Hernaðarleg geta Kínverja eykst hraðar en menn gerðu ráð fyrir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2023 08:31 Hernaðarleg geta Kína hefur aukist hraðar en menn höfðu gert ráð fyrir. epa/Cheong Kam Ka Kína hefur fjölgað kjarnavopnum sínum hraðar en búist var við og á nú um það bil 500 virka kjarnaodda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hermálayfirvalda í Bandaríkjunum. Um er að ræða árlega samantekt Pentagon um hernaðarlega stöðu Kína en í henni segir einnig að stjórnvöld í landinu hyggist fjölga virkum kjarnaoddum í yfir 1.000 fyrir árið 2030. Kínverjar séu þó enn með þá yfirlýstu stefnu að grípa ekki til notkunar þeirra af fyrra bragði. Þrátt fyrir fjölgun kjarnaodda í eigu Kínverja er kjarnorkuvopnabúr þeirra langt um minna en vopnabúr Bandaríkjanna eða Rússlands. Rússar eru taldir eiga um 5.889 kjarnaodda og Bandaríkin 5.244. Erlendir miðlar hafa eftir háttsettum embættismanni að hröð framþróun vopnabúrs Kínverja veki ákveðnar áhyggjur en þrátt fyrir að Bandaríkin hafi í mörg horn að líta um þessar mundir er Kína enn álitin helsta ógnin sem þau standa frammi fyrir til lengri tíma litið. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt að Kínverjar muni búa að úrvals her á heimsmælikvarða fyrir árið 2049. Frá því að hann komst til valda árið 2012 hefur hann unnið að því að nútímavæða herinn. Bandaríkjamenn telja Kínverja hafa reist þrjá nýjar þyrpingar þar sem eldflaugar eru geymdar og þeim skotið á loft. Þar á meðal séu 300 skothólf fyrir langdrægar eldflaugar sem ná heimsálfa á milli. Í fyrrnefndri skýrslu segir að Kínverjar hafi unnið að því að þróa langdrægar eldflaugar sem gætu nýst til að gera „hefðbundnar“ árásir á meginland Bandaríkjanna, Hawaii og Alaska, það er að segja með eldflaugum sem eru ekki vopnaðar kjarnaoddum. BBC fjallar ítarlega um málið. Kína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Um er að ræða árlega samantekt Pentagon um hernaðarlega stöðu Kína en í henni segir einnig að stjórnvöld í landinu hyggist fjölga virkum kjarnaoddum í yfir 1.000 fyrir árið 2030. Kínverjar séu þó enn með þá yfirlýstu stefnu að grípa ekki til notkunar þeirra af fyrra bragði. Þrátt fyrir fjölgun kjarnaodda í eigu Kínverja er kjarnorkuvopnabúr þeirra langt um minna en vopnabúr Bandaríkjanna eða Rússlands. Rússar eru taldir eiga um 5.889 kjarnaodda og Bandaríkin 5.244. Erlendir miðlar hafa eftir háttsettum embættismanni að hröð framþróun vopnabúrs Kínverja veki ákveðnar áhyggjur en þrátt fyrir að Bandaríkin hafi í mörg horn að líta um þessar mundir er Kína enn álitin helsta ógnin sem þau standa frammi fyrir til lengri tíma litið. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt að Kínverjar muni búa að úrvals her á heimsmælikvarða fyrir árið 2049. Frá því að hann komst til valda árið 2012 hefur hann unnið að því að nútímavæða herinn. Bandaríkjamenn telja Kínverja hafa reist þrjá nýjar þyrpingar þar sem eldflaugar eru geymdar og þeim skotið á loft. Þar á meðal séu 300 skothólf fyrir langdrægar eldflaugar sem ná heimsálfa á milli. Í fyrrnefndri skýrslu segir að Kínverjar hafi unnið að því að þróa langdrægar eldflaugar sem gætu nýst til að gera „hefðbundnar“ árásir á meginland Bandaríkjanna, Hawaii og Alaska, það er að segja með eldflaugum sem eru ekki vopnaðar kjarnaoddum. BBC fjallar ítarlega um málið.
Kína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira