„Tími fyrir mig að taka næsta skref og standa á eigin fótum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. október 2023 07:31 Halldór Árnason er tekinn við sem þjálfari Breiðabliks. vísir/vilhelm Halldór Árnason segir að það leggist vel í hann að taka við Blikunum og fá tækifæri á stóra sviðinu. Hann segir að verkefnið sé bæði stórt og spennandi. Breiðablik gekk frá þriggja ára samningi við Halldór á dögunum eftir að í ljós kom að Óskar Hrafn Þorvaldsson myndi hætta með liðið eftir síðasta leik liðsins á Íslandsmótinu. Óskar tók við norska úrvaldeildarfélaginu Haugesund í gær. Halldór var aðstoðarþjálfari Breiðabliks í þjálfaratíð Óskars og þeir unnu einnig saman hjá Gróttu á sínum tíma. Þetta er annað aðalþjálfarastarf Halldórs, en hann stýrði KV á árunum 2012-14. Fyrsta verkefni Halldórs sem aðalþjálfari er riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Þetta er stórt og spennandi verkefni og ekki síst á þessum tímapunkti þar sem við erum að taka þátt í Sambandsdeildinni og höfum staðið okkur vel í fyrstu tveimur leikjunum og fjórir risaleikir framundan sem ég er mjög spenntur að taka þátt í.“ Lærdómsríkur og góður tími Hann viðurkennir að það sé sérstakt að taka við liði og það fyrsta sem hann gerir sem aðalþjálfari Blika sé að stýra liðinu í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. „Það er auðvelt að mikla þetta fyrir sér en ég kýs að horfa á þetta sé frábæran hlut. Ég fæ nú einn æfingarleik á móti Rangers til að koma okkur af stað. Þetta er bara eins gott og það verður að fá alvöru svör og alvöru reynslu og taka það síðan með okkur áfram.“ Halldór segir að það verði vissulega viðbrigði fyrir sig að starfa ekki með Óskari Hrafni. „Ég þarf svolítið að finna minn takt í þessu. Sennilega var líka kominn tími fyrir mig að taka næsta skref og standa á eigin fótum. En okkar tími saman var frábær og lærdómsríkur og góður. Grundgildi liðsins verða þau sömu, hins vegar er líka mjög mikilvægt fyrir mig að setja mitt handbragð á liðið og koma inn með ákveðinn ferskleika,“ segir Halldór sem segist hafa rætt mikið við Óskar Hrafn um þetta nýja starf hans. „Þegar þetta fór allt af stað ræddi ég mikið við Óskar og fann mikinn stuðning frá honum og það skiptir mig miklu máli.“ Halldór er núna að ljúka UEFA Pro gráðunni en hann einfaldlega verður að vera með gráðuna til að stýra liði í Sambandsdeild Evrópu. „Það er krafa frá UEFA að hafa þessa gráðu þannig að það var enginn leið að fresta því.“ Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Breiðablik gekk frá þriggja ára samningi við Halldór á dögunum eftir að í ljós kom að Óskar Hrafn Þorvaldsson myndi hætta með liðið eftir síðasta leik liðsins á Íslandsmótinu. Óskar tók við norska úrvaldeildarfélaginu Haugesund í gær. Halldór var aðstoðarþjálfari Breiðabliks í þjálfaratíð Óskars og þeir unnu einnig saman hjá Gróttu á sínum tíma. Þetta er annað aðalþjálfarastarf Halldórs, en hann stýrði KV á árunum 2012-14. Fyrsta verkefni Halldórs sem aðalþjálfari er riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Þetta er stórt og spennandi verkefni og ekki síst á þessum tímapunkti þar sem við erum að taka þátt í Sambandsdeildinni og höfum staðið okkur vel í fyrstu tveimur leikjunum og fjórir risaleikir framundan sem ég er mjög spenntur að taka þátt í.“ Lærdómsríkur og góður tími Hann viðurkennir að það sé sérstakt að taka við liði og það fyrsta sem hann gerir sem aðalþjálfari Blika sé að stýra liðinu í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. „Það er auðvelt að mikla þetta fyrir sér en ég kýs að horfa á þetta sé frábæran hlut. Ég fæ nú einn æfingarleik á móti Rangers til að koma okkur af stað. Þetta er bara eins gott og það verður að fá alvöru svör og alvöru reynslu og taka það síðan með okkur áfram.“ Halldór segir að það verði vissulega viðbrigði fyrir sig að starfa ekki með Óskari Hrafni. „Ég þarf svolítið að finna minn takt í þessu. Sennilega var líka kominn tími fyrir mig að taka næsta skref og standa á eigin fótum. En okkar tími saman var frábær og lærdómsríkur og góður. Grundgildi liðsins verða þau sömu, hins vegar er líka mjög mikilvægt fyrir mig að setja mitt handbragð á liðið og koma inn með ákveðinn ferskleika,“ segir Halldór sem segist hafa rætt mikið við Óskar Hrafn um þetta nýja starf hans. „Þegar þetta fór allt af stað ræddi ég mikið við Óskar og fann mikinn stuðning frá honum og það skiptir mig miklu máli.“ Halldór er núna að ljúka UEFA Pro gráðunni en hann einfaldlega verður að vera með gráðuna til að stýra liði í Sambandsdeild Evrópu. „Það er krafa frá UEFA að hafa þessa gráðu þannig að það var enginn leið að fresta því.“
Besta deild karla Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki