Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Njarðvík 86-94 | Njarðvíkingar unnið tvo í röð Dagur Lárusson skrifar 12. október 2023 21:08 Haukar - Þór Þ subway karla play off vor 2023 Vísir/Diego Njarðvíkingar unnu góðan átta stiga sigur er liðið heimsótti Hauka í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 86-94. Fyrsti leikhluti var heldur jafn en það voru þó gestirnir úr Njarðvík sem voru með frumkvæðið nánast allan tímann með Chaz Williams í broddi fylkingar. Staðan eftir fyrsta leikhluta 22-31. Haukar byrjuðu annan leikhluta af miklum krafti og þá sérstaklega Jalen Moore sem skoraði hvert stigið á fætur öðru og minnkaði muninn í tvö stig en þá tók Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, leikhlé sem átti eftir að skila sér. Eftir það náði Njarðvík að slökkva í áhlaupi Hauka og átti það eftir að gerast nokkrum sinnum í leiknum. Staðan í hálfleik 39-51. Það var meira að því sama í þriðja leikhluta en það var í síðasta leikhlutanum þar sem Haukar komu með sitt besta áhlaup en það gerðist eftir tvær þriggja stiga körfur í röð frá Osku Heinonen sem kom forystu Njarðvíkur niður í fjögur stig. Nær komust þó Haukar aldrei og náðu gestirnir að sigla sigrinum heim. Lokatölur 86-94 í Ólafssal. Afhverju vann Njarðvík? Gestirnir í Njarðvík voru alltaf skrefi á undan og virtust vera einbeittari heldur en Haukar í kvöld. Í hvert skipti sem Haukar virtust vera að koma til baka þá sýndu gestirnir karakter og héldu þeim frá sér. Hverjir stóðu uppúr? Þrátt fyrir að hafa verið í tapliðinu þá var Jalen Moore maður leiksins. Hann skoraði 37 stig og var lang besti leikmaður Hauka. Í liði Njarðvíkur voru það Chaz og Milka sem voru stigahæstir, Chaz með 17 og Milka með 24. Hvað fór illa? Haukar létu ekki kné fylgja kviði þegar áhlaupin komu, það virtist vera sem svo að liðið hefði ekki trú á því að það gæti náð forystunni. Benedikt Guðmundsson: Í stað þess að bogna þá svöruðum við með áhlaupi Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur,.Vísir/Hulda Margrét „Ég er nokkuð ánægður með frammistöðuna, fengum framlag frá mörgum og allir að koma með eitthvað að borðinu,“ byrjaði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, að segja eftir leik. „Margt af því sem við lögðum upp með gekk upp en samt sem áður ekki allt. Ég myndi segja að ég væri 80% sáttur með frammistöðuna hjá mínu liði,“ hélt Benedikt áfram að segja. Benedikt var ánægður með það hvernig liðið hans náði að svara áhlaupum Hauka. „Við náðum alltaf að svara þeim, í stað þess að bogna þá svöruðum við með áhlaupi á móti og það er auðvitað lykilatriði í svona leik. Menn mega ekki vera litlir í sér og verða því að taka svona áhlaup á kassann og við gerðum það og þess vegna vil ég hrósa mínum mönnum fyrir það.“ Benedikt talaði síðan aðeins um byrjunina á tímabilinu „Já ég er sáttur með þessa byrjun því það er nú varla hægt að vinna þrjá í tveimur leikjum. Við mættum samt auðvitað heldur vængbrotnu Stjörnuliði og síðan sáum við ákveðin tækifæri í þessum leik að vinna Hauka. Við mættum þeim á undirbúningstímabilinu þar sem þeir unnu okkur stórt og því vissum við að þeir myndi kannski vanmeta okkur smá,“ endaði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, að segja eftir leik. Subway-deild karla Haukar UMF Njarðvík
Njarðvíkingar unnu góðan átta stiga sigur er liðið heimsótti Hauka í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 86-94. Fyrsti leikhluti var heldur jafn en það voru þó gestirnir úr Njarðvík sem voru með frumkvæðið nánast allan tímann með Chaz Williams í broddi fylkingar. Staðan eftir fyrsta leikhluta 22-31. Haukar byrjuðu annan leikhluta af miklum krafti og þá sérstaklega Jalen Moore sem skoraði hvert stigið á fætur öðru og minnkaði muninn í tvö stig en þá tók Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, leikhlé sem átti eftir að skila sér. Eftir það náði Njarðvík að slökkva í áhlaupi Hauka og átti það eftir að gerast nokkrum sinnum í leiknum. Staðan í hálfleik 39-51. Það var meira að því sama í þriðja leikhluta en það var í síðasta leikhlutanum þar sem Haukar komu með sitt besta áhlaup en það gerðist eftir tvær þriggja stiga körfur í röð frá Osku Heinonen sem kom forystu Njarðvíkur niður í fjögur stig. Nær komust þó Haukar aldrei og náðu gestirnir að sigla sigrinum heim. Lokatölur 86-94 í Ólafssal. Afhverju vann Njarðvík? Gestirnir í Njarðvík voru alltaf skrefi á undan og virtust vera einbeittari heldur en Haukar í kvöld. Í hvert skipti sem Haukar virtust vera að koma til baka þá sýndu gestirnir karakter og héldu þeim frá sér. Hverjir stóðu uppúr? Þrátt fyrir að hafa verið í tapliðinu þá var Jalen Moore maður leiksins. Hann skoraði 37 stig og var lang besti leikmaður Hauka. Í liði Njarðvíkur voru það Chaz og Milka sem voru stigahæstir, Chaz með 17 og Milka með 24. Hvað fór illa? Haukar létu ekki kné fylgja kviði þegar áhlaupin komu, það virtist vera sem svo að liðið hefði ekki trú á því að það gæti náð forystunni. Benedikt Guðmundsson: Í stað þess að bogna þá svöruðum við með áhlaupi Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur,.Vísir/Hulda Margrét „Ég er nokkuð ánægður með frammistöðuna, fengum framlag frá mörgum og allir að koma með eitthvað að borðinu,“ byrjaði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, að segja eftir leik. „Margt af því sem við lögðum upp með gekk upp en samt sem áður ekki allt. Ég myndi segja að ég væri 80% sáttur með frammistöðuna hjá mínu liði,“ hélt Benedikt áfram að segja. Benedikt var ánægður með það hvernig liðið hans náði að svara áhlaupum Hauka. „Við náðum alltaf að svara þeim, í stað þess að bogna þá svöruðum við með áhlaupi á móti og það er auðvitað lykilatriði í svona leik. Menn mega ekki vera litlir í sér og verða því að taka svona áhlaup á kassann og við gerðum það og þess vegna vil ég hrósa mínum mönnum fyrir það.“ Benedikt talaði síðan aðeins um byrjunina á tímabilinu „Já ég er sáttur með þessa byrjun því það er nú varla hægt að vinna þrjá í tveimur leikjum. Við mættum samt auðvitað heldur vængbrotnu Stjörnuliði og síðan sáum við ákveðin tækifæri í þessum leik að vinna Hauka. Við mættum þeim á undirbúningstímabilinu þar sem þeir unnu okkur stórt og því vissum við að þeir myndi kannski vanmeta okkur smá,“ endaði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, að segja eftir leik.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum