„Ótrúlegur aumingjaskapur að þora ekki í fyrirspurnir við ráðherra“ Jón Þór Stefánsson skrifar 12. október 2023 15:08 „Þeim finnst auðveldara að fullyrða eitthvað þar sem þeim er ekki svarað,“ segir Hildur Sverrisdóttir um stjórnarandstöðuna. Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sakar stjórnarandstöðuna um ráðaleysi og aumingjaskap fyrir að spyrja Bjarna Benediktsson einskis í kjölfar afsagnar hans sem fjármála- og efnahagsráðherra. Klukkan 10:30 í dag voru á dagskrá Alþingis óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra. Stjórnarandstöðuþingmenn ákváðu þó að spyrja Bjarna ekki, og sumir þeirra héldu því fram að það væri vegna þess að hann væri ekki ráðherra lengur. „Það er ótrúlegur aumingjaskapur að þora ekki í fyrirspurnir við ráðherra um þetta mál sem þau tjá sig talsvert um á öðrum vettvangi,“ segir Hildur um ákvörðun stjórnarandstöðunnar. Hún segir liggja fyrir að stjórnarandstaðan þori ekki að ræða álit umboðsmanns Alþingis sem er ástæða þess að Bjarni segir af sér, jafnvel þó hann segist ósammála forsendum þess. „Ég held að það sýni ráðaleysi varðandi þetta mál. Þeim finnst auðveldara að fullyrða eitthvað þar sem þeim er ekki svarað heldur en að taka samtalið við ráðherra.“ Hló yfir hugmynd um eigin ráðuneyti Aðspurð um hvort hún væri sjálf á leið í ráðherrastól brast Hildur við með því að skella upp úr. „Nei alls ekki. Ég átti ekki von á þessari spurningu,“ svaraði hún hlægjandi Hildur fundaði í dag með forystufólki stjórnarflokkanna um komandi þingvetur. Hún segist ekki vita hvort Bjarni Benediktsson muni fara í annan ráðherrastól, eða hætta alfarið sem ráðherra. Hún voni þó að hann haldi áfram. Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Bjarni segir hrókeringar lítið ræddar: „Með stærri atburðum í mínu lífi“ Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna noti tilefnið nú til að ræða stöðuna á kjörtímabilinu og hvað sé framundan í samstarfinu. Lítið hafi verið rætt um ráðuneytaskipan. Hann segir atburði síðustu daga með þeim stærri í sínu lífi. 12. október 2023 12:57 Nærmynd af Benedikt Sveinssyni: Óvæntur örlagavaldur í pólitísku lífi sonarins Bjarni Benediktsson tilkynnti um afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra í gær. Ástæðan varðaði kaup föður hans á hlut í Íslandsbanka, en það er ekki í fyrsta skipti sem faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hefur áhrif á pólitískan feril sonarins. Benedikt hefur verið áberandi í íslensku samfélagi í áratugi. Hann hefur meðal annars verið kallaður „Stjórnarformaður Íslands“ 11. október 2023 14:57 Segir Bjarna ekki geta „bæði átt kökuna og étið hana“ Stjórnarandstaðan telur að afsögn fjármálaráðherra hljóti að þýða að hann hætti í ríkisstjórn. Ella sé um að ræða sýndarmennsku. Þá hafi forsætisráðherra brugðist í Íslandsbankamálinu. 11. október 2023 22:03 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Sjá meira
Klukkan 10:30 í dag voru á dagskrá Alþingis óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra. Stjórnarandstöðuþingmenn ákváðu þó að spyrja Bjarna ekki, og sumir þeirra héldu því fram að það væri vegna þess að hann væri ekki ráðherra lengur. „Það er ótrúlegur aumingjaskapur að þora ekki í fyrirspurnir við ráðherra um þetta mál sem þau tjá sig talsvert um á öðrum vettvangi,“ segir Hildur um ákvörðun stjórnarandstöðunnar. Hún segir liggja fyrir að stjórnarandstaðan þori ekki að ræða álit umboðsmanns Alþingis sem er ástæða þess að Bjarni segir af sér, jafnvel þó hann segist ósammála forsendum þess. „Ég held að það sýni ráðaleysi varðandi þetta mál. Þeim finnst auðveldara að fullyrða eitthvað þar sem þeim er ekki svarað heldur en að taka samtalið við ráðherra.“ Hló yfir hugmynd um eigin ráðuneyti Aðspurð um hvort hún væri sjálf á leið í ráðherrastól brast Hildur við með því að skella upp úr. „Nei alls ekki. Ég átti ekki von á þessari spurningu,“ svaraði hún hlægjandi Hildur fundaði í dag með forystufólki stjórnarflokkanna um komandi þingvetur. Hún segist ekki vita hvort Bjarni Benediktsson muni fara í annan ráðherrastól, eða hætta alfarið sem ráðherra. Hún voni þó að hann haldi áfram.
Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Bjarni segir hrókeringar lítið ræddar: „Með stærri atburðum í mínu lífi“ Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna noti tilefnið nú til að ræða stöðuna á kjörtímabilinu og hvað sé framundan í samstarfinu. Lítið hafi verið rætt um ráðuneytaskipan. Hann segir atburði síðustu daga með þeim stærri í sínu lífi. 12. október 2023 12:57 Nærmynd af Benedikt Sveinssyni: Óvæntur örlagavaldur í pólitísku lífi sonarins Bjarni Benediktsson tilkynnti um afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra í gær. Ástæðan varðaði kaup föður hans á hlut í Íslandsbanka, en það er ekki í fyrsta skipti sem faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hefur áhrif á pólitískan feril sonarins. Benedikt hefur verið áberandi í íslensku samfélagi í áratugi. Hann hefur meðal annars verið kallaður „Stjórnarformaður Íslands“ 11. október 2023 14:57 Segir Bjarna ekki geta „bæði átt kökuna og étið hana“ Stjórnarandstaðan telur að afsögn fjármálaráðherra hljóti að þýða að hann hætti í ríkisstjórn. Ella sé um að ræða sýndarmennsku. Þá hafi forsætisráðherra brugðist í Íslandsbankamálinu. 11. október 2023 22:03 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Sjá meira
Bjarni segir hrókeringar lítið ræddar: „Með stærri atburðum í mínu lífi“ Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna noti tilefnið nú til að ræða stöðuna á kjörtímabilinu og hvað sé framundan í samstarfinu. Lítið hafi verið rætt um ráðuneytaskipan. Hann segir atburði síðustu daga með þeim stærri í sínu lífi. 12. október 2023 12:57
Nærmynd af Benedikt Sveinssyni: Óvæntur örlagavaldur í pólitísku lífi sonarins Bjarni Benediktsson tilkynnti um afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra í gær. Ástæðan varðaði kaup föður hans á hlut í Íslandsbanka, en það er ekki í fyrsta skipti sem faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hefur áhrif á pólitískan feril sonarins. Benedikt hefur verið áberandi í íslensku samfélagi í áratugi. Hann hefur meðal annars verið kallaður „Stjórnarformaður Íslands“ 11. október 2023 14:57
Segir Bjarna ekki geta „bæði átt kökuna og étið hana“ Stjórnarandstaðan telur að afsögn fjármálaráðherra hljóti að þýða að hann hætti í ríkisstjórn. Ella sé um að ræða sýndarmennsku. Þá hafi forsætisráðherra brugðist í Íslandsbankamálinu. 11. október 2023 22:03