UEFA hafnaði beiðni Blika og KSÍ: „Það eru ákveðin vonbrigði“ Aron Guðmundsson skrifar 20. október 2023 07:31 Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks í leik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á dögunum Vísir/Hulda Margrét Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA) hafnaði sameiginlegri beiðni knattspyrnudeildar Breiðabliks og KSÍ um að færa síðasta heimaleik liðsins í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu út fyrir landsteinana. Formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, Flosi Eiríksson, segir höfnun UEFA vissulega vonbrigði. Hann treystir þó á að Laugardalsvöllur verði í leikhæfu ástandi er Breiðablik tekur á móti Maccabi Tel Aviv í lok nóvember. „Síðasti leikur okkar í riðlakeppninni er heimaleikur þann 30. nóvember. Og eins og við öll vitum er allra veðra von hér á landi á þeim tíma,“ segir Flosi í samtali við Vísi. „Við vildum því bara kanna þann möguleika hjá UEFA hvort við mættum spila þann leik erlendis þar sem að er betra veður. Við ákváðum að kanna þennan möguleika þó svo að við hefðum vitað af því að UEFA gerir ráð fyrir því að lið spili alla sína heimaleiki á sama velli. KSÍ var með okkur í þvi að senda inn þessa beiðni en við fengum þau svör að slíkar breytingar séu ekki heimilar. Það eru ákveðin vonbrigði.“ Þrátt fyrir þessa beiðni voru Blikar ekki komnir með neina staðfesta kosti sem mögulegan leikstað erlendis. „Við vorum bara byrjuð að skoða þau mál en ekki með neitt fast í hendi. Við vildum fyrst sjá hvort við myndum fá grænt ljós á þessa beiðni. Þetta fór því ekkert lengra. Það er til fullt af fótboltavöllum í Evrópu.“ Það fylgir því mikill kostnaður að halda Laugardalsvelli leikhæfum á þessum árstíma og er það kostnaður sem KSÍ þarf að bera. Sambandið hefur leitað eftir aðstoð frá barna- og menntamálaráðuneyti, Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ til að ná þeim kostnaði niður og telur Flosi að þau mál séu að þokast í rétta átt. „Þau mál eru að mér vitandi á góðum rekspöl. Þær viðræður eru í fullum gangi en ég er ekki með það nákvæmlega á hreinu hvað hefur gerst undanfarna daga. Við gerum bara ráð fyrir því að völlurinn verði leikfær 9. og 30. nóvember.“ Tímabilinu hjá Blikum í keppnum hér heima fyrir er lokið og leita forráðamenn liðsins og þjálfarateymi nú leiða til þess að halda leikmönnum í góðu standi fyrir leikina sem eftir eru í Sambandsdeild Evrópu. Blikar eiga útileik gegn belgíska liðinu Gent á fimmtudaginn í næstu viku en liðið mun fyrir það halda út til Skotlands á laugardaginn kemur. Æfa þar í aðdraganda leiksins gegn Gent og meðal annars leika æfingarleik gegn varaliði skoska stórveldisins Glasgow Rangers. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
„Síðasti leikur okkar í riðlakeppninni er heimaleikur þann 30. nóvember. Og eins og við öll vitum er allra veðra von hér á landi á þeim tíma,“ segir Flosi í samtali við Vísi. „Við vildum því bara kanna þann möguleika hjá UEFA hvort við mættum spila þann leik erlendis þar sem að er betra veður. Við ákváðum að kanna þennan möguleika þó svo að við hefðum vitað af því að UEFA gerir ráð fyrir því að lið spili alla sína heimaleiki á sama velli. KSÍ var með okkur í þvi að senda inn þessa beiðni en við fengum þau svör að slíkar breytingar séu ekki heimilar. Það eru ákveðin vonbrigði.“ Þrátt fyrir þessa beiðni voru Blikar ekki komnir með neina staðfesta kosti sem mögulegan leikstað erlendis. „Við vorum bara byrjuð að skoða þau mál en ekki með neitt fast í hendi. Við vildum fyrst sjá hvort við myndum fá grænt ljós á þessa beiðni. Þetta fór því ekkert lengra. Það er til fullt af fótboltavöllum í Evrópu.“ Það fylgir því mikill kostnaður að halda Laugardalsvelli leikhæfum á þessum árstíma og er það kostnaður sem KSÍ þarf að bera. Sambandið hefur leitað eftir aðstoð frá barna- og menntamálaráðuneyti, Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ til að ná þeim kostnaði niður og telur Flosi að þau mál séu að þokast í rétta átt. „Þau mál eru að mér vitandi á góðum rekspöl. Þær viðræður eru í fullum gangi en ég er ekki með það nákvæmlega á hreinu hvað hefur gerst undanfarna daga. Við gerum bara ráð fyrir því að völlurinn verði leikfær 9. og 30. nóvember.“ Tímabilinu hjá Blikum í keppnum hér heima fyrir er lokið og leita forráðamenn liðsins og þjálfarateymi nú leiða til þess að halda leikmönnum í góðu standi fyrir leikina sem eftir eru í Sambandsdeild Evrópu. Blikar eiga útileik gegn belgíska liðinu Gent á fimmtudaginn í næstu viku en liðið mun fyrir það halda út til Skotlands á laugardaginn kemur. Æfa þar í aðdraganda leiksins gegn Gent og meðal annars leika æfingarleik gegn varaliði skoska stórveldisins Glasgow Rangers.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira