Ekki tilbúin að kveðja en hugsa um tækifærin sem bíða á nýjum stað Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 26. október 2023 14:42 Fanney og Teitur hafa sett glæsilega íbúð í Sjálandi til sölu. Fanney Ingvars Fanney Ingvarsdóttir, stafrænn markaðssérfræðingur hjá Bio Effect og fyrrverandi fegurðardrottning, og Teitur Páll Reynisson, unnusti hennar og viðskiptafræðingur, hafa sett fallega íbúð sína í Sjálandi í Garðabæ til sölu. Ásett verð fyrir eignina er 118 milljónir. „Í fréttum er þetta helst. Ég er með hnút í maganum þegar ég deili því með ykkur að elsku besta og fallega íbúðin okkar er komin á sölu, hér hefur okkur liðið stórkostlega. Vesturbrúin okkar er dásamleg íbúð, með rúmgóð svefnherbergi og dásamlegan pall í hásuður - erfitt að finna betri staðsetningu. Ekki tilbúin að kveðja en hugsa um tækifærin sem bíða okkar á nýjum stað, ef allt gengur upp,“ skrifar Fanney í færslu á samfélagsmiðlum. Mjúkir litir prýða íbúðina á veggjum sem og innanstokksmunum.Landmark Mjúkir litir og klassísk hönnun Fallegir hönnunarstólar og aðrir tímalausir innanstokksmunir prýða íbúðina. Við borðstofuborðið má sjá klassíska hönnun frá danska hönnuðinum Hans J. Wegner frá árinu 1949. Stóllinn CH24 eða Wishbone chair. Stóllinn hefur notið mikilla vinsælda á íslenskum heimilum síðastliðin ár og er hann framleiddur í mismunandi litum og viðartegundum. Astep ljósið úr smiðju Gino Sarfatti frá árinu 1950 setur punktinn fyir i-ið í borðstofunni. Þá má sjá stóla frá danska vöruhúsinu Norr 11, Elephant-stóllinn (2017) og Big Big chair (2020), hannaðir af dönsku hönnuðunum, Kristian Sofus Hansen og Tommy Hyldahl. Opið er á milli eldhúss, stofu og borðstofu. Landmark Eignin er á fyrstu hæð við Vesturbrú 1 í Garðabæ og er um 126 fermetrar að stærð. Íbúð er búin þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Stofa og borðstofa er í samliggjandi og björtu rými með gólfsíðum gluggum. Útgengt er úr rýmiinu á stóra og skjólgóða verönd í suðvestur. Í eldhúsi er snyrtileg eikarinnrétting sem hefur verið lökkuð svört og með stein á borðum. Rúmgóður borðkrókur er í enda eldhúss með björtum glugga. Eldhúsið hefur verið lakkað svart og er með stein á borðum.Landmark Íbúðin er sjarmerandi og stílhrein.Landmark Svefnherbergin eru þrjú í íbúðinni.Landmark Útgengt er úr stofu á rúmgóða verönd og þaðan út í sameiginlegan garð.Landmark Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis. Fasteignamarkaður Tímamót Ástin og lífið Garðabær Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
„Í fréttum er þetta helst. Ég er með hnút í maganum þegar ég deili því með ykkur að elsku besta og fallega íbúðin okkar er komin á sölu, hér hefur okkur liðið stórkostlega. Vesturbrúin okkar er dásamleg íbúð, með rúmgóð svefnherbergi og dásamlegan pall í hásuður - erfitt að finna betri staðsetningu. Ekki tilbúin að kveðja en hugsa um tækifærin sem bíða okkar á nýjum stað, ef allt gengur upp,“ skrifar Fanney í færslu á samfélagsmiðlum. Mjúkir litir prýða íbúðina á veggjum sem og innanstokksmunum.Landmark Mjúkir litir og klassísk hönnun Fallegir hönnunarstólar og aðrir tímalausir innanstokksmunir prýða íbúðina. Við borðstofuborðið má sjá klassíska hönnun frá danska hönnuðinum Hans J. Wegner frá árinu 1949. Stóllinn CH24 eða Wishbone chair. Stóllinn hefur notið mikilla vinsælda á íslenskum heimilum síðastliðin ár og er hann framleiddur í mismunandi litum og viðartegundum. Astep ljósið úr smiðju Gino Sarfatti frá árinu 1950 setur punktinn fyir i-ið í borðstofunni. Þá má sjá stóla frá danska vöruhúsinu Norr 11, Elephant-stóllinn (2017) og Big Big chair (2020), hannaðir af dönsku hönnuðunum, Kristian Sofus Hansen og Tommy Hyldahl. Opið er á milli eldhúss, stofu og borðstofu. Landmark Eignin er á fyrstu hæð við Vesturbrú 1 í Garðabæ og er um 126 fermetrar að stærð. Íbúð er búin þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Stofa og borðstofa er í samliggjandi og björtu rými með gólfsíðum gluggum. Útgengt er úr rýmiinu á stóra og skjólgóða verönd í suðvestur. Í eldhúsi er snyrtileg eikarinnrétting sem hefur verið lökkuð svört og með stein á borðum. Rúmgóður borðkrókur er í enda eldhúss með björtum glugga. Eldhúsið hefur verið lakkað svart og er með stein á borðum.Landmark Íbúðin er sjarmerandi og stílhrein.Landmark Svefnherbergin eru þrjú í íbúðinni.Landmark Útgengt er úr stofu á rúmgóða verönd og þaðan út í sameiginlegan garð.Landmark Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.
Fasteignamarkaður Tímamót Ástin og lífið Garðabær Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira