Missti fjögurra ára son sinn af slysförum: „Var tilbúinn að kasta þessu öllu í burtu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. október 2023 10:31 Daníel missti son sinn árið 2021, þá aðeins fjögurra ára gamall. Í apríl árið 2021 missti Daníel Sæberg Hrólfsson fjögurra ára son sinn af slysförum. Um var að ræða yngra barn hans en hann og barnsmóðir hans voru á þessum tíma hætt saman. Það geta fáir sett sig í spor þess sem upplifir missir sem þennan og enginn vill kynnast sársauka sem þessum. Daníel steig fram í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og sagði sögu sína. Hann vill að fólk viti að það sé hægt að lifa góðu lífi þrátt fyrir þessa lífsreynslu en að höggið sé samt sem áður yfirþyrmandi. Plönin líti svo sannarlega allt öðruvísi út. „Maður var að sjálfsögðu búinn að sjá fyrir sér skólagönguna og allt og vera spenntur fyrir því,“ segir Daníel sem var fastur í umferð þegar hann fékk símtalið örlagaríka. Fastur í umferð „Ég man nákvæmlega hvar ég var, ég var hjá Fjarðarkaup fastur í umferð og ég sé sjúkrabílana koma. Ég reyni eins og ég get að komast eitthvað, vissi ekkert hvað var í gangi og það er í rauninni ekki hægt að lýsa þessum degi,“ segir Daníel sem vissi þarna að um slys væri um að ræða. Að lokum komst hann upp á spítala þar sem yngri drengurinn hans barðist fyrir lifi sínu í viku. „Það kemur rosaleg tómarúmstilfinning og maður skilur í raun ekki hvað sé framundan. Lífið stoppar. Allt sem ég var að gera, ég var til dæmis í skóla, í vinnu og annað. Þetta bara var eitthvað sem skipti mig engu máli á þessum tíma. Ég var tilbúinn að kasta þessu öllu í burtu.“ Hann segir að það hafi verið mjög sérstakt að skipuleggja jarðarför sonar síns. „Við fengum auðvitað mikla hjálp frá okkar nánustu og þurftum í raun ekki að skipuleggja mikið, það var haldið vel í höndina á okkur þar. Svo að jarða, það er ákveðin lokun líka, að geta haldið áfram. Þarna missti ég algjörlega tilganginn og var smá tíma að finna hann,“ segir Daníel. Hér að neðan má sjá brot úr innslaginu frá því í gærkvöldi. Hægt er að sjá innslagið í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+ fyrir áskrifendur Stöðvar 2. Klippa: Missti fjögurra ára son sinn af slysförum Ísland í dag Ástin og lífið Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Sjá meira
Daníel steig fram í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og sagði sögu sína. Hann vill að fólk viti að það sé hægt að lifa góðu lífi þrátt fyrir þessa lífsreynslu en að höggið sé samt sem áður yfirþyrmandi. Plönin líti svo sannarlega allt öðruvísi út. „Maður var að sjálfsögðu búinn að sjá fyrir sér skólagönguna og allt og vera spenntur fyrir því,“ segir Daníel sem var fastur í umferð þegar hann fékk símtalið örlagaríka. Fastur í umferð „Ég man nákvæmlega hvar ég var, ég var hjá Fjarðarkaup fastur í umferð og ég sé sjúkrabílana koma. Ég reyni eins og ég get að komast eitthvað, vissi ekkert hvað var í gangi og það er í rauninni ekki hægt að lýsa þessum degi,“ segir Daníel sem vissi þarna að um slys væri um að ræða. Að lokum komst hann upp á spítala þar sem yngri drengurinn hans barðist fyrir lifi sínu í viku. „Það kemur rosaleg tómarúmstilfinning og maður skilur í raun ekki hvað sé framundan. Lífið stoppar. Allt sem ég var að gera, ég var til dæmis í skóla, í vinnu og annað. Þetta bara var eitthvað sem skipti mig engu máli á þessum tíma. Ég var tilbúinn að kasta þessu öllu í burtu.“ Hann segir að það hafi verið mjög sérstakt að skipuleggja jarðarför sonar síns. „Við fengum auðvitað mikla hjálp frá okkar nánustu og þurftum í raun ekki að skipuleggja mikið, það var haldið vel í höndina á okkur þar. Svo að jarða, það er ákveðin lokun líka, að geta haldið áfram. Þarna missti ég algjörlega tilganginn og var smá tíma að finna hann,“ segir Daníel. Hér að neðan má sjá brot úr innslaginu frá því í gærkvöldi. Hægt er að sjá innslagið í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+ fyrir áskrifendur Stöðvar 2. Klippa: Missti fjögurra ára son sinn af slysförum
Ísland í dag Ástin og lífið Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Sjá meira