Forsetinn og ráðherra mættu í afmæli Reynis Péturs Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. október 2023 21:31 Það fór vel á með forseta Íslands og Reynir Pétri og Hanný Maríu, sambýliskonu hans á Sólheimum í dag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikill fögnuður á Sólheimum í Grímsnesi í dag þegar styttan af Reyni Pétri Ingvarssyni, göngugarpi úr Íslandsgöngunni kom heim eftir að hafa verið á flækingi, nú síðast í Grænlandi. Þá var 75 ára afmælisdegi Reynis Péturs líka fagnað en meðal viðstaddra var forseti Íslands, dómsmálaráðherra og Ómar Ragnarsson. Það voru allir í hátíðaskapi á Sólheimum þegar styttan af Reyni Pétri var afhjúpuð af honum og forseta Íslands við mikinn fögnuð viðstaddra en hún var búin til í tengslum við Íslandsgöngu Reynis Péturs fyrir 38 árum þegar hann gekk hringinn í kringum landið 1985, alls 1.417 kílómetra. En Reynir Pétur á líka afmæli í dag, er 75 ára og því var fagnað vel, hann fékk meðal annars staf í afmælisgjöf. Ríkey Ingimundardóttir, listakona, sem gerði styttuna af Reyni Pétri á sínum tíma. Hún er ánægð að styttan sé komin á Sólheima.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég fylgdist með honum eins og alþjóð þegar hann gekk hringveginn fyrstur manna. Safnaði fé til að byggja hér íþróttahús en gerðu svo miklu meira en það, vakti um leiða athygli á góðum málstað. Ýtti við samfélaginu og vakti okkur til vitundar um það að í svona öflugu samfélagi eins og við viljum búa í á allt fólk sitt pláss og allir eiga þann rétt að sýna hvað í þeim býr sjálfum sér og öðrum til heilla,” segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Reynir Pétur og Guðni við styttuna góðu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nokkur ávörp voru haldin í tilefni dagsins, meðal annars af dómsmálaráðherra og Ómari Ragnarssyni, sem gerði Íslandsgöngunni góð skil í fréttum á sínum tíma. Þá spilaði Reynir Pétur á munnhörpuna sína fyrir gesti. „Ég kem hingað að verða fjögurra ára og ég á mörg áhugamál. Það er mjög gott og ég ólst upp hér,” segir Reynir Pétur, afmælisbarn dagsins. Lionsmenn í klúbbnum Ægi færðu Reyni Pétri blómvönd í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Reynir Pétur fékk að sjálfsögðu afmælissöng frá Sólheimakórnum. Eftir dagskrá dagsins var boðið upp á glæsilegt afmæliskaffi í boði Sólheima. Heimilisfólkið var æst í að fá mynd af sér með forseta Íslands og að sjálfsögðu var það ekkert mál.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tímamót Sólheimar í Grímsnesi Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Lífið Fleiri fréttir Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Sjá meira
Það voru allir í hátíðaskapi á Sólheimum þegar styttan af Reyni Pétri var afhjúpuð af honum og forseta Íslands við mikinn fögnuð viðstaddra en hún var búin til í tengslum við Íslandsgöngu Reynis Péturs fyrir 38 árum þegar hann gekk hringinn í kringum landið 1985, alls 1.417 kílómetra. En Reynir Pétur á líka afmæli í dag, er 75 ára og því var fagnað vel, hann fékk meðal annars staf í afmælisgjöf. Ríkey Ingimundardóttir, listakona, sem gerði styttuna af Reyni Pétri á sínum tíma. Hún er ánægð að styttan sé komin á Sólheima.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég fylgdist með honum eins og alþjóð þegar hann gekk hringveginn fyrstur manna. Safnaði fé til að byggja hér íþróttahús en gerðu svo miklu meira en það, vakti um leiða athygli á góðum málstað. Ýtti við samfélaginu og vakti okkur til vitundar um það að í svona öflugu samfélagi eins og við viljum búa í á allt fólk sitt pláss og allir eiga þann rétt að sýna hvað í þeim býr sjálfum sér og öðrum til heilla,” segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Reynir Pétur og Guðni við styttuna góðu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nokkur ávörp voru haldin í tilefni dagsins, meðal annars af dómsmálaráðherra og Ómari Ragnarssyni, sem gerði Íslandsgöngunni góð skil í fréttum á sínum tíma. Þá spilaði Reynir Pétur á munnhörpuna sína fyrir gesti. „Ég kem hingað að verða fjögurra ára og ég á mörg áhugamál. Það er mjög gott og ég ólst upp hér,” segir Reynir Pétur, afmælisbarn dagsins. Lionsmenn í klúbbnum Ægi færðu Reyni Pétri blómvönd í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Reynir Pétur fékk að sjálfsögðu afmælissöng frá Sólheimakórnum. Eftir dagskrá dagsins var boðið upp á glæsilegt afmæliskaffi í boði Sólheima. Heimilisfólkið var æst í að fá mynd af sér með forseta Íslands og að sjálfsögðu var það ekkert mál.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tímamót Sólheimar í Grímsnesi Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Lífið Fleiri fréttir Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Sjá meira