Missti fjögurra ára son sinn af slysförum: „Var tilbúinn að kasta þessu öllu í burtu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. október 2023 10:31 Daníel missti son sinn árið 2021, þá aðeins fjögurra ára gamall. Í apríl árið 2021 missti Daníel Sæberg Hrólfsson fjögurra ára son sinn af slysförum. Um var að ræða yngra barn hans en hann og barnsmóðir hans voru á þessum tíma hætt saman. Það geta fáir sett sig í spor þess sem upplifir missir sem þennan og enginn vill kynnast sársauka sem þessum. Daníel steig fram í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og sagði sögu sína. Hann vill að fólk viti að það sé hægt að lifa góðu lífi þrátt fyrir þessa lífsreynslu en að höggið sé samt sem áður yfirþyrmandi. Plönin líti svo sannarlega allt öðruvísi út. „Maður var að sjálfsögðu búinn að sjá fyrir sér skólagönguna og allt og vera spenntur fyrir því,“ segir Daníel sem var fastur í umferð þegar hann fékk símtalið örlagaríka. Fastur í umferð „Ég man nákvæmlega hvar ég var, ég var hjá Fjarðarkaup fastur í umferð og ég sé sjúkrabílana koma. Ég reyni eins og ég get að komast eitthvað, vissi ekkert hvað var í gangi og það er í rauninni ekki hægt að lýsa þessum degi,“ segir Daníel sem vissi þarna að um slys væri um að ræða. Að lokum komst hann upp á spítala þar sem yngri drengurinn hans barðist fyrir lifi sínu í viku. „Það kemur rosaleg tómarúmstilfinning og maður skilur í raun ekki hvað sé framundan. Lífið stoppar. Allt sem ég var að gera, ég var til dæmis í skóla, í vinnu og annað. Þetta bara var eitthvað sem skipti mig engu máli á þessum tíma. Ég var tilbúinn að kasta þessu öllu í burtu.“ Hann segir að það hafi verið mjög sérstakt að skipuleggja jarðarför sonar síns. „Við fengum auðvitað mikla hjálp frá okkar nánustu og þurftum í raun ekki að skipuleggja mikið, það var haldið vel í höndina á okkur þar. Svo að jarða, það er ákveðin lokun líka, að geta haldið áfram. Þarna missti ég algjörlega tilganginn og var smá tíma að finna hann,“ segir Daníel. Hér að neðan má sjá brot úr innslaginu frá því í gærkvöldi. Hægt er að sjá innslagið í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+ fyrir áskrifendur Stöðvar 2. Klippa: Missti fjögurra ára son sinn af slysförum Ísland í dag Ástin og lífið Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Daníel steig fram í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og sagði sögu sína. Hann vill að fólk viti að það sé hægt að lifa góðu lífi þrátt fyrir þessa lífsreynslu en að höggið sé samt sem áður yfirþyrmandi. Plönin líti svo sannarlega allt öðruvísi út. „Maður var að sjálfsögðu búinn að sjá fyrir sér skólagönguna og allt og vera spenntur fyrir því,“ segir Daníel sem var fastur í umferð þegar hann fékk símtalið örlagaríka. Fastur í umferð „Ég man nákvæmlega hvar ég var, ég var hjá Fjarðarkaup fastur í umferð og ég sé sjúkrabílana koma. Ég reyni eins og ég get að komast eitthvað, vissi ekkert hvað var í gangi og það er í rauninni ekki hægt að lýsa þessum degi,“ segir Daníel sem vissi þarna að um slys væri um að ræða. Að lokum komst hann upp á spítala þar sem yngri drengurinn hans barðist fyrir lifi sínu í viku. „Það kemur rosaleg tómarúmstilfinning og maður skilur í raun ekki hvað sé framundan. Lífið stoppar. Allt sem ég var að gera, ég var til dæmis í skóla, í vinnu og annað. Þetta bara var eitthvað sem skipti mig engu máli á þessum tíma. Ég var tilbúinn að kasta þessu öllu í burtu.“ Hann segir að það hafi verið mjög sérstakt að skipuleggja jarðarför sonar síns. „Við fengum auðvitað mikla hjálp frá okkar nánustu og þurftum í raun ekki að skipuleggja mikið, það var haldið vel í höndina á okkur þar. Svo að jarða, það er ákveðin lokun líka, að geta haldið áfram. Þarna missti ég algjörlega tilganginn og var smá tíma að finna hann,“ segir Daníel. Hér að neðan má sjá brot úr innslaginu frá því í gærkvöldi. Hægt er að sjá innslagið í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+ fyrir áskrifendur Stöðvar 2. Klippa: Missti fjögurra ára son sinn af slysförum
Ísland í dag Ástin og lífið Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira