Wasabi kóngur selur miðbæjarperlu með útsýni yfir Bæjarins bestu Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 20. október 2023 12:01 Ragnar hefur sett íbúð sína við Hafnartorg í Reykjavík til sölu. Ragnar Atli Tómasson frumkvöðull og stofnandi Wasabi Iceland hefur sett glæsilega íbúð sína við Kolagötu 21 til sölu. Ásett verð fyrir eignina er 104 milljónir. Útsýni er úr íbúðinni yfir líklega vinsælasta veitingastað landsins. Íbúðin er 92,5 fermetrar að stærð, björt með aukinni lofthæð í nýlegu fjölbýlishúsi í hjarta miðborgarinnar. Anddyri hússins er tilkomumikið, flísalagt með vönduðum ítölskum Basalto flísum og grófum steinsteypuveggjum. Arkitektar hússins eru PKdM arkitektar sem vinnur í samstarfi með Fernando de Mendonca og öflugu teymi arkitekta frá öllum heimshornum.Fasteignaljósmyndun Eignin skiptist í tvö svefnherbergi, tvö baðherbergi og rúmgott alrými sem samanstendur af eldhúsi, stofu og borðstofu. Innanstokksmunir eignarinnar eru sérlega glæsilegir, má þar nefna íslenska og skandinavíska hönnun. Við borðstofuborðið eru Sjöurnar, hannaðar af danska arkitektinum og hönnuðinum Arne Jacobsen, sem hafa notið mikilla vinsælda hér á landi. Hinn formfagri glerlampi, PH 3½-2½, hannaður af danska hönnuðinum Louis Poulsen árið 1928 nýtur sín vel við hlið fiðrildastólsins, eða Butterfly Chair, sem hannaður var af þremur arkitektum í Argentínu árið 1938. Stofa og borðstofa eru í opnu rými þaðan er útgengt á suðursvalir.Fasteignaljósmyndun Sjónvarpstofa er notaleg með stórum glugga.Fasteignaljósmyndun Út um glugga íbúðarinnar og af svölunum má fylgjast með mannlífinu og straumi ferðamanna, meðal annars á Bæjarins bestu - líklega best sótta veitingastað landsins. Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef Vísis. Forstofa er með spónlögðum fataskápum.Fasteignaljósmyndun Rúmgóðar svalir úr stofu eru í suður.Fasteignaljósmyndun Tvö baðherbergi eru í eigninni.Fasteignaljósmyndun Barnaherbergið er sérlega fallegt.Fasteignaljósmyndun Baðherbergi er innangengt úr hjónaherbergi.Fasteignaljósmyndun Fasteignamarkaður Reykjavík Hús og heimili Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Íbúðin er 92,5 fermetrar að stærð, björt með aukinni lofthæð í nýlegu fjölbýlishúsi í hjarta miðborgarinnar. Anddyri hússins er tilkomumikið, flísalagt með vönduðum ítölskum Basalto flísum og grófum steinsteypuveggjum. Arkitektar hússins eru PKdM arkitektar sem vinnur í samstarfi með Fernando de Mendonca og öflugu teymi arkitekta frá öllum heimshornum.Fasteignaljósmyndun Eignin skiptist í tvö svefnherbergi, tvö baðherbergi og rúmgott alrými sem samanstendur af eldhúsi, stofu og borðstofu. Innanstokksmunir eignarinnar eru sérlega glæsilegir, má þar nefna íslenska og skandinavíska hönnun. Við borðstofuborðið eru Sjöurnar, hannaðar af danska arkitektinum og hönnuðinum Arne Jacobsen, sem hafa notið mikilla vinsælda hér á landi. Hinn formfagri glerlampi, PH 3½-2½, hannaður af danska hönnuðinum Louis Poulsen árið 1928 nýtur sín vel við hlið fiðrildastólsins, eða Butterfly Chair, sem hannaður var af þremur arkitektum í Argentínu árið 1938. Stofa og borðstofa eru í opnu rými þaðan er útgengt á suðursvalir.Fasteignaljósmyndun Sjónvarpstofa er notaleg með stórum glugga.Fasteignaljósmyndun Út um glugga íbúðarinnar og af svölunum má fylgjast með mannlífinu og straumi ferðamanna, meðal annars á Bæjarins bestu - líklega best sótta veitingastað landsins. Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef Vísis. Forstofa er með spónlögðum fataskápum.Fasteignaljósmyndun Rúmgóðar svalir úr stofu eru í suður.Fasteignaljósmyndun Tvö baðherbergi eru í eigninni.Fasteignaljósmyndun Barnaherbergið er sérlega fallegt.Fasteignaljósmyndun Baðherbergi er innangengt úr hjónaherbergi.Fasteignaljósmyndun
Fasteignamarkaður Reykjavík Hús og heimili Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira