Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2023 18:01 Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld. Óljóst er hvort tólf ára stúlka sem varð fyrir árás með stíflueyði við skólalóð Breiðagerðisskóla í Reykjavík hljóti varanlegan skaða af. Stíflueyðirinn sem notaður var í árásinni hefur verið tekinn úr sölu í Hagkaup og neyðaráætlun virkjuð. Helena Rós fréttamaður okkar fylgdist með málinu í dag og ræddi meðal annars við fólkið sem veitti stúlkunni fyrstu hjálp eftir árásina. Helena fer yfir vendingar dagsins í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Enn er óvíst hver ber ábyrgð á sprengingu sem varð allt að fimm hundruð manns að bana á Gasasvæðinu í gær. Nýr utanríkisráðherra segir að í stóra samhenginu skipti ekki máli hver beri ábyrgð heldur þurfi að bjarga óbreyttum borgurum sem búa á Gasa og í Ísrael. Blóðugur hnífur fannst í íbúð í Drangarhrauni í Hafnarfirði í fyrradag, þar sem Jaroslaw Kaminski var stunginn til bana í sumar. Margrét Björk fréttamaður okkar fer yfir málið í beinni útsendingu og segir okkur hvað þessar nýju vendingar þýða fyrir framhald málsins. Við segjum einnig frá nýjum niðurstöðum loftslagsskýrslu sem kynnt var í dag. Allt stefnir í að veðurfar á Íslandi í lok aldarinnar verði gjörbreytt frá því sem nú er - og verið hefur allt frá landnámi. Við verðum að bregðast strax við, segir sérfræðingur. Þá sýnum við frá 75 ára afmælisráðstefnu flugumferðarstjórnar á Íslandi og Magnús Hlynur leiðir okkur í gegnum hitafund um heilsugæslumál í Bláskógabyggð í gærkvöldi. Þjálfari karlalandsliðs Jamaica, okkar eigin Heimir Hallgrímsson, verður í forgrunni í Sportpakka kvöldsins og í Íslandi í dag heyrum við sögu Esterar, sem glímir við mígreni yfir tuttugu daga í hverjum mánuði. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Helena Rós fréttamaður okkar fylgdist með málinu í dag og ræddi meðal annars við fólkið sem veitti stúlkunni fyrstu hjálp eftir árásina. Helena fer yfir vendingar dagsins í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Enn er óvíst hver ber ábyrgð á sprengingu sem varð allt að fimm hundruð manns að bana á Gasasvæðinu í gær. Nýr utanríkisráðherra segir að í stóra samhenginu skipti ekki máli hver beri ábyrgð heldur þurfi að bjarga óbreyttum borgurum sem búa á Gasa og í Ísrael. Blóðugur hnífur fannst í íbúð í Drangarhrauni í Hafnarfirði í fyrradag, þar sem Jaroslaw Kaminski var stunginn til bana í sumar. Margrét Björk fréttamaður okkar fer yfir málið í beinni útsendingu og segir okkur hvað þessar nýju vendingar þýða fyrir framhald málsins. Við segjum einnig frá nýjum niðurstöðum loftslagsskýrslu sem kynnt var í dag. Allt stefnir í að veðurfar á Íslandi í lok aldarinnar verði gjörbreytt frá því sem nú er - og verið hefur allt frá landnámi. Við verðum að bregðast strax við, segir sérfræðingur. Þá sýnum við frá 75 ára afmælisráðstefnu flugumferðarstjórnar á Íslandi og Magnús Hlynur leiðir okkur í gegnum hitafund um heilsugæslumál í Bláskógabyggð í gærkvöldi. Þjálfari karlalandsliðs Jamaica, okkar eigin Heimir Hallgrímsson, verður í forgrunni í Sportpakka kvöldsins og í Íslandi í dag heyrum við sögu Esterar, sem glímir við mígreni yfir tuttugu daga í hverjum mánuði.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira