Bjóða öryggi fyrir upplýsingar um gísla Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2023 14:15 Leitað að fólki eftir loftárás Ísraela á Gasaströndinni í morgun. AP/Hatem Ali Ísraelski herinn varpaði í dag blöðum úr lofti yfir Gasaströndinni. Á þeim eru íbúar beðnir um upplýsingar um gísla Hamas-samtakanna. Í skiptum fengi fólk öryggi og peninga. „Ef þú vilt bjartari framtíð fyrir þig og börnin þín, útvegaðu okkur góðar og gagnlegar upplýsingar eins fljótt og auðið er um gísla á þínu svæði,“ segir á bæklingnum, samkvæmt þýðingu Times of Israel. Á bæklingnum segir að veiti einhver slíkar upplýsingar verði allt gert til að tryggja að heimili viðkomandi sé öruggt og þar að auki fær viðkomandi peninga. Fullum trúnaði er heitið og er vísað í símanúmer og samfélagsmiðla eins og WhatsApp eða Signal. Herinn birti mynd af bæklingnum á samfélagsmiðlum í dag. Hana má sjá hér að neðan. : , . . . pic.twitter.com/kNEXUGUU1c— Israeli Air Force (@IAFsite) October 24, 2023 Talið er að Hamas-samtökin hafi tekið um 222 gísla í árásinni á suðurhluta Ísrael þann 7. október. Fjórum hefur verið sleppt og þar á meðal tveimur eldri konum sem sleppt var í gærkvöldi. Viðræður um frelsun fleiri gísla eru sagðar hafa strandað á því að Ísraelar vildu ekki leyfa flutning eldsneytis á Gasaströndina. Önnur konan sem sleppt var í gær, hin 85 ára gamla Yocheved Lifshitz, segir að hún og aðrir gíslar hafi verið barðir og flutt á Gasaströndina. Þar hafi þau verið færð ofan í göng sem hún lýsti sem köngulóarvef. Hamas-samtökin eru sögð hafa grafið umfangsmikið gangnakerfi undir Gasaströndinni. Hún var í fyrstu sett í stórt herbergi með um 25 öðrum en seinna meir var þeim skipt upp í fimm manna hópa. Þá segir hún að vel hafi verið komið fram við hana í haldi Hamas og að hún hafi fengið læknisaðstoð og lyf. Oded, 83 ára eiginmaður hennar, er enn í haldi. Frá 7. október hafa Ísraelar gert linnulausar loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina. Um helmingur 2,3 milljóna íbúa svæðisins eru sagður á vergangi og þúsundir hafa fallið í árásunum. Ísraelar segjast hafa gert fjögur hundruð árásir á einum sólarhring. Sólarhringinn þar áður voru árásirnar 320. Sjá einnig: Fjögur hundruð árásir á sólarhring og meira en helmingur íbúa á vergangi Hamas-samtökin, sem hafa stjórnað Gasa frá 2005, sögðu fyrr í dag að rúmlega sjö hundruð manns hefðu fallið í þessum árásum Ísraela undanfarinn sólarhring. The Israeli military releases footage of strikes against Gaza. 400+ over the past 24 hours. pic.twitter.com/ZvPYR69Pwu— Trey Yingst (@TreyYingst) October 24, 2023 AP fréttaveitan hefur eftir vitnum og heilbrigðisstarfsmönnum að loftárásir hafi meðal annars verið gerðar á íbúðarhús og sumar þeirra á suðurhluta Gasa, en Ísraelar hafa sagt fólki að flýja af norðurhluta svæðisins. Minnst 32 eru sagðir hafa fallið í einni slíkri árás. AP hefur eftir heilbrigðisráðuneyti Hamas að í heildina hafi rúmlega 5.700 Palestínumenn fallið í árásum Ísraela og þar á meðal 2.300 börn. Þessi tala er sögð innihalda þá 477 sem Hamas sagði hafa fallið í umdeildri sprengingu við sjúkrahús á Gasa í síðustu viku. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Börn að bera hæstan kostnað af stríðinu Framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi segir börn bera hæstan kostnað vegna stríðsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún segir andrúmsloftið í Miðausturlöndum einkennast af spennu og sorg 23. október 2023 21:30 Sprengjan sögð hafa „gufað upp“ Háttsettur meðlimur Hamas-samtakanna segir að sprengjan sem samtökin segja Ísraela hafa varpað á sjúkrahús á Gassaströndinni í síðustu viku, hafa gufað upp. Þess vegna hafi engin sprengjubrot fundist. 23. október 2023 15:43 Báðu Ísraela um að bíða með innrás Ráðamenn í Bandaríkjunum báðu Ísraela um að bíða með innrás á Gasaströndina. Það er svo meiri tími fáist til að frelsa gísla Hamas-samtakanna, koma birgðum til íbúa og finna leiðir til að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. 23. október 2023 10:30 Fleiri hafa ekki verið drepnir á Gasaströndinni í fimmtán ár Mörg þúsund almennra borgar, þar á meðal börn, hafa verið drepin í loftárásum Ísrael á Gasaströndina undanfarnar tvær vikur. Árásir Ísrael eru þær blóðugustu síðan þjóðin yfirgaf Gasaströndina alveg árið 2005. 23. október 2023 09:09 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
„Ef þú vilt bjartari framtíð fyrir þig og börnin þín, útvegaðu okkur góðar og gagnlegar upplýsingar eins fljótt og auðið er um gísla á þínu svæði,“ segir á bæklingnum, samkvæmt þýðingu Times of Israel. Á bæklingnum segir að veiti einhver slíkar upplýsingar verði allt gert til að tryggja að heimili viðkomandi sé öruggt og þar að auki fær viðkomandi peninga. Fullum trúnaði er heitið og er vísað í símanúmer og samfélagsmiðla eins og WhatsApp eða Signal. Herinn birti mynd af bæklingnum á samfélagsmiðlum í dag. Hana má sjá hér að neðan. : , . . . pic.twitter.com/kNEXUGUU1c— Israeli Air Force (@IAFsite) October 24, 2023 Talið er að Hamas-samtökin hafi tekið um 222 gísla í árásinni á suðurhluta Ísrael þann 7. október. Fjórum hefur verið sleppt og þar á meðal tveimur eldri konum sem sleppt var í gærkvöldi. Viðræður um frelsun fleiri gísla eru sagðar hafa strandað á því að Ísraelar vildu ekki leyfa flutning eldsneytis á Gasaströndina. Önnur konan sem sleppt var í gær, hin 85 ára gamla Yocheved Lifshitz, segir að hún og aðrir gíslar hafi verið barðir og flutt á Gasaströndina. Þar hafi þau verið færð ofan í göng sem hún lýsti sem köngulóarvef. Hamas-samtökin eru sögð hafa grafið umfangsmikið gangnakerfi undir Gasaströndinni. Hún var í fyrstu sett í stórt herbergi með um 25 öðrum en seinna meir var þeim skipt upp í fimm manna hópa. Þá segir hún að vel hafi verið komið fram við hana í haldi Hamas og að hún hafi fengið læknisaðstoð og lyf. Oded, 83 ára eiginmaður hennar, er enn í haldi. Frá 7. október hafa Ísraelar gert linnulausar loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina. Um helmingur 2,3 milljóna íbúa svæðisins eru sagður á vergangi og þúsundir hafa fallið í árásunum. Ísraelar segjast hafa gert fjögur hundruð árásir á einum sólarhring. Sólarhringinn þar áður voru árásirnar 320. Sjá einnig: Fjögur hundruð árásir á sólarhring og meira en helmingur íbúa á vergangi Hamas-samtökin, sem hafa stjórnað Gasa frá 2005, sögðu fyrr í dag að rúmlega sjö hundruð manns hefðu fallið í þessum árásum Ísraela undanfarinn sólarhring. The Israeli military releases footage of strikes against Gaza. 400+ over the past 24 hours. pic.twitter.com/ZvPYR69Pwu— Trey Yingst (@TreyYingst) October 24, 2023 AP fréttaveitan hefur eftir vitnum og heilbrigðisstarfsmönnum að loftárásir hafi meðal annars verið gerðar á íbúðarhús og sumar þeirra á suðurhluta Gasa, en Ísraelar hafa sagt fólki að flýja af norðurhluta svæðisins. Minnst 32 eru sagðir hafa fallið í einni slíkri árás. AP hefur eftir heilbrigðisráðuneyti Hamas að í heildina hafi rúmlega 5.700 Palestínumenn fallið í árásum Ísraela og þar á meðal 2.300 börn. Þessi tala er sögð innihalda þá 477 sem Hamas sagði hafa fallið í umdeildri sprengingu við sjúkrahús á Gasa í síðustu viku.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Börn að bera hæstan kostnað af stríðinu Framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi segir börn bera hæstan kostnað vegna stríðsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún segir andrúmsloftið í Miðausturlöndum einkennast af spennu og sorg 23. október 2023 21:30 Sprengjan sögð hafa „gufað upp“ Háttsettur meðlimur Hamas-samtakanna segir að sprengjan sem samtökin segja Ísraela hafa varpað á sjúkrahús á Gassaströndinni í síðustu viku, hafa gufað upp. Þess vegna hafi engin sprengjubrot fundist. 23. október 2023 15:43 Báðu Ísraela um að bíða með innrás Ráðamenn í Bandaríkjunum báðu Ísraela um að bíða með innrás á Gasaströndina. Það er svo meiri tími fáist til að frelsa gísla Hamas-samtakanna, koma birgðum til íbúa og finna leiðir til að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. 23. október 2023 10:30 Fleiri hafa ekki verið drepnir á Gasaströndinni í fimmtán ár Mörg þúsund almennra borgar, þar á meðal börn, hafa verið drepin í loftárásum Ísrael á Gasaströndina undanfarnar tvær vikur. Árásir Ísrael eru þær blóðugustu síðan þjóðin yfirgaf Gasaströndina alveg árið 2005. 23. október 2023 09:09 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Börn að bera hæstan kostnað af stríðinu Framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi segir börn bera hæstan kostnað vegna stríðsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún segir andrúmsloftið í Miðausturlöndum einkennast af spennu og sorg 23. október 2023 21:30
Sprengjan sögð hafa „gufað upp“ Háttsettur meðlimur Hamas-samtakanna segir að sprengjan sem samtökin segja Ísraela hafa varpað á sjúkrahús á Gassaströndinni í síðustu viku, hafa gufað upp. Þess vegna hafi engin sprengjubrot fundist. 23. október 2023 15:43
Báðu Ísraela um að bíða með innrás Ráðamenn í Bandaríkjunum báðu Ísraela um að bíða með innrás á Gasaströndina. Það er svo meiri tími fáist til að frelsa gísla Hamas-samtakanna, koma birgðum til íbúa og finna leiðir til að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. 23. október 2023 10:30
Fleiri hafa ekki verið drepnir á Gasaströndinni í fimmtán ár Mörg þúsund almennra borgar, þar á meðal börn, hafa verið drepin í loftárásum Ísrael á Gasaströndina undanfarnar tvær vikur. Árásir Ísrael eru þær blóðugustu síðan þjóðin yfirgaf Gasaströndina alveg árið 2005. 23. október 2023 09:09