Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Jón Þór Stefánsson skrifar
Frettastofa_2021_1080x720_05

Tólf ára stúlka var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í gærkvöldi eftir að ætlandi efnum var kastað í andlit hennar af skólafélögum. Stúlkan er með brunasár á andliti og þykir mildi að ekki fór verr. Rannsóknarlögreglumaður segir börn í sífellt meira mæli vera að elta hegðun sem þau sjá á netinu.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Slökkvilið mat brunavarnir í lagi í húsnæði við Funahöfða, þar sem maður lést í eldsvoða í gær. Tugir búa í húsnæðinu sem er ekki skráð sem íbúðarhúsnæði. Við ræðum við slökkviliðsstjóra og formann Eflingar í kvöldfréttum.

Vatn er á þrotum í Gasa og algjört neyðarástand yfirvofandi. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þrautreynda hjálparstarfsmenn sjaldan hafa séð aðrar eins hörmungar.

Þá hittum við biskup Íslands sem segir alla innan þjóðkirkjunnar verða að stefna í sömu átt til að sigla úr þeim ólgusjó sem kirkjan er stödd í. Einnig verður rætt við forstjóra Lyfjastofnunar sem kallar eftir aldurstakmarki við lyfjakaup og við kíkjum á forvitnilegar minjar á flugsafni á Vestfjörðum.

Í Íslandi í dag að loknum fréttum fer Kristín Ólafsdóttir yfir vægast sagt eldfima sögu IKEA-geitarinnar, sem sett var upp í gær, og ræðir við konu sem kveikti í geitinni - og sér ekki eftir neinu.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×