Svarar tröllunum og segir soninn bara með stóran heila Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. október 2023 23:54 Phoenix Barron er aðeins níu mánaða en hefur þrátt fyrir það fengið sinn skerf af háði og spotti frá netverjum. Instagram Paris Hilton svaraði nettröllum sem hafa gert grín að höfuðstærð sonar hennar. Að sögn Hilton er hinn níu mánaða Phoenix heilbrigður en með stóran heila. Raunveruleikastjarnan deildi mynd af sér og syni sínum á Instagram í síðustu viku. Netverjar voru fljótir að taka eftir höfði barnsins sem er vissulega í stærri kantinum. Í kjölfarið rigndi inn misfallegum ummælum þar sem fólk velti því fyrir sér hvað væri að barninu. View this post on Instagram A post shared by Paris Hilton (@parishilton) Einn fylgjandi spurði hvort drengurinn væri nokkuð með heilabólgu (e. encephalitis), annar bar hann saman við teiknimyndapersónuna Stewie Griffin og sá þriðji sagði fólki að slaka á þar sem barnið hefði bara mikið um að hugsa. Aðrir hafa þó tekið upp hanskann fyrir strákinn. TikTok-notandinn Stephanie Tleiji fann sig knúna til að gera myndband um kommentakerfið á Instagram-síðu Hilton og þá vitleysu sem vellur þar fram. @stephwithdadeets Dude if you re bullying babies you should be getting your head checked. #parishilton #paris #phoenixhiltonreum #greenscreen #parishiltonbabynews #popculture #phoenixbarronhiltonreum original sound - Stephanie Tleiji Paris Hilton tók greinilega eftir myndbandi Tleiji af því hún skrifaði ummæli við það. „Það er til svo sjúkt fólk úti í heimi. Engillinn minn er fullkomlega hraustur,“ skrifaði hún meðal annars við myndbandið. Síðan bætti hún við „Og já, auðvitað hefur hann farið til læknis, hann er bara með stóran heila.“ Hilton birti einnig persónuleg skilaboð í Instagram-hringrás sinni þar sem hún sagði að það væri óásættanlegt að fólk beindi ummælum að barninu. Þá sagði hún að ekkert sem hún gerði væri nógu gott, ef hún birti ekki myndir af barninu gerði fólk ráð fyrir að hún væri vond móðir og ef hún birti myndir þá væri fólk grimmt og hatursfullt. „Ég er stolt útivinnandi móðir og barnið mitt er fullkomlega hraust, krúttlegt og engilfagurt.“ Paris skrifaði þessi skilaboð í hringrás sinni á Instagram.Instagram Hollywood Bandaríkin Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Sjá meira
Raunveruleikastjarnan deildi mynd af sér og syni sínum á Instagram í síðustu viku. Netverjar voru fljótir að taka eftir höfði barnsins sem er vissulega í stærri kantinum. Í kjölfarið rigndi inn misfallegum ummælum þar sem fólk velti því fyrir sér hvað væri að barninu. View this post on Instagram A post shared by Paris Hilton (@parishilton) Einn fylgjandi spurði hvort drengurinn væri nokkuð með heilabólgu (e. encephalitis), annar bar hann saman við teiknimyndapersónuna Stewie Griffin og sá þriðji sagði fólki að slaka á þar sem barnið hefði bara mikið um að hugsa. Aðrir hafa þó tekið upp hanskann fyrir strákinn. TikTok-notandinn Stephanie Tleiji fann sig knúna til að gera myndband um kommentakerfið á Instagram-síðu Hilton og þá vitleysu sem vellur þar fram. @stephwithdadeets Dude if you re bullying babies you should be getting your head checked. #parishilton #paris #phoenixhiltonreum #greenscreen #parishiltonbabynews #popculture #phoenixbarronhiltonreum original sound - Stephanie Tleiji Paris Hilton tók greinilega eftir myndbandi Tleiji af því hún skrifaði ummæli við það. „Það er til svo sjúkt fólk úti í heimi. Engillinn minn er fullkomlega hraustur,“ skrifaði hún meðal annars við myndbandið. Síðan bætti hún við „Og já, auðvitað hefur hann farið til læknis, hann er bara með stóran heila.“ Hilton birti einnig persónuleg skilaboð í Instagram-hringrás sinni þar sem hún sagði að það væri óásættanlegt að fólk beindi ummælum að barninu. Þá sagði hún að ekkert sem hún gerði væri nógu gott, ef hún birti ekki myndir af barninu gerði fólk ráð fyrir að hún væri vond móðir og ef hún birti myndir þá væri fólk grimmt og hatursfullt. „Ég er stolt útivinnandi móðir og barnið mitt er fullkomlega hraust, krúttlegt og engilfagurt.“ Paris skrifaði þessi skilaboð í hringrás sinni á Instagram.Instagram
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Sjá meira