„Því miður fyrir Val þá hringdi Freysi“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. október 2023 07:30 Það hefði verið gaman að sjá Gylfa Þór í Bestu-deildinni. vísir/vilhelm Eftir að hafa verið lengi án félags ákvað Gylfi Þór Sigurðsson að semja við danska félagið Lyngby. Vonir stóðu þó til að hann myndi spila í Bestu-deildinni. „Það kom hitt og þetta upp en ekkert sem ég var tilbúinn að stökkva á strax. Mig langaði að taka tíma og sjá til hvort það væri eitthvað sem ég væri sannfærður um að væri rétt. Nú eða hvort það væri ekkert sem ég hefði nógu mikinn áhuga á,“ segir Gylfi Þór í samtali við Guðmund Benediktsson. Lyngby er stýrt af vini Gylfa, Frey Alexanderssyni, en þeir unnu lengi saman með landsliðinu er Freyr var hluti af þjálfarateymi þess. „Síðan var ég búinn að spjalla lengi við Frey og Lyngby og það kom tímapunktur þar sem ég varð að taka ákvörðun. Ég stökk á það.“ Viðræður voru komnar langt við Val Gylfi æfði með Val í sumar og Guðmundur sagðist hafa heyrt því hvíslað að Gylfi hefði samþykkt að spila fyrir félagið ef hann myndi spila á Íslandi. „Það voru mörg lið hér heima sem höfðu samband. Mig langaði bara að koma mér í betra form áður en ég tæki ákvörðun. Því miður fyrir Val þá hringdi Freysi.“ „Jú jú, viðræður voru komnar langt við Val en það varð ekkert úr því. Viðræðurnar voru á þeim forsendum að ef það kæmi eitthvað spennandi að utan þá hefði ég möguleikann á að fara. Það var það sem ég var að bíða eftir,“ segir Gylfi og bætir við. „Ef ég hefði farið til Vals eða annars liðs á Íslandi þá hefði það alltaf verið með það að leiðarljósi að komast aftur út.“ Klippa: Gylfi íhugaði að semja við Valsmenn Valur Íslenski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Danski boltinn Tengdar fréttir „Ég fékk mikla hjálp frá konunni minni“ Gylfi Þór Sigurðsson er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn eftir um þriggja ára fjarveru. Gylfi er ánægður með að vera kominn aftur í liðið en neitar því ekki að síðustu ár hafi verið erfið. Á þessum árum leitaði hann meðal annars aðstoðar hjá sálfræðingum. 11. október 2023 18:47 Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
„Það kom hitt og þetta upp en ekkert sem ég var tilbúinn að stökkva á strax. Mig langaði að taka tíma og sjá til hvort það væri eitthvað sem ég væri sannfærður um að væri rétt. Nú eða hvort það væri ekkert sem ég hefði nógu mikinn áhuga á,“ segir Gylfi Þór í samtali við Guðmund Benediktsson. Lyngby er stýrt af vini Gylfa, Frey Alexanderssyni, en þeir unnu lengi saman með landsliðinu er Freyr var hluti af þjálfarateymi þess. „Síðan var ég búinn að spjalla lengi við Frey og Lyngby og það kom tímapunktur þar sem ég varð að taka ákvörðun. Ég stökk á það.“ Viðræður voru komnar langt við Val Gylfi æfði með Val í sumar og Guðmundur sagðist hafa heyrt því hvíslað að Gylfi hefði samþykkt að spila fyrir félagið ef hann myndi spila á Íslandi. „Það voru mörg lið hér heima sem höfðu samband. Mig langaði bara að koma mér í betra form áður en ég tæki ákvörðun. Því miður fyrir Val þá hringdi Freysi.“ „Jú jú, viðræður voru komnar langt við Val en það varð ekkert úr því. Viðræðurnar voru á þeim forsendum að ef það kæmi eitthvað spennandi að utan þá hefði ég möguleikann á að fara. Það var það sem ég var að bíða eftir,“ segir Gylfi og bætir við. „Ef ég hefði farið til Vals eða annars liðs á Íslandi þá hefði það alltaf verið með það að leiðarljósi að komast aftur út.“ Klippa: Gylfi íhugaði að semja við Valsmenn
Valur Íslenski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Danski boltinn Tengdar fréttir „Ég fékk mikla hjálp frá konunni minni“ Gylfi Þór Sigurðsson er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn eftir um þriggja ára fjarveru. Gylfi er ánægður með að vera kominn aftur í liðið en neitar því ekki að síðustu ár hafi verið erfið. Á þessum árum leitaði hann meðal annars aðstoðar hjá sálfræðingum. 11. október 2023 18:47 Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
„Ég fékk mikla hjálp frá konunni minni“ Gylfi Þór Sigurðsson er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn eftir um þriggja ára fjarveru. Gylfi er ánægður með að vera kominn aftur í liðið en neitar því ekki að síðustu ár hafi verið erfið. Á þessum árum leitaði hann meðal annars aðstoðar hjá sálfræðingum. 11. október 2023 18:47