Upplifðu skíðagönguævintýri og dekur á Siglufirði Keahótels 17. október 2023 08:30 Sigló hótel á Siglufirði býður upp á mjög vinsælt pakkatilboð sem inniheldur mat og gistingu á glæsilegu Sigló hóteli og skíðagöngunámskeið. Skíðaganga nýtur vaxandi vinsælda hér á landi og má segja að íþróttin sé ein vinsælasta vetraríþrótt Íslendinga. Undanfarin ár hefur Sigló hótel á Siglufirði boðið upp á mjög vinsælt pakkatilboð sem inniheldur mat og gistingu á glæsilegu Sigló hóteli og skíðagöngunámskeið sem hentar vel byrjendum og lengra komnum segir Aron Pálsson, hótelstjóri Sigló hótels. Skíðagöngunámskeiðin standa yfir í þrjá daga og eru undir handleiðslu reynslumikils skíðagöngufólks. „Um er að ræða þriggja daga námskeið undir handleiðslu reynslumikils skíðagöngufólks en námskeiðin hafa selst upp á skömmum tíma undanfarin ár. Skíðagöngunámskeiðin hafa verið haldin hér í mörg ár og við höldum áfram því góða starfi eftir að Keahótels tóku við rekstri hótelsins.“ Herbergin á Sigló hótel eru afar smekkleg og mikið lagt upp úr fallegri hönnun. Framúrskarandi aðstaða Hann segir svæðið í kringum Siglufjörð vera gullfallegt og það eitt og sér sé stór ástæða þess að námskeiðin hafa verið vel sótt. „Siglfirsku alparnir skarta sínu fegursta þegar snjórinn liggur yfir. Við bætum svo við framúrskarandi veitingum, afslöppun og góðri þjónustu sem ætti að vera ansi góð uppskrift af góðu fríi.“ Enda er fátt sem jafnast á við það, eftir góðan dag á skíðum, að skella sér í heita pottinn og sauna á Sigló hótel og fá sér drykk við heitan arininn í arinstofunni. „Hingað koma sömu gestir ár eftir ár til að sækja þessi námskeið og erum við afar stolt af því. Það gefur til kynna að okkur hefur tekist vel að mæta væntingum þeirra.“ Sigló hótel býður gestum upp á afar notalega og fallega setustofu þar sem gott er að njóta lífsins eftir góðan dag á skíðum. Sigló hótel opnaði sumarið 2015 og hefur verið afar vinsæll gististaður meðal innlendra og erlendra ferðalanga síðan. „Við hönnun hótelsins var mikið lagt upp úr hljóðvist og hönnun sem er stílhrein en notaleg. Í því sambandi má nefna að Sigló hótel hlaut íslensku hljóðvistarverðlaunin árið 2022 fyrir framúrskarandi hljóðvist á veitingastað. Hótel þar sem hægt er að njóta Hann segir að hótelið eigi að vera áfangastaður og að gestum þess eigi að finnast þeir hafi allt til alls til að njóta. „Það er eitthvað sem við erum ekki alltaf vön á Íslandi en oft eru hótel meira bara rétt næturstaður meðan við ferðumst um okkar fallega land. Hér viljum við að gestir komi til að vera, herbergin eru rúmgóð og útsýni úr þeim eitthvað sem er ekki á hverju strái, hvort sem það eru fjallatopparnir, smábátarnir eða bara sjórinn með allri sinni dýrð. Útipotturinn á hótelinu er alltaf jafn vinsæll en að fljóta þar og horfa út á sjóinn, stjörnurnar, jafnvel norðurljósin ef maður er heppinn, er svo sannarlega mikil upplifun.“ Eftir góðan skíðadag er notalegt að skála. Hægt að kúpla sig alveg út og njóta lífsins Undanfarin ár hafa vinsældir Siglufjarðar sem áfangastaðar yfir veturinn aukist mikið enda engin furða. „Náttúrufegurðin spilar auðvitað stórt hlutverk þar enda bærinn umkringdur fallegum háum fjöllum og útsýni út á haf. Svo má ekki gleyma öllu því frábæra fólki sem annast námskeiðin með okkur. Kennararnir eru allir með tölu framúrskarandi og það samstarf er stór partur í því að námskeiðin eru jafn vinsæl og þau eru.“ Gestir Sigló hótels eiga von á gómsætum veitingum. Veitingamenn Sigló hótel fara einnig fram úr sér í dekri að hans sögn. „Hér er mikið lagt upp með að ná að fanga þessa stemningu sem einhverjir þekkja frá ferðalögum erlendis, meðal annars þá tilfinningu að vera í umhverfi þar sem hægt er að kúpla sig alveg út og njóta lífsins til fullnustu.“ Nánari upplýsingar á vef Sigló hótels. Skíðaíþróttir Hótel á Íslandi Ferðalög Matur Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Sjá meira
Undanfarin ár hefur Sigló hótel á Siglufirði boðið upp á mjög vinsælt pakkatilboð sem inniheldur mat og gistingu á glæsilegu Sigló hóteli og skíðagöngunámskeið sem hentar vel byrjendum og lengra komnum segir Aron Pálsson, hótelstjóri Sigló hótels. Skíðagöngunámskeiðin standa yfir í þrjá daga og eru undir handleiðslu reynslumikils skíðagöngufólks. „Um er að ræða þriggja daga námskeið undir handleiðslu reynslumikils skíðagöngufólks en námskeiðin hafa selst upp á skömmum tíma undanfarin ár. Skíðagöngunámskeiðin hafa verið haldin hér í mörg ár og við höldum áfram því góða starfi eftir að Keahótels tóku við rekstri hótelsins.“ Herbergin á Sigló hótel eru afar smekkleg og mikið lagt upp úr fallegri hönnun. Framúrskarandi aðstaða Hann segir svæðið í kringum Siglufjörð vera gullfallegt og það eitt og sér sé stór ástæða þess að námskeiðin hafa verið vel sótt. „Siglfirsku alparnir skarta sínu fegursta þegar snjórinn liggur yfir. Við bætum svo við framúrskarandi veitingum, afslöppun og góðri þjónustu sem ætti að vera ansi góð uppskrift af góðu fríi.“ Enda er fátt sem jafnast á við það, eftir góðan dag á skíðum, að skella sér í heita pottinn og sauna á Sigló hótel og fá sér drykk við heitan arininn í arinstofunni. „Hingað koma sömu gestir ár eftir ár til að sækja þessi námskeið og erum við afar stolt af því. Það gefur til kynna að okkur hefur tekist vel að mæta væntingum þeirra.“ Sigló hótel býður gestum upp á afar notalega og fallega setustofu þar sem gott er að njóta lífsins eftir góðan dag á skíðum. Sigló hótel opnaði sumarið 2015 og hefur verið afar vinsæll gististaður meðal innlendra og erlendra ferðalanga síðan. „Við hönnun hótelsins var mikið lagt upp úr hljóðvist og hönnun sem er stílhrein en notaleg. Í því sambandi má nefna að Sigló hótel hlaut íslensku hljóðvistarverðlaunin árið 2022 fyrir framúrskarandi hljóðvist á veitingastað. Hótel þar sem hægt er að njóta Hann segir að hótelið eigi að vera áfangastaður og að gestum þess eigi að finnast þeir hafi allt til alls til að njóta. „Það er eitthvað sem við erum ekki alltaf vön á Íslandi en oft eru hótel meira bara rétt næturstaður meðan við ferðumst um okkar fallega land. Hér viljum við að gestir komi til að vera, herbergin eru rúmgóð og útsýni úr þeim eitthvað sem er ekki á hverju strái, hvort sem það eru fjallatopparnir, smábátarnir eða bara sjórinn með allri sinni dýrð. Útipotturinn á hótelinu er alltaf jafn vinsæll en að fljóta þar og horfa út á sjóinn, stjörnurnar, jafnvel norðurljósin ef maður er heppinn, er svo sannarlega mikil upplifun.“ Eftir góðan skíðadag er notalegt að skála. Hægt að kúpla sig alveg út og njóta lífsins Undanfarin ár hafa vinsældir Siglufjarðar sem áfangastaðar yfir veturinn aukist mikið enda engin furða. „Náttúrufegurðin spilar auðvitað stórt hlutverk þar enda bærinn umkringdur fallegum háum fjöllum og útsýni út á haf. Svo má ekki gleyma öllu því frábæra fólki sem annast námskeiðin með okkur. Kennararnir eru allir með tölu framúrskarandi og það samstarf er stór partur í því að námskeiðin eru jafn vinsæl og þau eru.“ Gestir Sigló hótels eiga von á gómsætum veitingum. Veitingamenn Sigló hótel fara einnig fram úr sér í dekri að hans sögn. „Hér er mikið lagt upp með að ná að fanga þessa stemningu sem einhverjir þekkja frá ferðalögum erlendis, meðal annars þá tilfinningu að vera í umhverfi þar sem hægt er að kúpla sig alveg út og njóta lífsins til fullnustu.“ Nánari upplýsingar á vef Sigló hótels.
Skíðaíþróttir Hótel á Íslandi Ferðalög Matur Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Sjá meira