„Enginn á að reikna með auðveldum leik á móti okkur“ Siggeir Ævarsson skrifar 25. október 2023 22:07 Auður Jónsdóttir og Arnar Guðjónsson eru aðalþjálfarar Stjörnunnar Facebook Stjarnan körfubolti Nýliðar Stjörnunnar unnu frækinn sigur á Njarðvík í kvöld í Subway-deild kvenna í framlengdum leik. Lokatölur 81-87 eftir mikla dramatík í lok venjulegs leiktíma þar sem Katarzyna Trzeciak jafnaði leikinn með þremur vítum. Fjórði leikhluti var bölvað bras hjá Stjörnunni framan af. Þær voru að skjóta illa fyrir utan og virtust vera að missa tökin á leiknum. Hvað var það sem small svo að lokum að mati Auður Ólafsdóttur, þjálfara liðsins? „Þetta er bara liðsheildin og varnarleikurinn hjá henni Kollu [Kolbrún María Ármannsdóttir, innsk. blm] var alveg gjörsamlega frábær á útlendinginn. Þær missa út Hesseldal og við gerðum sjúklega vel á Kanann þeirra.“ Rúnar Ingi þjálfari Njarðvíkur var spurður að því fyrir leik hvort það væri eitthvað öðruvísi upplegg að mæta nýliðum. Hann þvertók fyrir það en sennilega reiknuðu leikmenn Njarðvíkur með aðeins auðveldari leik en raunin varð. „Ég vil bara segja að enginn á að reikna með auðveldum leik á móti okkur. Við ætlum að halda tempói. Við erum ungar og ferskar og keyrum svolítið á hraðanum. Það sást í dag að það skilaði okkur mjög góðum sigri hér í dag.“ Stjarnan komst í gegnum allan fjórða leikhluta og megnið af framlengingunni með fjórar villur svo að ferðir Njarðvíkinga á vítalínuna voru ekki sérlega tíðar. Auður sagði að mikill hraði og liðsheild hefði skilað þeim þessum öfluga varnarleik. „Þetta eru bara frábærar stelpur. Þær gera þetta allt fyrir hver aðra. Allar æfingar eru svona hátt tempó. Það er gjörsamlega frábært að þjálfa þennan hóp og vera hluti af þessu. Efnilegar stelpur sem eru klárlega framtíðar landsliðsmenn.“ Það hlýtur að gefa liðinu smá egó búst að vinna Njarðvík í Ljónagryfjunni? „Að sjálfsögðu. Alltaf gott að fá þessi „búst“! - Sagði sigurreif Auður að lokum. Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira
Fjórði leikhluti var bölvað bras hjá Stjörnunni framan af. Þær voru að skjóta illa fyrir utan og virtust vera að missa tökin á leiknum. Hvað var það sem small svo að lokum að mati Auður Ólafsdóttur, þjálfara liðsins? „Þetta er bara liðsheildin og varnarleikurinn hjá henni Kollu [Kolbrún María Ármannsdóttir, innsk. blm] var alveg gjörsamlega frábær á útlendinginn. Þær missa út Hesseldal og við gerðum sjúklega vel á Kanann þeirra.“ Rúnar Ingi þjálfari Njarðvíkur var spurður að því fyrir leik hvort það væri eitthvað öðruvísi upplegg að mæta nýliðum. Hann þvertók fyrir það en sennilega reiknuðu leikmenn Njarðvíkur með aðeins auðveldari leik en raunin varð. „Ég vil bara segja að enginn á að reikna með auðveldum leik á móti okkur. Við ætlum að halda tempói. Við erum ungar og ferskar og keyrum svolítið á hraðanum. Það sást í dag að það skilaði okkur mjög góðum sigri hér í dag.“ Stjarnan komst í gegnum allan fjórða leikhluta og megnið af framlengingunni með fjórar villur svo að ferðir Njarðvíkinga á vítalínuna voru ekki sérlega tíðar. Auður sagði að mikill hraði og liðsheild hefði skilað þeim þessum öfluga varnarleik. „Þetta eru bara frábærar stelpur. Þær gera þetta allt fyrir hver aðra. Allar æfingar eru svona hátt tempó. Það er gjörsamlega frábært að þjálfa þennan hóp og vera hluti af þessu. Efnilegar stelpur sem eru klárlega framtíðar landsliðsmenn.“ Það hlýtur að gefa liðinu smá egó búst að vinna Njarðvík í Ljónagryfjunni? „Að sjálfsögðu. Alltaf gott að fá þessi „búst“! - Sagði sigurreif Auður að lokum.
Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira