Hnitmiðuð aðgerð og undirbúningur fyrir næstu skref Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. október 2023 07:11 Íbúar virða fyrir sér verksumerkin eftir loftárás Ísraela á Gasa borg í gær. AP/Abed Khaled Ísraelsher virðist hafa farið inn á Gasa í nótt, meðal annars á skriðdrekum. Samkvæmt yfirlýsingu frá hernum var um að ræða hnitmiðaða árás á nokkur skotmörk og undirbúning fyrir „næsta stig“ aðgerða. Aðgerðirnar áttu sér stað í norðurhluta Gasa og drógu hermenn sig til baka að þeim loknum. Reuters segir myndskeið af aðgerðunum sýna brynvarin farartæki fara yfir landamörk Ísrales og Gasa, jarðýtu jafna út manngerða bakka, skriðdreka skjóta og sprengingar nærri húsarústum. Fréttaveitan segir herinn í viðbragðsstöðu við landamörkin en 360 þúsund varaliðar hafa verið kallaðir til. Þó hefur alþjóðlegur þrýstingur á Ísraela um að falla frá fyrirætlunum um innrás aukist, ekki síst vegna þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas. Meira en helmingur þeirra 220 sem taldir eru í haldi eru erlendir ríkisborgarar frá 25 ríkjum. " , . , , " . pic.twitter.com/pWKfMV6Fz0— (@idfonline) October 26, 2023 Ýmis erlend ríki og alþjóðastofnanir hafa enn fremur kallað eftir því að Ísraelar láti af loftárásum sínum í mannúðarskyni en staðan á Gasa er sögð hreint út sagt skelfileg. Þar eru vatn, rafmagn og önnur aðföng á þrotum. Samkvæmt Associated Press hafa nú um 50 þúsund manns leitað aðhlynningar og/eða skjóls við al Shifa sjúkrahúsið í Gasa borg. Þangað liggur stöðugur straumur Palestínumanna sem hefur særst í árásum Ísraels. Þrátt fyrir viðvaranir Ísraelsmanna og það sem virðist yfirvofandi árás hefur nokkur fjöldi fólks snúið aftur norður, þreyttur á þvi að vera á vergangi og komast ekki að í yfirfullum skýlum. Sameinuðu þjóðirnar áætla að allt að 30 þúsund hafi snúið aftur til heimkynna sinna eftir að hafa flúið þaðan. Associated Press segir 350 þúsund íbúa Gasa borgar enn dvelja þar þrátt fyrir viðvaranir en íbúar sjái ekki tilgang í því að leita suður þar sem þeir eigi ekki síður hættu á að verða fyrir loftárás þar en heima. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi með Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, að stðuningur Bandaríkjanna við Ísrael væri algjör en gagnrýndi landnema á Vesturbakkanum fyrir að hella olíu á eldinn með árásum á Palestínumenn. „Þeir eru að ráðast á Palestínumenn þar sem þeir eiga rétt á að vera og þetta verður að stoppa núna,“ sagði Biden. Þá sagði hann báða aðila þurfa að horfa til framtíðar. Ísraelar og Palestínumenn ættu jafna heimtingu á því að búa hlið við hlið í öryggi og friði. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Hernaður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Aðgerðirnar áttu sér stað í norðurhluta Gasa og drógu hermenn sig til baka að þeim loknum. Reuters segir myndskeið af aðgerðunum sýna brynvarin farartæki fara yfir landamörk Ísrales og Gasa, jarðýtu jafna út manngerða bakka, skriðdreka skjóta og sprengingar nærri húsarústum. Fréttaveitan segir herinn í viðbragðsstöðu við landamörkin en 360 þúsund varaliðar hafa verið kallaðir til. Þó hefur alþjóðlegur þrýstingur á Ísraela um að falla frá fyrirætlunum um innrás aukist, ekki síst vegna þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas. Meira en helmingur þeirra 220 sem taldir eru í haldi eru erlendir ríkisborgarar frá 25 ríkjum. " , . , , " . pic.twitter.com/pWKfMV6Fz0— (@idfonline) October 26, 2023 Ýmis erlend ríki og alþjóðastofnanir hafa enn fremur kallað eftir því að Ísraelar láti af loftárásum sínum í mannúðarskyni en staðan á Gasa er sögð hreint út sagt skelfileg. Þar eru vatn, rafmagn og önnur aðföng á þrotum. Samkvæmt Associated Press hafa nú um 50 þúsund manns leitað aðhlynningar og/eða skjóls við al Shifa sjúkrahúsið í Gasa borg. Þangað liggur stöðugur straumur Palestínumanna sem hefur særst í árásum Ísraels. Þrátt fyrir viðvaranir Ísraelsmanna og það sem virðist yfirvofandi árás hefur nokkur fjöldi fólks snúið aftur norður, þreyttur á þvi að vera á vergangi og komast ekki að í yfirfullum skýlum. Sameinuðu þjóðirnar áætla að allt að 30 þúsund hafi snúið aftur til heimkynna sinna eftir að hafa flúið þaðan. Associated Press segir 350 þúsund íbúa Gasa borgar enn dvelja þar þrátt fyrir viðvaranir en íbúar sjái ekki tilgang í því að leita suður þar sem þeir eigi ekki síður hættu á að verða fyrir loftárás þar en heima. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi með Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, að stðuningur Bandaríkjanna við Ísrael væri algjör en gagnrýndi landnema á Vesturbakkanum fyrir að hella olíu á eldinn með árásum á Palestínumenn. „Þeir eru að ráðast á Palestínumenn þar sem þeir eiga rétt á að vera og þetta verður að stoppa núna,“ sagði Biden. Þá sagði hann báða aðila þurfa að horfa til framtíðar. Ísraelar og Palestínumenn ættu jafna heimtingu á því að búa hlið við hlið í öryggi og friði.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Hernaður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira