Ekkert samtal fyrr en fólkið var komið á götuna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. október 2023 12:18 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sat fyrir svörum á opnum fundi velferðarnefndar Alþingis í morgun Vísir/Vilhelm Rauði krossinn gagnrýndi framkvæmd stjórnvalda á þjónustusviptingu flóttafólks á opnum fundi í velferðarnefnd Alþingis í morgun. Framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði að ekkert samráð hefði verið haft við sveitarfélögin þegar félagsmálaráðherra fullyrti að þau myndu bera ábyrgð á þjónustunni Á opnum fundi velferðarnefndar um réttindi útlendinga sem hafa verið sviptir þjónustu eftir lokasynjun um alþjóðlega vernd sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra að fimmtán manns sem hafi verið þjónustusviptir séu ekki farnir úr landi. Þá tók hann undir orð þingmanna á fundinum um að ákveðinn hópur eigi erfitt með að komast úr landi og sé líklega ekki á förum. Guðmundur Ingi sagði að tólf einstaklingar hafi verið að nýta sér gistiskýlið sem var komið á fót með samningi ráðuneytisins við Rauða krossinn. Á fundinum voru rifjuð upp orð félagsmálaráðherra við atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið í febrúar. „Varðandi þau orð háttvirtra þingmanna að hér muni fólk enda á götunni ef þjónusta er tekin af eftir brottvísun, þá er það auðvitað ekki rétt vegna þess að fimmtánda grein félagsþjónustulaga sveitarfélaga grípur fólk,“ sagði Gumundur Ingi í umræðum á Alþingi. Ákvæðið í félagsþjónustulögum felur í sér að sveitarfélögum beri í sérstökum tilvikum að veita erlendum ríkisborgurum sem ekki eiga lögheimili á Íslandi fjárhagsaðstoð. Sveitarfélögin hafa síðan hafnað þeirri túlkun að ábyrgðin liggi hjá þeim í þessum tilvikum. Ágreiningur meðal ráðherranna Á fundinum í morgun sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, að ekki hafi verið rætt við þau um að taka við hópnum á þessum tímapunkti. „Eftir að útlendingalögunum var breytt var í rauninni ekkert samráð haft við okkur fyrr en það voru komnar fréttir af fólki sem svaf einhvers staðar úti. Þá er haft samband við okkur og við fórum á sameiginlegan fund með dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra þar sem fram komu mjög ólík sjónarmið ráðherra til þess hvert okkar hlutverk væri,“ sagði Heiða Björg. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitafélaga, segir að ekkert samráð hafi verið haft við sveitarfélögin þegar félagsmálaráðherra fullyrti á þingi að þau myndu grípa þjónustusvipt flóttafólk.Vísir/Arnar Halldórsson „Þannig við fórum út frá þeim fundi með það að kannski væri best að hið opinbera, ríkisins megin, myndi koma sér saman um það hvernig þau vildu þjónusta þennan hóp. Félagsmálaráðherra hefur síðan komið með tilmæli til okkar en þau hafa ekki á nokkurn hátt breytt niðurstöðu lögfræðinga sveitarfélaga um að þessi hópur tilheyri ekki okkur,“ sagði Heiða. Kirstín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins gagnrýndi hvernig staðið hefði verið að málinu og sagði framkvæmdina ekki góða. Sema Erla Serdar, segir þjónustusvipt flóttafólk sem er án framfærslu hér á landi í mjög viðkvæmri stöðu. Hætt sé við því að fólkið verði misnotað á einhvern hátt.Vísir/Friðrik Þór Fólkið fær í dag húsaskjól á nóttunni í úrræði Rauða krossins og tvær máltíðir en enga framfærslu utan þess. Sema Erla Serdar, formaður Solaris, sagði hjálparsamtökin aðstoða hópinn eftir bestu getu, meðal annars við kaup á lyfjum. „Við erum að láta fólk fá bónuskort og við fyllum á þau vikulega og höfum núna gert allan þennan tíma. Við gerum það vissulega enn. Við höfum líka verið að láta fólk hafa strætókort svo það komist á milli staða.“ Verkefnið verði sífellt erfiðara. „Við erum sjálfboðaliðasamtök sem reiðum okkur á frjáls framlög og ég veit ekki hversu lengi við getum haldið þessu áfram ef staðan verður óbreytt,“ segir Sema Erla. Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Málefni heimilislausra Félagsmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Á opnum fundi velferðarnefndar um réttindi útlendinga sem hafa verið sviptir þjónustu eftir lokasynjun um alþjóðlega vernd sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra að fimmtán manns sem hafi verið þjónustusviptir séu ekki farnir úr landi. Þá tók hann undir orð þingmanna á fundinum um að ákveðinn hópur eigi erfitt með að komast úr landi og sé líklega ekki á förum. Guðmundur Ingi sagði að tólf einstaklingar hafi verið að nýta sér gistiskýlið sem var komið á fót með samningi ráðuneytisins við Rauða krossinn. Á fundinum voru rifjuð upp orð félagsmálaráðherra við atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið í febrúar. „Varðandi þau orð háttvirtra þingmanna að hér muni fólk enda á götunni ef þjónusta er tekin af eftir brottvísun, þá er það auðvitað ekki rétt vegna þess að fimmtánda grein félagsþjónustulaga sveitarfélaga grípur fólk,“ sagði Gumundur Ingi í umræðum á Alþingi. Ákvæðið í félagsþjónustulögum felur í sér að sveitarfélögum beri í sérstökum tilvikum að veita erlendum ríkisborgurum sem ekki eiga lögheimili á Íslandi fjárhagsaðstoð. Sveitarfélögin hafa síðan hafnað þeirri túlkun að ábyrgðin liggi hjá þeim í þessum tilvikum. Ágreiningur meðal ráðherranna Á fundinum í morgun sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, að ekki hafi verið rætt við þau um að taka við hópnum á þessum tímapunkti. „Eftir að útlendingalögunum var breytt var í rauninni ekkert samráð haft við okkur fyrr en það voru komnar fréttir af fólki sem svaf einhvers staðar úti. Þá er haft samband við okkur og við fórum á sameiginlegan fund með dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra þar sem fram komu mjög ólík sjónarmið ráðherra til þess hvert okkar hlutverk væri,“ sagði Heiða Björg. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitafélaga, segir að ekkert samráð hafi verið haft við sveitarfélögin þegar félagsmálaráðherra fullyrti á þingi að þau myndu grípa þjónustusvipt flóttafólk.Vísir/Arnar Halldórsson „Þannig við fórum út frá þeim fundi með það að kannski væri best að hið opinbera, ríkisins megin, myndi koma sér saman um það hvernig þau vildu þjónusta þennan hóp. Félagsmálaráðherra hefur síðan komið með tilmæli til okkar en þau hafa ekki á nokkurn hátt breytt niðurstöðu lögfræðinga sveitarfélaga um að þessi hópur tilheyri ekki okkur,“ sagði Heiða. Kirstín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins gagnrýndi hvernig staðið hefði verið að málinu og sagði framkvæmdina ekki góða. Sema Erla Serdar, segir þjónustusvipt flóttafólk sem er án framfærslu hér á landi í mjög viðkvæmri stöðu. Hætt sé við því að fólkið verði misnotað á einhvern hátt.Vísir/Friðrik Þór Fólkið fær í dag húsaskjól á nóttunni í úrræði Rauða krossins og tvær máltíðir en enga framfærslu utan þess. Sema Erla Serdar, formaður Solaris, sagði hjálparsamtökin aðstoða hópinn eftir bestu getu, meðal annars við kaup á lyfjum. „Við erum að láta fólk fá bónuskort og við fyllum á þau vikulega og höfum núna gert allan þennan tíma. Við gerum það vissulega enn. Við höfum líka verið að láta fólk hafa strætókort svo það komist á milli staða.“ Verkefnið verði sífellt erfiðara. „Við erum sjálfboðaliðasamtök sem reiðum okkur á frjáls framlög og ég veit ekki hversu lengi við getum haldið þessu áfram ef staðan verður óbreytt,“ segir Sema Erla.
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Málefni heimilislausra Félagsmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira