„Aðferðarfræði til að sýna vandlætingu á fráfarandi fjármálaráðherra“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. október 2023 21:01 Vísir/Sara Þingmenn stjórnarandstöðunnar stungu saman nefjum fyrir þingfund í morgun og óskuðu eftir dagskrárbreytingu, þannig að að í stað þess að fundurinn hæfist á óundirbúnum fyirrspurnum eins og fyrst hafði verið ákveðið þar sem Bjarni Benediktsson sæti fyrir svörum yrði byrjað á liðnum fundarstjórn forseta. Undir þeim lið sendi stjórnarandstaðan svo Bjarna Benediktssyni tóninn. Þetta útspil var af stjórnarliðum kallað aumingjaskapur. „Það er óneitanlega skrítið að hér í óundirbúnum fyrirspurnatíma skuli sitja fyrir svörum fjármála-og efnahagsráðherra sem hefur ekkert um fjármál ríkisins til framtíðar að segja því hann er að yfirgefa embættið eins og þekkt er,“ sagði Sigmar Guðmundsson varaformaður þingflokks Viðreisnar á Alþingi í dag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, tók til varnar Bjarna Benediktssyni í ræðustól. „Þingmaður Sigmar Guðmundsson spurði hér út í það í gær hvort að ráðherrann hæstvirtur yrði hér til svara, forsetinn sagði já. Við það gerði enginn aðra athugasemd. Það hefði verið hægt að gera það af því að fólk teldi hann umboðslausan en það gerðu háttvirtir þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki,“ sagði Bjarkey. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata sagði undir sama lið: „Hann á að vera hættur í þessu embætti, af hverju er hann hérna? Hvað er hann að fara að svara eða tala um? Þetta er svo skammsýnt og asnalegt og grefur undan trausti fólks á lýðræðinu,“ sagði Halldóra. Breytingar liggja fyrir Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði þennan málflutning vekja furðu. „Það er með ólíkindum að fylgjast hér með stjórnarandstöðunni og vanlíðan þeirra í þessu máli og ber merki hvað málefnagrundvöllur flokkanna er grunnur. Það verða breytingar gerðar á ríkisstjórninni það liggur alveg fyrir,“sagði Jón. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar gagnrýndi veru Bjarna í þingsal. „Rúmur sólarhringur var liðinn frá því að fjármálaráðherra greindi auðmjúkur frá afsögn sinni vegna lögbrota. Þegar nánast allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa mótmælt niðurstöðu umboðsmanns, sólarhrings- auðmýktinni var lokið og nú er fjármálaráðherra mættur hér í þingsal eins og ekkert sé,“ sagði Þorbjörg. Ríkisráðsfundur um helgina Bjarni Benediktsson sem er fjármálaráðherra þar til á ríkisráðsfundi sem verður að öllum líkindum um helgina, fékk svo enga spurningu frá stjórnarandstöðunni þegar kom að liðnum óundirbúnar fyrirspurnir. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði eftir fundinn í dag að stjórnarandstaðan væri með þessu útspili að krefjast kosninga. „Þetta er aðferðarfræði til að sýna vandlætingu á fráfarandi fjármálaráðherra og ég held að þarna sé meira verið að meina, vanhæf ríkisstjórn og við viljum kosningar,“ segir Inga Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tók hressilega til orða sinna um þetta útspil stjórnarandstöðunnar í morgun. „Þetta er ótrúlegur aumingjaskapur finnst mér að þora ekki í fyrirspurnir um þetta mál sem þau tjá sig talsvert um á öðrum vettvangi,“ sagði Hildur. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir „Hann á að vera hættur, af hverju er hann hérna?“ Samantekin ráð stjórnarandstöðunnar voru í óundirbúnum fyrirspurnartíma um að spyrja Bjarna Benediktsson sem fjármála- og efnahagsráðherra einskis í ljósi þess að hann hefur sagt af sér sem slíkur. 12. október 2023 11:12 Funduðu um „verklag og áherslur“ í Ráðherrabústaðnum Fulltrúar stjórnarflokkanna þriggja funduðu í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í morgun. Meðal fundargesta voru formenn flokkanna þriggja og þingflokksformaður Sjálftstæðisflokksins. 12. október 2023 10:55 Segir að gera eigi kröfu um að Bjarni verði forsætisráðherra Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ætti að gera þá kröfu að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra, segir Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra. 12. október 2023 07:26 Segir Bjarna ekki geta „bæði átt kökuna og étið hana“ Stjórnarandstaðan telur að afsögn fjármálaráðherra hljóti að þýða að hann hætti í ríkisstjórn. Ella sé um að ræða sýndarmennsku. Þá hafi forsætisráðherra brugðist í Íslandsbankamálinu. 11. október 2023 22:03 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Sjá meira
„Það er óneitanlega skrítið að hér í óundirbúnum fyrirspurnatíma skuli sitja fyrir svörum fjármála-og efnahagsráðherra sem hefur ekkert um fjármál ríkisins til framtíðar að segja því hann er að yfirgefa embættið eins og þekkt er,“ sagði Sigmar Guðmundsson varaformaður þingflokks Viðreisnar á Alþingi í dag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, tók til varnar Bjarna Benediktssyni í ræðustól. „Þingmaður Sigmar Guðmundsson spurði hér út í það í gær hvort að ráðherrann hæstvirtur yrði hér til svara, forsetinn sagði já. Við það gerði enginn aðra athugasemd. Það hefði verið hægt að gera það af því að fólk teldi hann umboðslausan en það gerðu háttvirtir þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki,“ sagði Bjarkey. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata sagði undir sama lið: „Hann á að vera hættur í þessu embætti, af hverju er hann hérna? Hvað er hann að fara að svara eða tala um? Þetta er svo skammsýnt og asnalegt og grefur undan trausti fólks á lýðræðinu,“ sagði Halldóra. Breytingar liggja fyrir Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði þennan málflutning vekja furðu. „Það er með ólíkindum að fylgjast hér með stjórnarandstöðunni og vanlíðan þeirra í þessu máli og ber merki hvað málefnagrundvöllur flokkanna er grunnur. Það verða breytingar gerðar á ríkisstjórninni það liggur alveg fyrir,“sagði Jón. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar gagnrýndi veru Bjarna í þingsal. „Rúmur sólarhringur var liðinn frá því að fjármálaráðherra greindi auðmjúkur frá afsögn sinni vegna lögbrota. Þegar nánast allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa mótmælt niðurstöðu umboðsmanns, sólarhrings- auðmýktinni var lokið og nú er fjármálaráðherra mættur hér í þingsal eins og ekkert sé,“ sagði Þorbjörg. Ríkisráðsfundur um helgina Bjarni Benediktsson sem er fjármálaráðherra þar til á ríkisráðsfundi sem verður að öllum líkindum um helgina, fékk svo enga spurningu frá stjórnarandstöðunni þegar kom að liðnum óundirbúnar fyrirspurnir. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði eftir fundinn í dag að stjórnarandstaðan væri með þessu útspili að krefjast kosninga. „Þetta er aðferðarfræði til að sýna vandlætingu á fráfarandi fjármálaráðherra og ég held að þarna sé meira verið að meina, vanhæf ríkisstjórn og við viljum kosningar,“ segir Inga Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tók hressilega til orða sinna um þetta útspil stjórnarandstöðunnar í morgun. „Þetta er ótrúlegur aumingjaskapur finnst mér að þora ekki í fyrirspurnir um þetta mál sem þau tjá sig talsvert um á öðrum vettvangi,“ sagði Hildur.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir „Hann á að vera hættur, af hverju er hann hérna?“ Samantekin ráð stjórnarandstöðunnar voru í óundirbúnum fyrirspurnartíma um að spyrja Bjarna Benediktsson sem fjármála- og efnahagsráðherra einskis í ljósi þess að hann hefur sagt af sér sem slíkur. 12. október 2023 11:12 Funduðu um „verklag og áherslur“ í Ráðherrabústaðnum Fulltrúar stjórnarflokkanna þriggja funduðu í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í morgun. Meðal fundargesta voru formenn flokkanna þriggja og þingflokksformaður Sjálftstæðisflokksins. 12. október 2023 10:55 Segir að gera eigi kröfu um að Bjarni verði forsætisráðherra Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ætti að gera þá kröfu að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra, segir Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra. 12. október 2023 07:26 Segir Bjarna ekki geta „bæði átt kökuna og étið hana“ Stjórnarandstaðan telur að afsögn fjármálaráðherra hljóti að þýða að hann hætti í ríkisstjórn. Ella sé um að ræða sýndarmennsku. Þá hafi forsætisráðherra brugðist í Íslandsbankamálinu. 11. október 2023 22:03 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Sjá meira
„Hann á að vera hættur, af hverju er hann hérna?“ Samantekin ráð stjórnarandstöðunnar voru í óundirbúnum fyrirspurnartíma um að spyrja Bjarna Benediktsson sem fjármála- og efnahagsráðherra einskis í ljósi þess að hann hefur sagt af sér sem slíkur. 12. október 2023 11:12
Funduðu um „verklag og áherslur“ í Ráðherrabústaðnum Fulltrúar stjórnarflokkanna þriggja funduðu í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í morgun. Meðal fundargesta voru formenn flokkanna þriggja og þingflokksformaður Sjálftstæðisflokksins. 12. október 2023 10:55
Segir að gera eigi kröfu um að Bjarni verði forsætisráðherra Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ætti að gera þá kröfu að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra, segir Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra. 12. október 2023 07:26
Segir Bjarna ekki geta „bæði átt kökuna og étið hana“ Stjórnarandstaðan telur að afsögn fjármálaráðherra hljóti að þýða að hann hætti í ríkisstjórn. Ella sé um að ræða sýndarmennsku. Þá hafi forsætisráðherra brugðist í Íslandsbankamálinu. 11. október 2023 22:03