Framkvæmdastjóri SA ætlar ekki að taka þátt í verkfallinu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. október 2023 20:58 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Arnar Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ætlar ekki að taka þátt í allsherjarverkfalli kvenna og kvára á þriðjudag. Hún leggur áherslu á að mikið hafi áunnist síðustu fimmtíu ár. Það skjóti skökku við að konur og kvár séu hvattar til að ganga úr störfum án þess að láta yfirmenn vita. Forsvarsmenn SA birtu grein í dag á vef samtakanna þar sem fram kom að eðlilegt væri að atvinnurekendur spyrðu sig af hverju markmið skipuleggjenda verkfallsins væri að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Engin skylda hvíli á atvinnurekendum til að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins. Rætt var við Sigríði Margréti í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þar áréttaði hún að forsvarsmenn SA styddu baráttu við kynbundinni mismunun og ofbeldi. „Það sem skiptir rosalega miklu máli að hafa í huga er það hversu mikið hefur áunnist frá því að kvennafrídagurinn var haldinn fyrst árið 1975 fyrir tæplega hálfri öld. Við sjáum það til dæmis að samkvæmt greinargerð Hagstofu Íslands, þá er leiðréttur launamunur kynjanna 4,1 prósent. Og við vitum það líka að þessi launamunur er fyrst og fremst vegna þess að kyn eru að velja sér mismunandi tegundir starfa og atvinnugreina.“ Sigríður Margrét segir að ef horft sé á óleiðrétta launamuninn þá liggi fyrir að karlar séu mun líklegri til að vinna yfirvinnu heldur en konur. Það gæti útskýrt hærra meðaltímakaup karlmanna. Mikið áunnist síðustu fimmtíu ár „Sú staða, að árið 2023 á Íslandi, þá erum við með forsætisráðherra sem er kona, fjármálaráðherra sem er kona og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins sem er kona. Sem segir auðvitað mjög margt um það sem hefur áunnist á þessari tæpu hálfu öld sem er liðin.“ Þegar talið berst að fyrrnefndri grein segir hún skjóta skökku við að verið sé beinlínis að hvetja til þess að konur og kvár gangi úr störfum sínum án þess að láta yfirmenn vita. Staða og eðli fyrirtækja sé mjög mismunandi og Samtök atvinnulífsins leggi áherslu á að meðalhófs sé gætt. „Og við erum þess vegna að leggja áherslu á það að bæði konur og kvár, sem vilja taka þátt í kvennafrídeginum, geri það með góðum fyrirvara og í þá samvinnu við sinn yfirmann svo hægt sé að skipuleggja fjarvistir, ef því er hægt að koma við,“ segir Sigríður Margrét. Sjálf ætlar hún ekki að taka þátt í verkfallinu: „Ég ætla að vera á opnum vinnufundi í Reykjanesbæ, vegna þess að stærsta verkefni sem við stöndum frammi fyrir núna, það er að brjótast út úr vítahring verðbólgu og vaxta. Þannig að ég ætla að vera þar á opnum vinufundi með atvinnurekendum, starfsfólki og öllum sem vilja koma til að ræða lausnir á því að ná niður verðbólgu og lækka vexti á Íslandi.“ Kvennaverkfall Jafnréttismál Vinnumarkaður Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir „Við spýtum í lófana og vinnum hraðar“ Ýmsir hlutar samfélagsins munu lamast eftir helgi þegar konur og kvár leggja niður störf. Leik- og grunnskólum verður víða lokað og skert þjónusta verður á heilsugæslu. Feður hyggjast taka börn sín í vinnuna eða vinna að heiman. 20. október 2023 19:11 Engin skylda að greiða laun í kvennaverkfalli Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins segja eðlilegt að atvinnurekendur spyrji sig af hverju það er sjálfstætt markmið skipuleggjenda kvennaverkfalls á þriðjudag að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Þá hvíli engin skylda á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins. 20. október 2023 13:50 Mikilvægt að laun verði ekki dregin af fólki vegna kvennaverkfalls Mikilvægt er að atvinnurekendur gefi skýr skilaboð um að laun verði ekki dregin af þeim sem hyggjast leggja niður störf þann 24. október næstkomandi. Forsvarskonur kvennaverkfalls hvetja sem flesta til að virkja fólk í kringum sig til þátttöku, sérstaklega fólk af erlendum uppruna. 16. október 2023 14:50 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Forsvarsmenn SA birtu grein í dag á vef samtakanna þar sem fram kom að eðlilegt væri að atvinnurekendur spyrðu sig af hverju markmið skipuleggjenda verkfallsins væri að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Engin skylda hvíli á atvinnurekendum til að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins. Rætt var við Sigríði Margréti í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þar áréttaði hún að forsvarsmenn SA styddu baráttu við kynbundinni mismunun og ofbeldi. „Það sem skiptir rosalega miklu máli að hafa í huga er það hversu mikið hefur áunnist frá því að kvennafrídagurinn var haldinn fyrst árið 1975 fyrir tæplega hálfri öld. Við sjáum það til dæmis að samkvæmt greinargerð Hagstofu Íslands, þá er leiðréttur launamunur kynjanna 4,1 prósent. Og við vitum það líka að þessi launamunur er fyrst og fremst vegna þess að kyn eru að velja sér mismunandi tegundir starfa og atvinnugreina.“ Sigríður Margrét segir að ef horft sé á óleiðrétta launamuninn þá liggi fyrir að karlar séu mun líklegri til að vinna yfirvinnu heldur en konur. Það gæti útskýrt hærra meðaltímakaup karlmanna. Mikið áunnist síðustu fimmtíu ár „Sú staða, að árið 2023 á Íslandi, þá erum við með forsætisráðherra sem er kona, fjármálaráðherra sem er kona og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins sem er kona. Sem segir auðvitað mjög margt um það sem hefur áunnist á þessari tæpu hálfu öld sem er liðin.“ Þegar talið berst að fyrrnefndri grein segir hún skjóta skökku við að verið sé beinlínis að hvetja til þess að konur og kvár gangi úr störfum sínum án þess að láta yfirmenn vita. Staða og eðli fyrirtækja sé mjög mismunandi og Samtök atvinnulífsins leggi áherslu á að meðalhófs sé gætt. „Og við erum þess vegna að leggja áherslu á það að bæði konur og kvár, sem vilja taka þátt í kvennafrídeginum, geri það með góðum fyrirvara og í þá samvinnu við sinn yfirmann svo hægt sé að skipuleggja fjarvistir, ef því er hægt að koma við,“ segir Sigríður Margrét. Sjálf ætlar hún ekki að taka þátt í verkfallinu: „Ég ætla að vera á opnum vinnufundi í Reykjanesbæ, vegna þess að stærsta verkefni sem við stöndum frammi fyrir núna, það er að brjótast út úr vítahring verðbólgu og vaxta. Þannig að ég ætla að vera þar á opnum vinufundi með atvinnurekendum, starfsfólki og öllum sem vilja koma til að ræða lausnir á því að ná niður verðbólgu og lækka vexti á Íslandi.“
Kvennaverkfall Jafnréttismál Vinnumarkaður Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir „Við spýtum í lófana og vinnum hraðar“ Ýmsir hlutar samfélagsins munu lamast eftir helgi þegar konur og kvár leggja niður störf. Leik- og grunnskólum verður víða lokað og skert þjónusta verður á heilsugæslu. Feður hyggjast taka börn sín í vinnuna eða vinna að heiman. 20. október 2023 19:11 Engin skylda að greiða laun í kvennaverkfalli Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins segja eðlilegt að atvinnurekendur spyrji sig af hverju það er sjálfstætt markmið skipuleggjenda kvennaverkfalls á þriðjudag að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Þá hvíli engin skylda á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins. 20. október 2023 13:50 Mikilvægt að laun verði ekki dregin af fólki vegna kvennaverkfalls Mikilvægt er að atvinnurekendur gefi skýr skilaboð um að laun verði ekki dregin af þeim sem hyggjast leggja niður störf þann 24. október næstkomandi. Forsvarskonur kvennaverkfalls hvetja sem flesta til að virkja fólk í kringum sig til þátttöku, sérstaklega fólk af erlendum uppruna. 16. október 2023 14:50 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
„Við spýtum í lófana og vinnum hraðar“ Ýmsir hlutar samfélagsins munu lamast eftir helgi þegar konur og kvár leggja niður störf. Leik- og grunnskólum verður víða lokað og skert þjónusta verður á heilsugæslu. Feður hyggjast taka börn sín í vinnuna eða vinna að heiman. 20. október 2023 19:11
Engin skylda að greiða laun í kvennaverkfalli Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins segja eðlilegt að atvinnurekendur spyrji sig af hverju það er sjálfstætt markmið skipuleggjenda kvennaverkfalls á þriðjudag að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Þá hvíli engin skylda á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins. 20. október 2023 13:50
Mikilvægt að laun verði ekki dregin af fólki vegna kvennaverkfalls Mikilvægt er að atvinnurekendur gefi skýr skilaboð um að laun verði ekki dregin af þeim sem hyggjast leggja niður störf þann 24. október næstkomandi. Forsvarskonur kvennaverkfalls hvetja sem flesta til að virkja fólk í kringum sig til þátttöku, sérstaklega fólk af erlendum uppruna. 16. október 2023 14:50