Vill að flugminjasafnið fái sína reisn á safnasvæðinu á Hnjóti Kristján Már Unnarsson skrifar 17. október 2023 21:21 Kristinn Þór Egilsson, bóndi á Hnjóti í Örlygshöfn og umsjónarmaður Flugsafns Egils Ólafssonar. Fyrir aftan má sjá sýnishorn af flugstöðvum sem þjónuðu innanlandsfluginu. Egill Aðalsteinsson Bútur úr fyrstu flugvél Íslendinga, elsta flugskýlið og gamall Varnarliðsþristur eru meðal gripa sem varðveittir eru á flugminjasafni lengst vestur á Vestfjörðum, á bænum Hnjóti í Örlygshöfn, dalkvos inn af Patreksfirði. Í fréttum Stöðvar 2 var Flugminjasafn Egils Ólafssonar heimsótt. Egill lést fyrir aldarfjórðungi en sonur hans, Kristinn Þór, hefur annast flugsafnið eftir að það var skilið frá Byggðasafninu á Hnjóti. Frá Hnjóti í Örlygshöfn. Vatnagarðaskýlinu til hægri er ætlað að hýsa meginhluta safngripa í framtíðinni. Byggðasafnið er í löngu byggingunni ofarlega til vinstri.Egill Aðalsteinsson Þar má sjá gamlar flugstöðvar frá hinum ýmsu stöðum. Ein er gamalt stýrishús af báti en aðrar staðlaðar byggingar frá Flugmálastjórn. „Þetta var smíðað í einingum og flutt síðan út á land þar sem þessar flugstöðvar voru reistar. Þetta eru einu eintökin sem til eru, sem upprunaleg eintök frá upphafi flugsins, það er landflugsins,“ segir Kristinn. Stærsta byggingin er gamla Vatnagarðaskýlið, byggt 1930 yfir fyrstu sjóflugvélina, og stóð upphaflega þar sem nú er Sundahöfn í Reykjavík. Járnið utan á skýlinu er nýlegt en grindin upprunaleg og hugmyndin er að það hýsi meginsafnið í framtíðinni. Rússnesk Antonov AN-2 flugvél, sem dagaði uppi á Íslandi, er núna í Vatnagarðaskýlinu.Egill Aðalsteinsson Varnarliðsþristur fyrir utan vekur jafnan athygli. „Þetta er mjög vinsælt myndefni. Hér koma túristarnir upp og hlaupa hérna að vélinni og það eru teknar myndir.“ Þristurinn frá Varnarliðinu er mikið ljósmyndaður. Hreyflarnir og vængirnir fjær.Egill Aðalsteinsson Þarna er framhluti af DC-6 sem var í hjálparflugi í Biafra-stríðinu og íslenskir flugmenn flugu, þeirra á meðal Þorsteinn Jónsson. „Þetta er vélin sem hann getur um í bók sinni þegar skotið var á hann.“ -Þannig að skothríðin var í gegnum þessa vél? „Nákvæmlega þessa vél. Ekkert öðruvísi,“ svarar Kristinn. Í einni af gömlu flugstöðvunum er flugsagan rakin. Hann sýnir okkur útskorið listaverk eftir Ríkarð Jónsson myndhöggvara. Hrútur við stuðlaberg, listaverk sem Ríkarður Jónsson skar út. „Þetta efni er úr skrúfuspaða fyrstu flugvjelar sem kom til Íslands,“ stendur aftan á gripnum. RJ, upphafsstafi Ríkarðs, má sjá neðst.Egill Aðalsteinsson „Þetta er úr fyrstu vél sem kom til landsins.“ -Þeirri sem flaug í Vatnsmýri árið 1919? „Já, nákvæmlega.“ Verkið er skorið úr loftskrúfu fyrstu flugvélar Íslendinga. Svo vill til að í Reykjavík varðveitir Íslenska flugsögufélagið einnig bút úr skrúfublaði sömu vélar. Formaður félagsins, Sigurjón Valsson, staðfestir uppruna gripsins fyrir vestan. Sigurjón Valsson, formaður Íslenska flugsögufélagsins, sýnir bútinn úr skrúfublaðinu sem félagið varðveitir.Egill Aðalsteinsson „Hann er líka úr skrúfunni af Avro 504. Það er staðfest að Ríkarður Jónsson fékk hluta úr skrúfunni og skar út það verk,“ segir formaður flugsögufélagsins en ekki er vitað um neina aðra gripi úr þessari fyrstu flugvél Íslendinga. Í Örlygshöfn viðurkennir Kristinn Þór að sín bíði stórt verkefni. Kristinn bóndi á Hnjóti með þristinn og Vatnagarðaskýlið í baksýn.Egill Aðalsteinsson „Það er í mínum höndum að sjá til þess að þetta fái þá reisn sem það þarf að hafa og munstrist inn í heildarsafnasvæðið hér á Hnjóti,“ segir Kristinn Þór Egilsson, bóndi á Hnjóti í Örlygshöfn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Söfn Vesturbyggð Reykjavíkurflugvöllur Myndlist Tengdar fréttir Halda upp á afmæli fyrstu stóru flugvélar Íslendinga Íslenskir flugáhugamenn undirbúa núna afmælisveislu fyrir flugvél. Ein ástsælasta flugvél landsins varð nefnilega áttræð í gær og verður tímamótunum fagnað í Flugsafni Íslands á Akureyri um næstu helgi. 2. október 2023 21:33 Endurheimt dráttarbeislisins kannski sögulok Geysisslyssins Merkum flugsöguminjum, sem tengjast Geysisslysinu á Vatnajökli, hefur verið bjargað til byggða eftir að hafa legið uppi á hálendi í meira en sjötíu ár. Sonur Alfreðs Elíassonar, stofnanda Loftleiða, sótti gripina núna í vetrarbyrjun ásamt félaga sínum í þriggja daga leiðangri að rótum Síðujökuls. 11. desember 2022 22:42 Segir flugskýlið sem borgin vill rífa með merkustu flugminjum Íslands Höfundur bókarinnar um Flugsögu Íslands hefur óskað eftir því að Minjastofnun grípi til skyndifriðunar til að koma í veg fyrir að borgin rífi flugskýli í Skerjafirði. Hann segir skýlið einhverjar merkustu minjar um upphaf atvinnuflugs á Íslandi. 5. júní 2020 21:34 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var Flugminjasafn Egils Ólafssonar heimsótt. Egill lést fyrir aldarfjórðungi en sonur hans, Kristinn Þór, hefur annast flugsafnið eftir að það var skilið frá Byggðasafninu á Hnjóti. Frá Hnjóti í Örlygshöfn. Vatnagarðaskýlinu til hægri er ætlað að hýsa meginhluta safngripa í framtíðinni. Byggðasafnið er í löngu byggingunni ofarlega til vinstri.Egill Aðalsteinsson Þar má sjá gamlar flugstöðvar frá hinum ýmsu stöðum. Ein er gamalt stýrishús af báti en aðrar staðlaðar byggingar frá Flugmálastjórn. „Þetta var smíðað í einingum og flutt síðan út á land þar sem þessar flugstöðvar voru reistar. Þetta eru einu eintökin sem til eru, sem upprunaleg eintök frá upphafi flugsins, það er landflugsins,“ segir Kristinn. Stærsta byggingin er gamla Vatnagarðaskýlið, byggt 1930 yfir fyrstu sjóflugvélina, og stóð upphaflega þar sem nú er Sundahöfn í Reykjavík. Járnið utan á skýlinu er nýlegt en grindin upprunaleg og hugmyndin er að það hýsi meginsafnið í framtíðinni. Rússnesk Antonov AN-2 flugvél, sem dagaði uppi á Íslandi, er núna í Vatnagarðaskýlinu.Egill Aðalsteinsson Varnarliðsþristur fyrir utan vekur jafnan athygli. „Þetta er mjög vinsælt myndefni. Hér koma túristarnir upp og hlaupa hérna að vélinni og það eru teknar myndir.“ Þristurinn frá Varnarliðinu er mikið ljósmyndaður. Hreyflarnir og vængirnir fjær.Egill Aðalsteinsson Þarna er framhluti af DC-6 sem var í hjálparflugi í Biafra-stríðinu og íslenskir flugmenn flugu, þeirra á meðal Þorsteinn Jónsson. „Þetta er vélin sem hann getur um í bók sinni þegar skotið var á hann.“ -Þannig að skothríðin var í gegnum þessa vél? „Nákvæmlega þessa vél. Ekkert öðruvísi,“ svarar Kristinn. Í einni af gömlu flugstöðvunum er flugsagan rakin. Hann sýnir okkur útskorið listaverk eftir Ríkarð Jónsson myndhöggvara. Hrútur við stuðlaberg, listaverk sem Ríkarður Jónsson skar út. „Þetta efni er úr skrúfuspaða fyrstu flugvjelar sem kom til Íslands,“ stendur aftan á gripnum. RJ, upphafsstafi Ríkarðs, má sjá neðst.Egill Aðalsteinsson „Þetta er úr fyrstu vél sem kom til landsins.“ -Þeirri sem flaug í Vatnsmýri árið 1919? „Já, nákvæmlega.“ Verkið er skorið úr loftskrúfu fyrstu flugvélar Íslendinga. Svo vill til að í Reykjavík varðveitir Íslenska flugsögufélagið einnig bút úr skrúfublaði sömu vélar. Formaður félagsins, Sigurjón Valsson, staðfestir uppruna gripsins fyrir vestan. Sigurjón Valsson, formaður Íslenska flugsögufélagsins, sýnir bútinn úr skrúfublaðinu sem félagið varðveitir.Egill Aðalsteinsson „Hann er líka úr skrúfunni af Avro 504. Það er staðfest að Ríkarður Jónsson fékk hluta úr skrúfunni og skar út það verk,“ segir formaður flugsögufélagsins en ekki er vitað um neina aðra gripi úr þessari fyrstu flugvél Íslendinga. Í Örlygshöfn viðurkennir Kristinn Þór að sín bíði stórt verkefni. Kristinn bóndi á Hnjóti með þristinn og Vatnagarðaskýlið í baksýn.Egill Aðalsteinsson „Það er í mínum höndum að sjá til þess að þetta fái þá reisn sem það þarf að hafa og munstrist inn í heildarsafnasvæðið hér á Hnjóti,“ segir Kristinn Þór Egilsson, bóndi á Hnjóti í Örlygshöfn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Söfn Vesturbyggð Reykjavíkurflugvöllur Myndlist Tengdar fréttir Halda upp á afmæli fyrstu stóru flugvélar Íslendinga Íslenskir flugáhugamenn undirbúa núna afmælisveislu fyrir flugvél. Ein ástsælasta flugvél landsins varð nefnilega áttræð í gær og verður tímamótunum fagnað í Flugsafni Íslands á Akureyri um næstu helgi. 2. október 2023 21:33 Endurheimt dráttarbeislisins kannski sögulok Geysisslyssins Merkum flugsöguminjum, sem tengjast Geysisslysinu á Vatnajökli, hefur verið bjargað til byggða eftir að hafa legið uppi á hálendi í meira en sjötíu ár. Sonur Alfreðs Elíassonar, stofnanda Loftleiða, sótti gripina núna í vetrarbyrjun ásamt félaga sínum í þriggja daga leiðangri að rótum Síðujökuls. 11. desember 2022 22:42 Segir flugskýlið sem borgin vill rífa með merkustu flugminjum Íslands Höfundur bókarinnar um Flugsögu Íslands hefur óskað eftir því að Minjastofnun grípi til skyndifriðunar til að koma í veg fyrir að borgin rífi flugskýli í Skerjafirði. Hann segir skýlið einhverjar merkustu minjar um upphaf atvinnuflugs á Íslandi. 5. júní 2020 21:34 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Halda upp á afmæli fyrstu stóru flugvélar Íslendinga Íslenskir flugáhugamenn undirbúa núna afmælisveislu fyrir flugvél. Ein ástsælasta flugvél landsins varð nefnilega áttræð í gær og verður tímamótunum fagnað í Flugsafni Íslands á Akureyri um næstu helgi. 2. október 2023 21:33
Endurheimt dráttarbeislisins kannski sögulok Geysisslyssins Merkum flugsöguminjum, sem tengjast Geysisslysinu á Vatnajökli, hefur verið bjargað til byggða eftir að hafa legið uppi á hálendi í meira en sjötíu ár. Sonur Alfreðs Elíassonar, stofnanda Loftleiða, sótti gripina núna í vetrarbyrjun ásamt félaga sínum í þriggja daga leiðangri að rótum Síðujökuls. 11. desember 2022 22:42
Segir flugskýlið sem borgin vill rífa með merkustu flugminjum Íslands Höfundur bókarinnar um Flugsögu Íslands hefur óskað eftir því að Minjastofnun grípi til skyndifriðunar til að koma í veg fyrir að borgin rífi flugskýli í Skerjafirði. Hann segir skýlið einhverjar merkustu minjar um upphaf atvinnuflugs á Íslandi. 5. júní 2020 21:34