Blaðamönnum sýnd myndskeið af voðaverkum Hamas-liða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2023 11:28 Barnaherbergi í Nir Oz samfélaginu eftir árás Hamas-liða. Fjórðungur íbúa var myrtur eða þeim rænt. AP/Francisco Seco Stjórnvöld í Ísrael buðu tugum erlendra blaðamanna á sérstaka kynningu í herstöð í Tel Aviv í gær þar sem sýnt var 45 mínútna langt safn myndskeiða frá deginum þegar Hamas-liðar réðust á almenna borgara í Ísrael. Tilgangur kynningarinnar var að sögn yfirvalda að vega upp á móti tilraunum til að afneita eða gera lítið úr þeim hroðaverkum sem hefðu verið framin. Myndskeiðin voru tekin úr farsímum, öryggismyndavélum, myndavélum bifreiða og úr myndavélum sem Hamas-liðar báru á sér. Meðal þess sem bar fyrir augu voru morð á börnum og afhöfðun sumra fórnarlambanna. Viðstöddum var ekki heimilað að taka upp á kynningunni en mínútulangt myndskeið var birt opinberlega; það sýndi hryðjuverkamennina veifa til ökumanns að stöðva bifreið sína en skjóta svo hann og farþegann. Á öðru myndskeiði sem sýnt var blaðamönnunum sjást árásarmennirnir fara inn á heimili og ræða við stúlku sem felur sig undir borði. „Eftir orðaskipti skjóta þeir hana og drepa,“ tísti blaðamaðurinn Jotam Confino að lokinni kynningunni. Stúlkan hafi virst vera á aldrinum sjö til níu ára. "I would like to explain what I saw - but I don't want to scare people off."Danish journalist Jotam Confino, who was shown raw bodycam footage of Hamas's atrocities, hesitates before telling Piers Morgan exactly what he saw.@mrconfino | @piersmorgan | #PMU pic.twitter.com/YTwZvUi1wu— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) October 23, 2023 Enn annað mynskeið sýndi faðir og tvo syni hans hlaupa í nærfötunum, að því er virðist í átt að sprengjuskýli. Hamas-liði kastar handsprengju að þeim og drepur föðurinn. Strákarnir sjást hlaupa áfram, blóðugir. „Pabbi er dáinn, þetta var ekki hrekkur,“ hrópar annar. „Ég veit, ég sá það,“ svarar hinn. „Af hverju er ég lifandi?“ öskrar hann síðar. „Ég drap tíu gyðinga með mínum eigin höndum. Ég er að nota farsíma dauðrar gyðingakonu til að hringja í þig,“ segir sigurreifur Hamas-liði á einu myndskeiðanna. Þá sést maður höggva í höfuð manns sem liggur á jörðinni, byssumenn að myrða særðar konur úr röðum ísraelska hersins og ísraelska konu að skoða brunnar líkamsleifar annarar konu til að athuga hvort um ástvin sé að ræða. Umrætt lík var nakið að neðan og fulltrúi Ísraelshers sagði eftir sýninguna að ummerki bentu til nauðgunar. Á myndum mátti sjá afhöfðuð lík og brunnin lík barna. „Þegar við líkjum Hamas við Ríki íslam erum við ekki í endurmörkun,“ sagði fjölmiðlafulltrúinn Daniel Hagari. Eylon Levy, talsmaður stjórnvalda, sagði að þrátt fyrir að myndefni hefði farið í dreifingu á samfélagsmiðlum væri afneitun í gangi, sem hann líkti við afneitun á Helförinni. Talið er að um 1.400 manns hafi látist í árásum Hamas. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Tilgangur kynningarinnar var að sögn yfirvalda að vega upp á móti tilraunum til að afneita eða gera lítið úr þeim hroðaverkum sem hefðu verið framin. Myndskeiðin voru tekin úr farsímum, öryggismyndavélum, myndavélum bifreiða og úr myndavélum sem Hamas-liðar báru á sér. Meðal þess sem bar fyrir augu voru morð á börnum og afhöfðun sumra fórnarlambanna. Viðstöddum var ekki heimilað að taka upp á kynningunni en mínútulangt myndskeið var birt opinberlega; það sýndi hryðjuverkamennina veifa til ökumanns að stöðva bifreið sína en skjóta svo hann og farþegann. Á öðru myndskeiði sem sýnt var blaðamönnunum sjást árásarmennirnir fara inn á heimili og ræða við stúlku sem felur sig undir borði. „Eftir orðaskipti skjóta þeir hana og drepa,“ tísti blaðamaðurinn Jotam Confino að lokinni kynningunni. Stúlkan hafi virst vera á aldrinum sjö til níu ára. "I would like to explain what I saw - but I don't want to scare people off."Danish journalist Jotam Confino, who was shown raw bodycam footage of Hamas's atrocities, hesitates before telling Piers Morgan exactly what he saw.@mrconfino | @piersmorgan | #PMU pic.twitter.com/YTwZvUi1wu— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) October 23, 2023 Enn annað mynskeið sýndi faðir og tvo syni hans hlaupa í nærfötunum, að því er virðist í átt að sprengjuskýli. Hamas-liði kastar handsprengju að þeim og drepur föðurinn. Strákarnir sjást hlaupa áfram, blóðugir. „Pabbi er dáinn, þetta var ekki hrekkur,“ hrópar annar. „Ég veit, ég sá það,“ svarar hinn. „Af hverju er ég lifandi?“ öskrar hann síðar. „Ég drap tíu gyðinga með mínum eigin höndum. Ég er að nota farsíma dauðrar gyðingakonu til að hringja í þig,“ segir sigurreifur Hamas-liði á einu myndskeiðanna. Þá sést maður höggva í höfuð manns sem liggur á jörðinni, byssumenn að myrða særðar konur úr röðum ísraelska hersins og ísraelska konu að skoða brunnar líkamsleifar annarar konu til að athuga hvort um ástvin sé að ræða. Umrætt lík var nakið að neðan og fulltrúi Ísraelshers sagði eftir sýninguna að ummerki bentu til nauðgunar. Á myndum mátti sjá afhöfðuð lík og brunnin lík barna. „Þegar við líkjum Hamas við Ríki íslam erum við ekki í endurmörkun,“ sagði fjölmiðlafulltrúinn Daniel Hagari. Eylon Levy, talsmaður stjórnvalda, sagði að þrátt fyrir að myndefni hefði farið í dreifingu á samfélagsmiðlum væri afneitun í gangi, sem hann líkti við afneitun á Helförinni. Talið er að um 1.400 manns hafi látist í árásum Hamas.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira