Íslendingar geti náð fullkomnu jafnrétti Árni Sæberg skrifar 24. október 2023 16:12 Katrín Jakobsdóttir á Arnarhóli. Vísir/Vilhelm „Ef einhver þjóð ætti að geta náð markmiðinu um fullt jafnrétti, þá erum það við,“ segir forsætisráðherra, sem lagði niður störf í dag en er þó alltaf á vaktinni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ein þeirra fjölmörgu sem lögðu leið sína á Arnarhól í miðbæ Reykjavíkur í dag í tilefni verkfalls kvenna og kvára í dag. „Ég lagði niður mín formlegu störf, þó að maður sé svo sem alltaf á vaktinni, eðlilega. Ég geri það til að sýna samstöðu og það er alveg magnað að sjá samstöðuna hér niðri í miðbæ Reykjavíkur, allan þennan fjölda fólks sem er mættur til að gera þessa eðlilegu kröfu um fullt jafnrétti, sem er svo löngu tímabær,“ sagði Katrín þegar fréttamaður okkar náði tali af henni í dag. Óþolandi staða Tugir þúsunda lögðu leið sína á baráttufund í miðbænum og lögreglan hefur aldrei séð annan eins fjölda samankominn þar. „Það segir okkur að okkur finnst þetta óþolandi staða. Við ætlum ekki að búa við kynbundinn launamun, vissulega hefur hann dregist saman, en það segir okkur að það er hægt að loka honum. Síðan er það þessi mikilvæga krafa um að uppræta kynbundið ofbeldi, sem er auðvitað risastórt jafnréttismál,“ segir Katrín. Dagur sem þessi auki öllum kraft Katrín segir að auðvitað vinni stjórnmálamenn að auknu jafnrétti á hverjum degi og að hún hafi verið á kafi í málaflokknum undanfarin ár. „En þessi dagur, þetta eykur okkur öllum kraft og segir okkur hvað það er mikil samstaða í samfélaginu um, eins og ég segi, þessa eðlilegu kröfu.“ Jafnréttismál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kvennaverkfall Tengdar fréttir Starfsfólk fái greitt þrátt fyrir verkfallsþátttöku Forstjóri 66° Norður segir misskilning að konur sem starfa hjá fyrirtækinu fái ekki greidd laun þrátt fyrir að leggja niður störf í tilefni Kvennaverkfallsins. Öllu starfsfólki hafi gefist kostur á að taka þátt í verkfallinu eftir hádegi. 24. október 2023 15:12 Á íslenskum vinnumarkaði eru 55 kvár Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar eru skráð 150 kvár á Íslandi, eða fólk sem flokkast sem kynsegin/annað. 24. október 2023 12:02 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ein þeirra fjölmörgu sem lögðu leið sína á Arnarhól í miðbæ Reykjavíkur í dag í tilefni verkfalls kvenna og kvára í dag. „Ég lagði niður mín formlegu störf, þó að maður sé svo sem alltaf á vaktinni, eðlilega. Ég geri það til að sýna samstöðu og það er alveg magnað að sjá samstöðuna hér niðri í miðbæ Reykjavíkur, allan þennan fjölda fólks sem er mættur til að gera þessa eðlilegu kröfu um fullt jafnrétti, sem er svo löngu tímabær,“ sagði Katrín þegar fréttamaður okkar náði tali af henni í dag. Óþolandi staða Tugir þúsunda lögðu leið sína á baráttufund í miðbænum og lögreglan hefur aldrei séð annan eins fjölda samankominn þar. „Það segir okkur að okkur finnst þetta óþolandi staða. Við ætlum ekki að búa við kynbundinn launamun, vissulega hefur hann dregist saman, en það segir okkur að það er hægt að loka honum. Síðan er það þessi mikilvæga krafa um að uppræta kynbundið ofbeldi, sem er auðvitað risastórt jafnréttismál,“ segir Katrín. Dagur sem þessi auki öllum kraft Katrín segir að auðvitað vinni stjórnmálamenn að auknu jafnrétti á hverjum degi og að hún hafi verið á kafi í málaflokknum undanfarin ár. „En þessi dagur, þetta eykur okkur öllum kraft og segir okkur hvað það er mikil samstaða í samfélaginu um, eins og ég segi, þessa eðlilegu kröfu.“
Jafnréttismál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kvennaverkfall Tengdar fréttir Starfsfólk fái greitt þrátt fyrir verkfallsþátttöku Forstjóri 66° Norður segir misskilning að konur sem starfa hjá fyrirtækinu fái ekki greidd laun þrátt fyrir að leggja niður störf í tilefni Kvennaverkfallsins. Öllu starfsfólki hafi gefist kostur á að taka þátt í verkfallinu eftir hádegi. 24. október 2023 15:12 Á íslenskum vinnumarkaði eru 55 kvár Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar eru skráð 150 kvár á Íslandi, eða fólk sem flokkast sem kynsegin/annað. 24. október 2023 12:02 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sjá meira
Starfsfólk fái greitt þrátt fyrir verkfallsþátttöku Forstjóri 66° Norður segir misskilning að konur sem starfa hjá fyrirtækinu fái ekki greidd laun þrátt fyrir að leggja niður störf í tilefni Kvennaverkfallsins. Öllu starfsfólki hafi gefist kostur á að taka þátt í verkfallinu eftir hádegi. 24. október 2023 15:12
Á íslenskum vinnumarkaði eru 55 kvár Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar eru skráð 150 kvár á Íslandi, eða fólk sem flokkast sem kynsegin/annað. 24. október 2023 12:02