Loftslagsbreytingar valdi verri öndunarfærasjúkdómum og sýkingum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. október 2023 13:01 Versnandi loftgæði og náttúruhamfarir af völdum loftslagsbreytinga eru stórt lýðheilsumál að sögn sérfræðinga. Vísir/Vilhelm Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa umtalsverð áhrif á lífsskilyrði á Íslandi og samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru þær stærsta heilsufarsógn mannkyns. Verkefnastjóri hjá landlækni segir tímaspursmál hvenær sjúkdómsberar á borð við moskítóflugur komi til landsins. Vísindanefnd um loftslagsbreytingar birti í morgun fjórðu skýrslu sína um loftslagbreytingar á Íslandi og var hún kynnt á fjölmennum fundi í Grósku. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að umtalsverð áhrif loftslagsbreytinga á atvinnuvegi, bygða innviði og efnahag skapi verulegar áskoranir. Til að mynda megi þar nefna tilflutning sjúkdómsbera norður á bóginn. „Það er aðeins talið tímaspursmál hvenær smit fer að berast úr mítlum í fólk hér á landi, til dæmis lyme-sjúkdómurinn. Eins er líka spurning hvenær moskítóflugur ná að nema land hér og þær geta flutt með sér ýmsa sjúkdóma,“ segir Gígja Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis og einn höfunda skýrslunnar. Huga þurfi að ýmsum þáttum, allt frá versnandi loftgæðum að náttúruhamförum. „Þótt hann geti haft margvísleg jákvæð áhrif getur aukinn gróður til dæmis valdið versnandi öndunarfærasjúkdómum og nýjum tilfellum. Svo geta ýmis konar veðuröfgar aukið hættu á slysum og geta haft víðtæk áhrif á samfélög og fólk.“ Breytt veðurfar og öfgar í veðri hafa þá áhrif á ræktunarmöguleika á Íslandi og hætta á að aðfangakeðjur rofni vegna áhrifa loftslagsbreytinga erlendis. Gígja segir aðgengi að hollum og góðum mat stórt lýðheilsumál. „Og að við séum sjálfbær um okkar fæðu sem við þurfum hér á landi. Þannig að við séum eins lítið háð utanaðkomandi aðföngum og hægt er. Það er talað um að aðfangakeðjum geti verið ógnað og þarna geta, fyrir Ísland, falist viss tækifæri varðandi matvælaframleiðslu,“ segir Gígja. Hún segir að verið sé að gera margt nú þegar til að bregðast við þessum áskorunum. „Við erum stutt á veg komin varðandi loftslagsmálin og lýðheilsu hér á landi en við þurfum að halda áfram að reyna að ná utan um stóru myndina og tryggja að við séum að vakta það sem þarf að vakta.“ Loftslagsmál Umhverfismál Heilbrigðismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Sjá meira
Vísindanefnd um loftslagsbreytingar birti í morgun fjórðu skýrslu sína um loftslagbreytingar á Íslandi og var hún kynnt á fjölmennum fundi í Grósku. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að umtalsverð áhrif loftslagsbreytinga á atvinnuvegi, bygða innviði og efnahag skapi verulegar áskoranir. Til að mynda megi þar nefna tilflutning sjúkdómsbera norður á bóginn. „Það er aðeins talið tímaspursmál hvenær smit fer að berast úr mítlum í fólk hér á landi, til dæmis lyme-sjúkdómurinn. Eins er líka spurning hvenær moskítóflugur ná að nema land hér og þær geta flutt með sér ýmsa sjúkdóma,“ segir Gígja Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis og einn höfunda skýrslunnar. Huga þurfi að ýmsum þáttum, allt frá versnandi loftgæðum að náttúruhamförum. „Þótt hann geti haft margvísleg jákvæð áhrif getur aukinn gróður til dæmis valdið versnandi öndunarfærasjúkdómum og nýjum tilfellum. Svo geta ýmis konar veðuröfgar aukið hættu á slysum og geta haft víðtæk áhrif á samfélög og fólk.“ Breytt veðurfar og öfgar í veðri hafa þá áhrif á ræktunarmöguleika á Íslandi og hætta á að aðfangakeðjur rofni vegna áhrifa loftslagsbreytinga erlendis. Gígja segir aðgengi að hollum og góðum mat stórt lýðheilsumál. „Og að við séum sjálfbær um okkar fæðu sem við þurfum hér á landi. Þannig að við séum eins lítið háð utanaðkomandi aðföngum og hægt er. Það er talað um að aðfangakeðjum geti verið ógnað og þarna geta, fyrir Ísland, falist viss tækifæri varðandi matvælaframleiðslu,“ segir Gígja. Hún segir að verið sé að gera margt nú þegar til að bregðast við þessum áskorunum. „Við erum stutt á veg komin varðandi loftslagsmálin og lýðheilsu hér á landi en við þurfum að halda áfram að reyna að ná utan um stóru myndina og tryggja að við séum að vakta það sem þarf að vakta.“
Loftslagsmál Umhverfismál Heilbrigðismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Sjá meira