Sjáðu þegar Haaland losaði um stífluna, markið sem knésetti Newcastle og seinni hálfleiks þrennuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2023 15:01 Erling Haaland skoraði tvívegis á gervigrasinu á Wankdorf vellinum í Bern. getty/Harry Langer Alls voru 28 mörk skoruð í Meistaradeild Evrópu í gær. Þau má öll sjá inni á Vísi. Eftir að hafa mistekist að skora í fimm Meistaradeildarleikjum í röð brast stíflan hjá Erling Haaland þegar Manchester City sigraði Young Boys í Bern, 1-3. Haaland skoraði tvö mörk fyrir City og er því kominn með 37 mörk í 33 leikjum í Meistaradeildinni. Manuel Akanji kom City yfir gegn löndum sínum en Meschack Elia jafnaði fyrir Young Boys. En Haaland kláraði dæmið fyrir Evrópumeistarana sem eru með fullt hús stiga í G-riðli. Klippa: Young Boys 1-3 Man City Í hinum leik G-riðils vann RB Leipzig 3-1 sigur á Rauðu stjörnunni á heimavelli. David Raum, Xavi Simons og Dani Olmo skoruðu mörk Þjóðverjanna. Mark Simons var sérstaklega fallegt. Leipzig er með sex stig í 2. sæti riðilsins. Marko Stamenic skoraði mark serbnesku meistaranna sem eru með eitt stig í G-riðli, líkt og Young Boys. Klippa: Leipzig 3-1 Rauða stjarnan Eftir frábæran sigur á Paris Saint-Germain í síðustu umferð, 4-1, tapaði Newcastle United fyrir Borussia Dortmund á St James' Park í F-riðli. Felix Nmecha skoraði eina mark leiksins á lokamínútu fyrri hálfleiks. Dortmund og Newcastle eru bæði með þrjú stig í riðlinum. Klippa: Newcastle 0-1 Dortmund Paris Saint-Germain tyllti sér á topp F-riðils með 3-0 sigur á AC Milan. Kylian Mbappé, Randall Kolo Muani og Kang-In Lee gerðu mörk Parísarliðsins sem hefur skorað í 37 leikjum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í röð. Milan er á botni F-riðils með tvö stig og hefur ekki enn skorað mark í keppninni. Klippa: PSG 3-0 Milan Maður gærkvöldsins í Meistaradeildinni var brasilíski framherjinn Evanilson hjá Porto. Hann kom inn á sem varamaður undir lok fyrri hálfleiks gegn Antwerp í H-riðli. Belgísku meistararnir voru þá 1-0 yfir eftir mark Alhassans Yusuf. Evanilson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í seinni hálfleik, þá fyrstu í Meistaradeildinni í vetur. Stephen Eustaquio var einnig á skotskónum fyrir Porto sem er í 2. sæti H-riðils með sex stig. Antwerp er án stiga á botni riðilsins og hefur fengið á sig tólf mörk í fyrstu þremur leikjum sínum í honum. Klippa: Antwerp 1-4 Porto Barcelona sigraði Shakhtar Donetsk, 2-1, í hinum leik H-riðils og er með fullt hús stiga á toppi hans. Ferran Torres kom Börsungum yfir á 28. mínútu og átta mínútum síðar skoraði Fermín López glæsilegt mark og jók muninn í 2-0. Georgiy Sudakov hleypti spennu í leikinn þegar hann skoraði á 62. mínútu en nær komst Shakhtar ekki. Úkraínsku meistararnir eru með þrjú stig í 3. sæti H-riðils. Klippa: Barcelona 2-1 Shakhtar Celtic komst tvisvar yfir gegn Atlético Madrid á Celtic Park í E-riðli en tókst samt ekki að vinna. Leikar fóru 2-2. Kyogo Furuhashi og Luis Palma skoruðu mörk Celtic sem er með eitt stig á botni riðilsins. Antoine Griezmann og Álvaro Morata voru á skotskónum fyrir Atlético sem er í 2. sæti riðilsins með fimm stig. Klippa: Celtic 2-2 Atlético Mexíkóinn Santiago Giménez skoraði tvívegis þegar Feyenoord bar sigurorð af Lazio í Rotterdam, 3-1. Ramiz Zerrouki skoraði einnig fyrir hollensku meistarana sem eru með sex stig á toppi E-riðils. Pedro skoraði úr vítaspyrnu fyrir Lazio. Silfurlið ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili er með fjögur stig í 3. sæti riðilsins. Klippa: Feyenoord 3-1 Lazio Öll mörkin úr leikjum gærkvöldsins í Meistaradeildinni má sjá hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Sjá meira
Eftir að hafa mistekist að skora í fimm Meistaradeildarleikjum í röð brast stíflan hjá Erling Haaland þegar Manchester City sigraði Young Boys í Bern, 1-3. Haaland skoraði tvö mörk fyrir City og er því kominn með 37 mörk í 33 leikjum í Meistaradeildinni. Manuel Akanji kom City yfir gegn löndum sínum en Meschack Elia jafnaði fyrir Young Boys. En Haaland kláraði dæmið fyrir Evrópumeistarana sem eru með fullt hús stiga í G-riðli. Klippa: Young Boys 1-3 Man City Í hinum leik G-riðils vann RB Leipzig 3-1 sigur á Rauðu stjörnunni á heimavelli. David Raum, Xavi Simons og Dani Olmo skoruðu mörk Þjóðverjanna. Mark Simons var sérstaklega fallegt. Leipzig er með sex stig í 2. sæti riðilsins. Marko Stamenic skoraði mark serbnesku meistaranna sem eru með eitt stig í G-riðli, líkt og Young Boys. Klippa: Leipzig 3-1 Rauða stjarnan Eftir frábæran sigur á Paris Saint-Germain í síðustu umferð, 4-1, tapaði Newcastle United fyrir Borussia Dortmund á St James' Park í F-riðli. Felix Nmecha skoraði eina mark leiksins á lokamínútu fyrri hálfleiks. Dortmund og Newcastle eru bæði með þrjú stig í riðlinum. Klippa: Newcastle 0-1 Dortmund Paris Saint-Germain tyllti sér á topp F-riðils með 3-0 sigur á AC Milan. Kylian Mbappé, Randall Kolo Muani og Kang-In Lee gerðu mörk Parísarliðsins sem hefur skorað í 37 leikjum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í röð. Milan er á botni F-riðils með tvö stig og hefur ekki enn skorað mark í keppninni. Klippa: PSG 3-0 Milan Maður gærkvöldsins í Meistaradeildinni var brasilíski framherjinn Evanilson hjá Porto. Hann kom inn á sem varamaður undir lok fyrri hálfleiks gegn Antwerp í H-riðli. Belgísku meistararnir voru þá 1-0 yfir eftir mark Alhassans Yusuf. Evanilson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í seinni hálfleik, þá fyrstu í Meistaradeildinni í vetur. Stephen Eustaquio var einnig á skotskónum fyrir Porto sem er í 2. sæti H-riðils með sex stig. Antwerp er án stiga á botni riðilsins og hefur fengið á sig tólf mörk í fyrstu þremur leikjum sínum í honum. Klippa: Antwerp 1-4 Porto Barcelona sigraði Shakhtar Donetsk, 2-1, í hinum leik H-riðils og er með fullt hús stiga á toppi hans. Ferran Torres kom Börsungum yfir á 28. mínútu og átta mínútum síðar skoraði Fermín López glæsilegt mark og jók muninn í 2-0. Georgiy Sudakov hleypti spennu í leikinn þegar hann skoraði á 62. mínútu en nær komst Shakhtar ekki. Úkraínsku meistararnir eru með þrjú stig í 3. sæti H-riðils. Klippa: Barcelona 2-1 Shakhtar Celtic komst tvisvar yfir gegn Atlético Madrid á Celtic Park í E-riðli en tókst samt ekki að vinna. Leikar fóru 2-2. Kyogo Furuhashi og Luis Palma skoruðu mörk Celtic sem er með eitt stig á botni riðilsins. Antoine Griezmann og Álvaro Morata voru á skotskónum fyrir Atlético sem er í 2. sæti riðilsins með fimm stig. Klippa: Celtic 2-2 Atlético Mexíkóinn Santiago Giménez skoraði tvívegis þegar Feyenoord bar sigurorð af Lazio í Rotterdam, 3-1. Ramiz Zerrouki skoraði einnig fyrir hollensku meistarana sem eru með sex stig á toppi E-riðils. Pedro skoraði úr vítaspyrnu fyrir Lazio. Silfurlið ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili er með fjögur stig í 3. sæti riðilsins. Klippa: Feyenoord 3-1 Lazio Öll mörkin úr leikjum gærkvöldsins í Meistaradeildinni má sjá hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Sjá meira