„Mest þakklátur fyrir að dóttir mín hafi sloppið“ Jón Þór Stefánsson skrifar 13. október 2023 18:46 Oddur og dóttir hans sem er 21 mánaða gömul lentu í harkalegum árekstri á mánudaginn. Aðsend Oddur Þórir Þórarinsson lenti í bílslysi á Hellisheiðinni síðastliðinn mánudag. Með honum í bílnum var dóttir hans, sem er á öðru ári. Þau hafa fundið fyrir minni háttar áverkum og segist Oddur þakklátur fyrir að ekki hafi farið verr. Hann veltir þó fyrir sér hvort stjórnvöld geti ekki gripið til aðgerða sem myndu fækka slysum sem þessum. „Maður er enn þá í sjokki að reyna að átta sig á þessu,“ segir Oddur sem fer yfir atburðarás mánudagskvöldsins. Þegar hann var að keyra Hellisheiðina segist hann hafa orðið þess áskynja að bíllinn væri ekki stöðugur á veginum. „Þannig að fljótlega eftir að ég kem á heiðina stöðva ég bílinn og velti fyrir mér hvað sé í gangi. Ég stíg út úr bílnum og átta mig þá á því að það er glær ísing á veginum,“ segir hann. „Og af því að ég var með 21 mánaða gamla dóttur í aftursætinu þá fór ég sérstaklega varlega.“ Oddur segist enn vera að jafna sig eftir áreksturinn.Aðsend Munaði nokkrum sentímetrum Oddur segist hafa keyrt á um það bil fjörutíu kílómetra hraða, sem hann hafi upplifað sem raunverulegan hámarkshraða vegna hálkunnar. Þegar hann var að keyra niður Hveradalabrekkuna varð hann var við bifreið sem ók talsvert hraðar en hann sjálfur. „Það kemur bíll aftan að okkur á ofsaferð. Ökumaður þeirrar bifreiðar augljóslega reyndi að bremsa á sléttum sumardekkjum, en hún náði því ekkert. Þau lenda aftan á okkur og við förum í tvo hringi áður en bíllinn stöðvast. Hinn bíllinn rennur líka áfram eftir að hann lendir á okkur,“ lýsir Oddur. Þegar hann komst úr bílnum segir hann að það hafi verið svo hált að hann hafi hreinlega átt erfitt með að standa á veginum. „Það munar ekki nema einhverjum sentímetrum að afturhlutinn á bílnum fari inn í aftursætið þar sem dóttir mín var,“ bætir Oddur við og vísar í myndir sem hann hefur tekið af bílnum. Líkt og sjá má er afturendi bílsins ekki langt frá barnabílstólnum.Aðsend Oddur þakkar fyrir aðstoð vegfarenda, slökkviliðs, sjúkraflutningamanna, og lögreglu sem komu á vettvang. „Dóttir mín er enn þá lítil í sér. Hún var töluvert marin og var skorin í andliti eftir glerbrot,“ segir hann og útskýrir að sem betur fer virðist hún ekki hafa hlotið neina alvarlega áverka. Sjálfur sé hann slæmur í baki og hálsi, en hundurinn þeirra, sem var í framsæti bílsins, slapp vel. „Ég er mest þakklátur fyrir að dóttir mín hafi sloppið. Ég get ekkert neitað því.“ Hægt að gera meira Oddur segir að tilfinningar líkt og reiði í garð hins bílstjórans hafi vissulega komið upp. Hann telur þó að slíkar tilfinningar gagnist manni lítið. „Það gera allir mistök í lífinu,“ segir Oddur. Hins vegar segist hann hugsi yfir reglum varðandi mál sem þessu og veltir fyrir sér hvað stjórnvöld geti gert. Þarna hafi hann verið í mikilli hálku á vegi sem er fjölfarinn, en tæknilega séð ekki mátt vera á nagladekkjum. „Það er miðað við að það megi ekki setja nagladekkin undir fyrr en eftir fyrsta nóvember. Það á augljóslega ekki við um fjallvegi á Íslandi,“ segir hann. „Það er óeðlilegt að það séu ekki gefnar ráðleggingar til fólks að setja undir vetrardekk eða nagladekk fyrr en fyrsta nóvember.“ Að mati Odds er hægt að grípa til aðgerða sem myndu auka umferðaröryggi.Aðsend Hann segir að stjórnvöld hafi undanfarið verið dugleg að loka vegum þegar það sé vont veður „Yfirvöld þurfa líka að taka af skarið og koma ráðleggingum áleiðis til fólks um til dæmis um að hámarkshraðinn sé ekki níutíu þegar skilyrðin eru slæm.“ Oddur nefnir sem dæmi að hægt væri að koma fyrir sérstökum skiltum með ráðlögðum hámarkshraða á fjölfarna vegi eins og Hellisheiðina og Reykjanesbrautina. Hægt sé að auka upplýsingagjöf til ökumanna og auka þar með umferðaröryggi til muna. „Ég tala nú ekki um þegar útlendingar eru að keyra og kunna ekkert á íslenskar aðstæður,“ segir Oddur og bætir við: „Þau eru jafnvel að sjá snjó í fyrsta skipti og fá bílaleigubíl í Keflavík og halda svo bara af stað.“ Umferðaröryggi Umferð Bílar Veður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
„Maður er enn þá í sjokki að reyna að átta sig á þessu,“ segir Oddur sem fer yfir atburðarás mánudagskvöldsins. Þegar hann var að keyra Hellisheiðina segist hann hafa orðið þess áskynja að bíllinn væri ekki stöðugur á veginum. „Þannig að fljótlega eftir að ég kem á heiðina stöðva ég bílinn og velti fyrir mér hvað sé í gangi. Ég stíg út úr bílnum og átta mig þá á því að það er glær ísing á veginum,“ segir hann. „Og af því að ég var með 21 mánaða gamla dóttur í aftursætinu þá fór ég sérstaklega varlega.“ Oddur segist enn vera að jafna sig eftir áreksturinn.Aðsend Munaði nokkrum sentímetrum Oddur segist hafa keyrt á um það bil fjörutíu kílómetra hraða, sem hann hafi upplifað sem raunverulegan hámarkshraða vegna hálkunnar. Þegar hann var að keyra niður Hveradalabrekkuna varð hann var við bifreið sem ók talsvert hraðar en hann sjálfur. „Það kemur bíll aftan að okkur á ofsaferð. Ökumaður þeirrar bifreiðar augljóslega reyndi að bremsa á sléttum sumardekkjum, en hún náði því ekkert. Þau lenda aftan á okkur og við förum í tvo hringi áður en bíllinn stöðvast. Hinn bíllinn rennur líka áfram eftir að hann lendir á okkur,“ lýsir Oddur. Þegar hann komst úr bílnum segir hann að það hafi verið svo hált að hann hafi hreinlega átt erfitt með að standa á veginum. „Það munar ekki nema einhverjum sentímetrum að afturhlutinn á bílnum fari inn í aftursætið þar sem dóttir mín var,“ bætir Oddur við og vísar í myndir sem hann hefur tekið af bílnum. Líkt og sjá má er afturendi bílsins ekki langt frá barnabílstólnum.Aðsend Oddur þakkar fyrir aðstoð vegfarenda, slökkviliðs, sjúkraflutningamanna, og lögreglu sem komu á vettvang. „Dóttir mín er enn þá lítil í sér. Hún var töluvert marin og var skorin í andliti eftir glerbrot,“ segir hann og útskýrir að sem betur fer virðist hún ekki hafa hlotið neina alvarlega áverka. Sjálfur sé hann slæmur í baki og hálsi, en hundurinn þeirra, sem var í framsæti bílsins, slapp vel. „Ég er mest þakklátur fyrir að dóttir mín hafi sloppið. Ég get ekkert neitað því.“ Hægt að gera meira Oddur segir að tilfinningar líkt og reiði í garð hins bílstjórans hafi vissulega komið upp. Hann telur þó að slíkar tilfinningar gagnist manni lítið. „Það gera allir mistök í lífinu,“ segir Oddur. Hins vegar segist hann hugsi yfir reglum varðandi mál sem þessu og veltir fyrir sér hvað stjórnvöld geti gert. Þarna hafi hann verið í mikilli hálku á vegi sem er fjölfarinn, en tæknilega séð ekki mátt vera á nagladekkjum. „Það er miðað við að það megi ekki setja nagladekkin undir fyrr en eftir fyrsta nóvember. Það á augljóslega ekki við um fjallvegi á Íslandi,“ segir hann. „Það er óeðlilegt að það séu ekki gefnar ráðleggingar til fólks að setja undir vetrardekk eða nagladekk fyrr en fyrsta nóvember.“ Að mati Odds er hægt að grípa til aðgerða sem myndu auka umferðaröryggi.Aðsend Hann segir að stjórnvöld hafi undanfarið verið dugleg að loka vegum þegar það sé vont veður „Yfirvöld þurfa líka að taka af skarið og koma ráðleggingum áleiðis til fólks um til dæmis um að hámarkshraðinn sé ekki níutíu þegar skilyrðin eru slæm.“ Oddur nefnir sem dæmi að hægt væri að koma fyrir sérstökum skiltum með ráðlögðum hámarkshraða á fjölfarna vegi eins og Hellisheiðina og Reykjanesbrautina. Hægt sé að auka upplýsingagjöf til ökumanna og auka þar með umferðaröryggi til muna. „Ég tala nú ekki um þegar útlendingar eru að keyra og kunna ekkert á íslenskar aðstæður,“ segir Oddur og bætir við: „Þau eru jafnvel að sjá snjó í fyrsta skipti og fá bílaleigubíl í Keflavík og halda svo bara af stað.“
Umferðaröryggi Umferð Bílar Veður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira