Umfjöllum og viðtöl: Valur - Haukar 31-25| Valur með góðan sigur á andlausum Haukum Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 26. október 2023 18:46 Valur - Víkingur Olís deild karla haust 2023 vísir/diego Valur, sem er á toppi deildarinnar, fékk Hauka í heimsókn í 8. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Valsmenn tóku forystu snemma leiks og rifu tennurnar úr andlausum Haukamönnum. Valsmenn leiddu með fjórum mörkum í hálfleik 17-13 og sigruðu að lokum 31-25. Leikurinn fór hægt af stað þar sem að bæði lið áttu erfitt með að koma sér almennilega í gang. Fyrsta markið var Valsara og kom það eftir um fjögurra mínútna leik. Þegar um stundarfjórðungur var liðinn voru Valsmenn búnir að ná forystu og staðan orðin 8-5. Áfram héldu Valsmenn að leiða og var staðan 17-13 í hálfleik. Haukarnir áttu erfitt með að finna taktinn í seinni hálfleik og gekk hvorki né rak hjá þeim. Aftur á móti voru Valsmenn í stuði og leiddu með tíu mörkum þegar stundarfjórðungur var til leiksloka 26-16. Haukar reyndu að klóra í bakkann en það var orðið of seint og unnu Valsmenn sex marka sigur 31-25. Afhverju vann Valur? Valsmenn þurftu tíu mínútur til að kveikja á vélinni og eftir það keyrðu þeir yfir Hauka. Varnarleikur þeirra var þéttur og Björgvin Páll frábær í markinu. Sóknarleikurinn var það einnig og fengu þeir framlag frá öllum sem komu að borðinu. Hverjir stóðu upp úr? Ísak Gústafsson var atkvæðamestur í liði Vals með átta mörk í öllum regnbogans litum. Róbert Aron Hostert var með fimm mörk. Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran dag í marki Vals, 17 boltar varðir, 46% markvarsla. Guðmundur Bragi Ástþórsson var atkvæðamestur í liði Hauka með sjö mörk. Hvað gekk illa? Leikur Hauka nánast frá a-ö. Það var mikið andleysi yfir þeim, sérstaklega í seinni hálfleik. Þeir fundu ekki taktinn og voru farnir að kasta boltanum út af og boltinn rataði í fæturna á þeim hvað eftir annað. Það voru einungis útileikmenn liðsins sem tóku af skarið og fengu þeir lítið sem ekkert framlag af línunni og úr hornunum í kvöld. Hvað gerist næst? Þann 9. nóvember kl 19:30 taka Haukar á móti nágrönnum sínum í FH. Föstudaginn 10. nóvember kl 20:00 sækir Valur Gróttu heim. Óskar Bjarni Óskarsson: „Við þekkjum þetta, við vorum þarna í apríl þar sem að Haukar unnu með 20 mörkum“ Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari ValsVísir/Pawel Cieslikiewicz „Þetta var frábær sigur og frábær leikur. Strákarnir eru búnir að spila mjög vel undanfarið, þannig ég er mjög ánægður með þetta,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir góðan sigur á Haukum í kvöld. Óskar segir að um leið og þeir náðu að keyra upp hraðaupphlaupin hafi leikurinn orðið þeirra. „Ég myndi segja að þetta eru tvö frábær lið. Haukarnir eru búnir að spila mjög góða vörn og Aron Rafn búinn að vera mjög góður í markinu. Það er eitt mark eftir sjö, átta mínútur. Svo fara hraðaupphlaupin að detta og Björgvin frábær í markinu. Þegar að hraðaupphlaupin koma með, það aðeins léttir á sókninni hjá okkur, Ísak kom upp og var góður sóknarlega. Ég myndi segja að það hafi verið aðallega hraðaupphlaupin sem hjálpuðu okkur.“ Valsmenn þekkja stöðuna sem að Haukar lentu í þar sem að þeir áttu svipaðan leik á móti Haukum í apríl síðastliðnum. „Svona er þetta oft. Bjöggi er að verja mjög vel og Róbert Aron, það er allt inni hjá honum hinu megin. Þegar þú ert fjórum mörkum undir og ferð í sex á sjö á móti mjög sterku liði, þar sem þetta er aðeins meira okkar leikur, þá er þetta alltaf mjög erfitt. Við þekkjum þetta, við vorum þarna í apríl þar sem að Haukar unnu með 20 mörkum. Við erum ekkert að svara fyrir það en svona er þetta oft hjá bestu liðunum líka.“ Olís-deild karla Valur Haukar Tengdar fréttir „Mikil vonbrigði hvernig þessi leikur spilaðist“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka í handbolta, var að vonum svekktur með tap á móti Val í 8. umferð Olís-deild karla. Valsmenn náðu forystu snemma leiks og andlausir Haukarnir sáu vart til sólar. Lokatölur 31-25. 26. október 2023 22:09
Valur, sem er á toppi deildarinnar, fékk Hauka í heimsókn í 8. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Valsmenn tóku forystu snemma leiks og rifu tennurnar úr andlausum Haukamönnum. Valsmenn leiddu með fjórum mörkum í hálfleik 17-13 og sigruðu að lokum 31-25. Leikurinn fór hægt af stað þar sem að bæði lið áttu erfitt með að koma sér almennilega í gang. Fyrsta markið var Valsara og kom það eftir um fjögurra mínútna leik. Þegar um stundarfjórðungur var liðinn voru Valsmenn búnir að ná forystu og staðan orðin 8-5. Áfram héldu Valsmenn að leiða og var staðan 17-13 í hálfleik. Haukarnir áttu erfitt með að finna taktinn í seinni hálfleik og gekk hvorki né rak hjá þeim. Aftur á móti voru Valsmenn í stuði og leiddu með tíu mörkum þegar stundarfjórðungur var til leiksloka 26-16. Haukar reyndu að klóra í bakkann en það var orðið of seint og unnu Valsmenn sex marka sigur 31-25. Afhverju vann Valur? Valsmenn þurftu tíu mínútur til að kveikja á vélinni og eftir það keyrðu þeir yfir Hauka. Varnarleikur þeirra var þéttur og Björgvin Páll frábær í markinu. Sóknarleikurinn var það einnig og fengu þeir framlag frá öllum sem komu að borðinu. Hverjir stóðu upp úr? Ísak Gústafsson var atkvæðamestur í liði Vals með átta mörk í öllum regnbogans litum. Róbert Aron Hostert var með fimm mörk. Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran dag í marki Vals, 17 boltar varðir, 46% markvarsla. Guðmundur Bragi Ástþórsson var atkvæðamestur í liði Hauka með sjö mörk. Hvað gekk illa? Leikur Hauka nánast frá a-ö. Það var mikið andleysi yfir þeim, sérstaklega í seinni hálfleik. Þeir fundu ekki taktinn og voru farnir að kasta boltanum út af og boltinn rataði í fæturna á þeim hvað eftir annað. Það voru einungis útileikmenn liðsins sem tóku af skarið og fengu þeir lítið sem ekkert framlag af línunni og úr hornunum í kvöld. Hvað gerist næst? Þann 9. nóvember kl 19:30 taka Haukar á móti nágrönnum sínum í FH. Föstudaginn 10. nóvember kl 20:00 sækir Valur Gróttu heim. Óskar Bjarni Óskarsson: „Við þekkjum þetta, við vorum þarna í apríl þar sem að Haukar unnu með 20 mörkum“ Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari ValsVísir/Pawel Cieslikiewicz „Þetta var frábær sigur og frábær leikur. Strákarnir eru búnir að spila mjög vel undanfarið, þannig ég er mjög ánægður með þetta,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir góðan sigur á Haukum í kvöld. Óskar segir að um leið og þeir náðu að keyra upp hraðaupphlaupin hafi leikurinn orðið þeirra. „Ég myndi segja að þetta eru tvö frábær lið. Haukarnir eru búnir að spila mjög góða vörn og Aron Rafn búinn að vera mjög góður í markinu. Það er eitt mark eftir sjö, átta mínútur. Svo fara hraðaupphlaupin að detta og Björgvin frábær í markinu. Þegar að hraðaupphlaupin koma með, það aðeins léttir á sókninni hjá okkur, Ísak kom upp og var góður sóknarlega. Ég myndi segja að það hafi verið aðallega hraðaupphlaupin sem hjálpuðu okkur.“ Valsmenn þekkja stöðuna sem að Haukar lentu í þar sem að þeir áttu svipaðan leik á móti Haukum í apríl síðastliðnum. „Svona er þetta oft. Bjöggi er að verja mjög vel og Róbert Aron, það er allt inni hjá honum hinu megin. Þegar þú ert fjórum mörkum undir og ferð í sex á sjö á móti mjög sterku liði, þar sem þetta er aðeins meira okkar leikur, þá er þetta alltaf mjög erfitt. Við þekkjum þetta, við vorum þarna í apríl þar sem að Haukar unnu með 20 mörkum. Við erum ekkert að svara fyrir það en svona er þetta oft hjá bestu liðunum líka.“
Olís-deild karla Valur Haukar Tengdar fréttir „Mikil vonbrigði hvernig þessi leikur spilaðist“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka í handbolta, var að vonum svekktur með tap á móti Val í 8. umferð Olís-deild karla. Valsmenn náðu forystu snemma leiks og andlausir Haukarnir sáu vart til sólar. Lokatölur 31-25. 26. október 2023 22:09
„Mikil vonbrigði hvernig þessi leikur spilaðist“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka í handbolta, var að vonum svekktur með tap á móti Val í 8. umferð Olís-deild karla. Valsmenn náðu forystu snemma leiks og andlausir Haukarnir sáu vart til sólar. Lokatölur 31-25. 26. október 2023 22:09
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti