og gatslitnar gardínur“ Hann sagði þrautseigju bænda vera á þrotum og að í óbreyttu ástandi yrði hann ekki bóndi mikið lengur þrátt fyrir að langa til þess. Honum þykir ríkisstjórnin ekki hafa staðið við loforð sín í þessum málaflokki. „Sýnið málaflokknum þá virðingu að horfa ekki framhjá vandanum. Ekki tilheyra ríkistjórn sem gat ekki sammælst um að leiðrétta stöðu bænda þegar stjórnarsáttmálin fer fögru máli um matvælaöryggi og byggðafestu. Eða eru þessi orð kannski bara blúndur á gamlar og gatslitnar gardínur?“ „Ég er fjölskyldumaður í hjáverkum, bóndi að aðalstarfi. Leiður, vonlítill og þreyttur.“ Baráttufundinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Landbúnaður Eyjafjarðarsveit Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Hann sagði það ekki vera neitt gamanmál að vera bóndi á Íslandi í dag og að það væri „algjör þvæla“ að reyna það við núverandi aðstæður. „Við vinnum mest allra stétta án þess svo nokkuð sem að taka frítúr við og við. Hjá mörgum okkar stendur valið alltaf á milli þess að vanrækja starfið eða vanrækja fjölskylduna, heimilið, vinina, áhugamálin og hjónabandið. Og hér inni eru eflaust margir flumsa yfir þessu en þetta er veruleiki flestra bænda, gott fólk,“ sagði hann og málar ekki fagra mynd af vinnuaðstæðum bænda. „Við erum menningararfur“ Þórólfur minnti einnig á mikilvægi íslensku bændastéttarinnar og þess hlutverks sem hún sinnir. „En hver erum við sem ég vitna til? Við erum fólkið í sveitunum, fólkið sem gætir okkar fallega lands, erum með það á láni á okkar lífsgöngu og sinnum því eftir fremsta megni. Við erum samfélag og við erum menningararfur. Við erum þín hjálparhönd þegar þörf er á og við sjáum þjóðinni og gestum hennar fyrir hollum matvælum fyrir hollum matvælum á ábyrgan hátt. Líkt og forrennarar okkar hafa gert í starfi svo öldum skiptir.“ „Blúndur á gamlar og gatslitnar gardínur“ Hann sagði þrautseigju bænda vera á þrotum og að í óbreyttu ástandi yrði hann ekki bóndi mikið lengur þrátt fyrir að langa til þess. Honum þykir ríkisstjórnin ekki hafa staðið við loforð sín í þessum málaflokki. „Sýnið málaflokknum þá virðingu að horfa ekki framhjá vandanum. Ekki tilheyra ríkistjórn sem gat ekki sammælst um að leiðrétta stöðu bænda þegar stjórnarsáttmálin fer fögru máli um matvælaöryggi og byggðafestu. Eða eru þessi orð kannski bara blúndur á gamlar og gatslitnar gardínur?“ „Ég er fjölskyldumaður í hjáverkum, bóndi að aðalstarfi. Leiður, vonlítill og þreyttur.“ Baráttufundinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Landbúnaður Eyjafjarðarsveit Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira