Settu sinn eigin leikmann í bann fyrir að tjá sig um stríð Ísraels og Hamas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2023 13:00 Anwar El Ghazi fær ekki að spila leik FSV Mainz 05 um helgina. Getty/Christian Kaspar-Bartke Þýska félagið Mainz hefur sett framherja sinn Anwar El Ghazi í agabann eftir að hann tjáði sig frjálslega á samfélagsmiðlum um stríðsátökin undir botni Miðjarðarhafs. El Ghazi er fyrrum leikmaður Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni en hann kom til Mainz í september. El Ghazi hefur eytt færslunni sinni en forráðamenn Mainz sýna enga miskunn. Bardagamenn Hamas samtakanna er sagðir hafa drepið meira en fjórtán hundruð Ísraelsmenn 7. október síðastliðinn eftir árás sem kom Ísrael mikið á óvart. Ísrael lýsti yfir stríði og síðan hafa yfir þrjú þúsund Palestínumenn farist í hefndarárásum Ísraelsmanna. Ástandið er mjög slæmt og engin lausn í sjónmáli. Mainz have announced decision to suspend Anwar El Ghazi after he posted a pro-Palestinian Instagram story and took position in political discussion, club reports.El Ghazi joined the club just couple of weeks ago as free agent. pic.twitter.com/67xoy8Hp97— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 17, 2023 „Mainz 05 ber virðingu fyrir því að það eru mörg sjónarmið uppi varðandi hið flókna ástand í átökunum í Mið-Austurlöndum, átökum sem hafa staðið yfir í áratugi,“ skrifaði þýska félagið á samfélagsmiðla sína. „Samt sem áður þá vill félagið taka það fram að það hafði ekkert með þessa færslu að gera og innihald hennar er ekki það sem félagið stendur fyrir,“ skrifaði Mainz. Félagið gaf það samt ekki upp hvað El Ghazi hafði skrifað í þessari færslu sinni. El Ghazi hefur síðan skrifað aðra færslu þar sem hann segist hafa fengið neikvæð skilaboð eftir umrædda færslu sína á samfélagsmiðlum. „Ég vil taka það skýrt fram að ég vil frið ofar öllu,“ skrifaði hinn 28 ára gamli Anwar El Ghazi. El Ghazi kallaði líka eftir meiri samúð og að fólk kynnti sér betur söguna á bak við þessi átök undir botni Miðjarðarhafs. Þýski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
El Ghazi er fyrrum leikmaður Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni en hann kom til Mainz í september. El Ghazi hefur eytt færslunni sinni en forráðamenn Mainz sýna enga miskunn. Bardagamenn Hamas samtakanna er sagðir hafa drepið meira en fjórtán hundruð Ísraelsmenn 7. október síðastliðinn eftir árás sem kom Ísrael mikið á óvart. Ísrael lýsti yfir stríði og síðan hafa yfir þrjú þúsund Palestínumenn farist í hefndarárásum Ísraelsmanna. Ástandið er mjög slæmt og engin lausn í sjónmáli. Mainz have announced decision to suspend Anwar El Ghazi after he posted a pro-Palestinian Instagram story and took position in political discussion, club reports.El Ghazi joined the club just couple of weeks ago as free agent. pic.twitter.com/67xoy8Hp97— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 17, 2023 „Mainz 05 ber virðingu fyrir því að það eru mörg sjónarmið uppi varðandi hið flókna ástand í átökunum í Mið-Austurlöndum, átökum sem hafa staðið yfir í áratugi,“ skrifaði þýska félagið á samfélagsmiðla sína. „Samt sem áður þá vill félagið taka það fram að það hafði ekkert með þessa færslu að gera og innihald hennar er ekki það sem félagið stendur fyrir,“ skrifaði Mainz. Félagið gaf það samt ekki upp hvað El Ghazi hafði skrifað í þessari færslu sinni. El Ghazi hefur síðan skrifað aðra færslu þar sem hann segist hafa fengið neikvæð skilaboð eftir umrædda færslu sína á samfélagsmiðlum. „Ég vil taka það skýrt fram að ég vil frið ofar öllu,“ skrifaði hinn 28 ára gamli Anwar El Ghazi. El Ghazi kallaði líka eftir meiri samúð og að fólk kynnti sér betur söguna á bak við þessi átök undir botni Miðjarðarhafs.
Þýski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira